Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 532. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 1065  —  532. mál.
Viðbót.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um nefndir,
ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa hefur ráðuneytið sett á stofn frá alþingiskosningum 2009?
     2.      Hvað sitja margir í framangreindum nefndum? Hvert er hlutverk þeirra, er skipun þeirra samkvæmt heimild eða fyrirmælum í lögum, hver er skipunartíminn og hverjar þeirra hafa lokið störfum? Hver er launakostnaðurinn, sundurliðaður eftir nefndum?
     3.      Hvað hefur hver nefnd marga starfsmenn, hver er launakostnaður þeirra og eru einhverjir starfsmenn þeirra verktakar og ef svo er, hvað heita þeir og hvað hafa þeir fengið greitt úr ríkissjóði?
    Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar hafa verið skipaðir, tilnefndir eða valdir með öðrum hætti til setu í þessum nefndum, ráðum, verkefnisstjórnum og starfshópum, hver hafi skipað eða eftir atvikum tilnefnt þá og hvort störfin séu launuð eða ólaunuð.


Nefndir skipaðar samkvæmt ákvörðun ráðherra frá árinu 2009:
Stýrihópur um vistvæn innkaup
    Skipaður 1. september 2009, ótímabundið.
Fjöldi nefndarmanna: 5, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Stýrihópurinn hafði það hlutverk að vinna að sameiginlegum verkefnum sem styðja við vistvæn opinber innkaup á Íslandi. Stefna um vistvæn innkaup ríkisins var samþykkt af umhverfisráðherra og fjármálaráðherra 27. mars 2009. Stefnan er hluti af innkaupastefnu ríkisins sem jafnframt er aðgerðaáætlun Íslands um vistvæn opinber innkaup.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis: Júlíus S. Ólafsson, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Guðmundur B. Friðriksson, samkvæmt tilnefningu Hafnarfjarðarbæjar: Guðmundur Ragnar Ólafsson, samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar: Helgi Bogason.

Starfshópur um framkvæmd byggingareftirlits
    Skipaður 5. febrúar 2009. Lauk störfum 11. júní 2009.
Fjöldi nefndarmanna: 6, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Starfshópurinn hafði það hlutverk að fara yfir skýrslu Benedikts Jónssonar verkfræðings „Byggingareftirlitið – Könnun á störfum og starfsaðstöðu byggingarfulltrúa“. Skýrslan var gefin út af Brunamálastofnun og Skipulagsstofnun í nóvember 2008. Starfshópnum var ætlað að vinna að skilgreiningum verkefna til að framkvæma þær tillögur að úrbótum sem fram koma í skýrslunni.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    
Samkvæmt tilnefningu Skipulagsstofnunar: Stefán Thors, formaður, án tilnefningar: Hafsteinn Pálsson, samkvæmt tilnefningu Brunamálastofnunar: Björn Karlsson, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Einar Júlíusson, Gísli Norðdahl, Helga Björk Laxdal.

Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins
    Skipuð 12. febrúar 2009. Lauk störfum 25. apríl 2009.
Fjöldi nefndarmanna: 3, launuð
Starfsmenn: 1
    Nefndin hafði það hlutverk að vera umhverfisráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækja sem veitt var á degi umhverfisins 25. apríl 2009.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Harpa Björnsdóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins: Guðrún Eyjólfsdóttir, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands: Guðmundur Gunnarsson, starfsmaður nefndar, ólaunaður: Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisráðuneyti.

Nefnd um innleiðingu vatnatilskipunar
    Skipuð 13. febrúar 2009. Lauk störfum 18. febrúar 2010.
Fjöldi nefndarmanna: 7, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin hafði það hlutverk að gera tillögu að frumvarpi til innleiðingar á vatnatilskipun 2000/60/EB.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Ásta Einarsdóttir, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Guðjón Bragason, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Guðjón Axel Guðjónsson, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Heiðrún Guðmundsdóttir, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka: Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins: Pétur Reimarsson.

Starfshópur um undirbúning fullgildingar Árósasamningsins
    Skipaður 13. mars 2009. Lauk störfum 18. desember 2009.
Fjöldi nefndarmanna: 3, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Skipaður í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 6. febrúar 2009 um að fullgilda Árósasamninginn hér á landi.
    Nefnd sem falið var að fara yfir ákvæði Árósasamningsins skilaði skýrslu í september 2006 um nauðsynlegar aðgerðir til að uppfylla samninginn hér á landi. Í 5. kafla skýrslu nefndarinnar er gerð grein fyrir tveimur leiðum að innleiðingu þeirrar stoðar samningsins er varðar réttláta málsmeðferð í umhverfismálum og nauðsynlegar lagabætur í því sambandi.
    Ríkisstjórnin samþykkti að fela umhverfisráðherra í samráði við utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra að ákveða hvor leiðin, þ.e. stjórnsýslu- eða dómstólaleið, yrði farin áður en undirbúningur að gerð lagafrumvarps hefst.
    Verkefni starfshópsins var að gera tillögu um hvor þessara tveggja leiða hentaði best til að tryggja almenningi aðgang að réttlátri málsmeðferð við fullgildingu Árósasamningsins hér á landi, en jafnframt var starfshópnum falið að skoða hvort einhver blöndun þessara leiða hentaði betur í þessum tilgangi. Auk þess var starfshópnum falið að gera tillögu að frekari vinnslu málsins í kjölfarið, þ.e. samningu nauðsynlegra lagafrumvarpa.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, fulltrúi utanríkisráðuneytis: Helga Hauksdóttir, fulltrúi dóms- og kirkjumálaráðuneytis: Gunnar Narfi Gunnarsson.

Nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga
    Skipuð 13. nóvember 2009. Lauk störfum 31. ágúst 2011.
Ólaunuð
Starfsmenn: 1 launaður og 2 ólaunaðir
    Hafði það hlutverk að gera tillögu að heildarendurskoðun laga um náttúruvernd, nr. 44/1999, með það að markmiði að styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Salvör Jónsdóttir, formaður / nóvember 2010 tók Hafdís Gísladóttir við sem formaður, Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Aagot Óskarsdóttir, varamaður formanns og launaður starfsmaður nefndar, samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands: Jón Gunnar Ottósson og María Harðardóttir, til vara, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Kristín Linda Árnadóttir og Sigrún Ágústsdóttir, til vara, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka: Katrín Theodórsdóttir. Starfsmenn nefndar, ólaunaðir: Sigurður Á. Þráinsson og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, umhverfisráðuneyti.

Starfshópur til að kanna rekstrargrundvöll félagasamtaka
    Skipaður 13. mars 2009. Lauk störfum 9. september 2009.
Fjöldi nefndarmanna: 3, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Starfshópurinn hafði það verkefni að kanna rekstrargrundvöll félagasamtaka á sviði umhverfismála við breyttar efnahagsaðstæður og leggja fram tillögur um hvernig efla mætti starfsemi og fjárhag félaganna til frambúðar.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður, Kristín Svavarsdóttir, Tryggvi Felixson.

Verkefnisstjórn um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
    Skipuð 30. júní 2009. Lauk störfum 14. nóvember 2010.
Fjöldi nefndarmanna: 7, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Verkefnisstjórnin hafði það hlutverk að vinna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem tæki mið af langtímastefnumörkun ríkisstjórnarinnar og væntanlegum skuldbindingum Íslands varðandi losun gróðurhúsalofttegunda í væntanlegum nýjum alþjóðasamningi og samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Hugi Ólafsson, formaður, samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis: Sig rún Ólafsdóttir, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis: Sigurður Guðmundsson, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Sveinn Þorgrímsson, samkvæmt tilnefningu samgönguráðuneytis: Karl Alvarsson, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Erna Bjarnadóttir, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Ellý Katrín Guðmundsdóttir.

Nefnd um innleiðingu Árósasamningsins
    Skipuð 2. febrúar 2010. Lauk störfum 9. desember 2010.
Fjöldi nefndarmanna: 3, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin átti að vinna frumvarp til laga um innleiðingu Árósasamningsins um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Kristín Rannveig Snorradóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Ingvi Már Pálsson, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Sigríður Norðmann.

Starfshópur um úttekt á lögum um vernd Breiðafjarðar
    Tók til starfa 15. mars 2010. Lauk störfum í desember 2010.
Fjöldi nefndarmanna: 5, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin hafði það hlutverk að gera úttekt á lögum nr. 54/1995, um vernd Breiðafjarðar, og taka til skoðunar hvort framkvæmd laganna endurspegli tilgang þeirra sem og meginreglur umhverfisréttar, svo sem varúðarregluna og mengunarbótaregluna, eins og þær eru skilgreindar í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að. Jafnframt skyldi starfshópurinn leggja mat á hvernig verndun svæðisins yrði best fyrir komið hvað varðar vöktun, stýringu, umsýslu og lagaumhverfi og hvort ástæða væri til að breyta lögum um vernd Breiðafjarðar með það að markmiði að náttúruvernd og verndaraðgerðir yrði í samræmi við breyttar áherslur í náttúruvernd frá því að lögin voru sett.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Guðríður Þorvarðardóttir, Umhverfisstofnun, formaður, Erla Björk Örnólfsdóttir, Vör – sjávarrannsóknasetri, Kristín Rannveig Snorradóttir, umhverfisráðuneyti, Róbert Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands, Trausti Baldursson, Náttúrufræðistofnun Íslands.

Hættumatsnefnd Reykjavíkur
    Skipuð 8. júní 2010. Lýkur störfum þegar hættumat hefur verið staðfest.
Fjöldi nefndarmanna: 4, fulltrúar ráðuneytisins fá greitt sem verktakar
Starfsmenn: 0
    Skipuð samkvæmt reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats að beiðni Reykjavíkurborgar.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Fulltrúar Reykjavíkurborgar: Ólafur Bjarnason, Auður Ólafsdóttir, fulltrúar umhverfisráðuneytisins: Gunnar Guðni Tómasson, formaður, Fjóla Guðrún Gunnarsdóttir.

Stýrihópur um aðgerðir gegn útbreiðslu alaskalúpínu
    Skipaður 9. júlí 2010 til þriggja ára.
Fjöldi nefndarmanna: 6, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Í nóvember 2009 fól umhverfisráðuneytið forstjóra Náttúrufræðistofnunar og landgræðslustjóra að vinna tillögur um aðgerðir varðandi alaskalúpínu. Skiluðu stofnanirnar tillögum til umhverfisráðherra í skýrslu þess efnis í apríl 2010: „Alaskalúpína og skógarkerfill á Íslandi: útbreiðsla, varnir og nýting.“
    Stýrihópnum er falið að móta og samræma aðgerðir við kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils, varnir og upprætingu á friðlýstum svæðum, svo og á miðhálendinu, taka saman grunnupplýsingar um alaskalúpínu og skógarkerfil fyrir almenning og aðra vörslumenn lands.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sveinn Runólfsson, formaður, Jón Gunnar Ottósson, formaður, samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands: Ásrún Elmarsdóttir, Trausti Baldursson, samkvæmt tilnefningu Landgræðslu ríkisins: Elín Fjóla Þórarinsdóttir, Magnús Jóhannsson.

Nefnd um endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum
    Skipuð 9. júlí 2010. Mun skila af sér á næstu mánuðum.
Fjöldi nefndarmanna: 7, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Hlutverk nefndarinnar er að varpa skýru ljósi á lagalega stöðu villtra spendýra og fugla á Íslandi m.a. með tilliti til dýraverndarsjónarmiða og leggja fram tillögur um úrbætur með það að leiðarljósi að uppfylla markmið gildandi laga og þeirra alþjóðlegu samninga sem Ísland er aðili að og varða verndun villtra spendýr og fugla. Vinna nefndarinnar einskorðast ekki einungis við að rýna framkvæmd laga nr. 64/1994, heldur skal nefndin einnig taka til skoðunar vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, þar með talið selum og hvölum, í stóru samhengi. Þá skal nefndin einnig skoða með hvaða hætti dýravernd þessara dýra verður best fyrirkomið. Nefndin mun því einnig þurfa að skoða önnur lög er tengjast viðfangsefninu eftir því sem ástæða þykir.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Menja von Schmalensee, formaður, Hólmfríður Arnardóttir, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Hildur Vésteinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands: Kristinn Haukur Skarphéðinsson, samkvæmt tilnefningu Dýralæknafélags Íslands: Auður Lilja Arnþórsdóttir, samkvæmt tilnefningu Skotveiðifélags Íslands: Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka: Tómas Grétar Gunnarsson.

Nefnd um innleiðingu reglna um ETS
    Skipuð 11. mars 2010. Lauk störfum 1. mars 2011.
Fjöldi nefndarmanna: 7, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin hafði það hlutverk að semja frumvarp til laga vegna innleiðingar reglna um viðskiptakerfi EB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda (ETS). Um er að ræða tilskipun 2003/87/EB um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda og tilskipun 2008/101/EB sem breytir tilskipun 2003/87/EB og fellur flugstarfsemi undir gildissvið hennar, auk fylgigerða þeirra. Þá var við starfið höfð til hliðsjónar tilskipun 2009/29/EB sem einnig breytir 2003/87/EB og víkkar gildissvið hennar talsvert bæði hvað varðar tegundir starfsemi sem undir hana falla sem og tegundir þeirra gróðurhúsalofttegunda sem hún nær til.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Glóey Finnsdóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Guðrún Þorleifsdóttir, samkvæmt tilnefningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis: Ómar Þór Eyjólfsson, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis: Sigurður Guðmundsson, samkvæmt tilnefningu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis: Valgerður Guðmundsdóttir, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Hrafnhildur Bragadóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins: Pétur Reimarsson.

Starfshópur um tíma- og áfangaskipta framkvæmdaáætlun um líffræðilegan fjölbreytileika
    Skipaður 17. mars 2010. Lauk störfum 2. desember 2010.
Fjöldi nefndarmanna: 3, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Starfshópurinn hafði það hlutverk að ganga frá tíma- og áfangaskiptri framkvæmdaáætlun á grundvelli stefnumörkunar um líffræðilegan fjölbreytileika og skipta verkefnum á milli ráðuneyta.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigurður Á. Þráinsson, formaður, umhverfisráðuneyti, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Áslaug Helgadóttir, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Þorsteinn Tómasson.

Nefnd um umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins
    18. febrúar 2010. Lauk störfum 25. apríl 2010.
Fjöldi nefndarmanna: 3, launuð
Starfsmenn: 1
    Nefndin hafði það hlutverk að vera umhverfisráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækja sem veitt var á degi umhverfisins 25. apríl 2010.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigþrúður Jónsdóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins: Guðbergur Rúnarsson, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands: Guðmundur Gunnarsson, starfsmaður nefndar, ólaunaður: Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisráðuneyti.

Nefnd um byggingarreglugerð
    20. janúar 2010. Lauk störfum 1. júní 2011.
Fjöldi nefndarmanna: 3, ólaunuð
Starfsmenn: 2
    Hlutverk nefndarinnar var að semja byggingarreglugerð með hliðsjón af nýju frumvarpi til laga um mannvirki.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Björn Karlsson, formaður, Björn Guðbrandsson, Ólöf Örvarsdóttir, starfsmenn nefndarinnar: Hafsteinn Pálsson og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, umhverfisráðuneyti.

Hættumatsnefnd Mosfellsbæjar
    Skipuð 25. febrúar 2010. Lauk störfum í desember 2011.
Fjöldi nefndarmanna: 4, fulltrúar ráðuneytisins fá greitt sem verktakar
Starfsmenn: 0
    Skipuð samkvæmt reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats að beiðni Mosfellsbæjar.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Fulltrúar Mosfellsbæjar: Jóhanna B. Hansen, Finnur Birgisson, fulltrúar umhverfisráðuneytisins: Gunnar Guðni Tómasson, formaður, Snjólfur Ólafsson.

Ráðgjafarnefnd um úthlutun úr veiðikortasjóði
    Skipuð 29. nóvember 2010 til tveggja ára.
Fjöldi nefndarmanna: 5, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Umsögn Umhverfisstofnunar um umsóknir umsækjenda úr Veiðikortasjóði svo og tillaga stofnunarinnar um úthlutun úr sjóðnum skal unnin í samráði við fimm manna ráðgjafarnefnd sem umhverfisráðherra skipar til tveggja ára í senn samkvæmt verklagsreglum umhverfisráðuneytisins fyrir Veiðikortasjóð dags. 1. nóvember 2010.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Bjarni Pálsson, formaður, Steinar Rafn Beck, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka: Droplaug Ólafsdóttir, samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands: Jóhannes Sigfússon, samkvæmt tilnefningu Skotveiðifélags Íslands: Margrét Pétursdóttir.

Samráðshópur um aðgengi fatlaðra að náttúru Íslands
    Skipaður 1. desember 2011. Hópurinn á að skila niðurstöðu sinni fyrir 1. maí 2012
Fjöldi nefndarmanna: 4, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Samráðshópnum er falið annars vegar að greina hagsmuni fatlaðra sem felast í auknu aðgengi þeirra að náttúru landsins, en aðgengið getur m.a. falist í akstri utan vega og aðstöðu á friðlýstum og vernduðum svæðum, m.a. í formi göngustíga, útsýnispalla o.fl. Hins vegar er samráðshópnum falið það hlutverk að greina helstu sjónarmið náttúruverndar sem líta ber til við umfjöllun um aukið aðgengi fatlaðra að náttúrunni, með hliðsjón af lögum nr. 44/1999, um náttúruvernd, og annarri löggjöf og alþjóðasamningum á sviði náttúruverndar.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu velferðarráðuneytis: Þór G. Þórarinsson, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Hákon Ásgeirsson, samkvæmt tilnefningu Öryrkjabandalags Íslands: S. Hafdís Runólfsdóttir.

Nefnd um umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytisins
    Skipuð 2. febrúar 2011. Lauk störfum 25. apríl 2011.
Fjöldi nefndarmanna: 4, launuð
Starfsmenn: 1
    Nefndin hafði það hlutverk að vera umhverfisráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækja sem veitt var á degi umhverfisins 25. apríl 2011.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigþrúður Jónsdóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands: Margrét Ingþórsdóttir, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka: Morten Lange, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins: Ragnheiður Héðinsdóttir, starfsmaður nefndar, ólaunaður: Guðmundur Hörður Guðmundsson, umhverfisráðuneyti.

Starfshópur um svartfugla
    Skipaður 21. september 2011. Lauk störfum 20. desember 2011.
Fjöldi nefndarmanna: 7, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Hafði það hlutverk að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað gætu að endurreisn svartfuglastofna hér við land og styrkja verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra. Í ljósi alvarlegrar stöðu svartfuglastofna hér við land síðustu missiri átti starfshópurinn sérstaklega fjalla um veiðar og nýtingu svartfugls og hvort breytingar á lögum eða reglum er varða nýtingu á svartfugli, þ.m.t. eggjatöku, geti komið að gagni við endurreisn svartfuglastofna hér við land og þá með hvaða hætti það megi verða.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigurður Á. Þráinsson, formaður, Menja von Schmalensee, samkvæmt tilnefningu Fuglaverndar: Arnþór Garðarsson, samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands: Guðbjörg H. Jóhannesdóttir, samkvæmt tilnefningu Náttúrufræðistofnunar Íslands: Guðmundur A. Guðmundsson, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Steinar Rafn Beck Baldursson, samkvæmt tilnefningu Skotveiðifélags Íslands: Sæunn Marinósdóttir

Starfshópur um gerð frumvarps til laga um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum
    Skipaður 14. júní 2011. Lauk störfum í byrjun árs 2012.
Fjöldi nefndarmanna: 4, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Starfshópurinn vann að gerð frumvarps til laga um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum. Starfshópurinn hafði til hliðsjónar athugasemdir ESA sem bárust ráðuneytinu vegna laga um mat á umhverfisáhrifum og tillögur Skipulagsstofnunar er lúta að breytingum á framangreindum lögum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Íris Bjargmundsdóttir, umhverfisráðuneyti, formaður, fulltrúar Skipulagsstofnunar: Erna Hrönn Geirsdóttir, Jakob Gunnarsson, Rut Kristinsdóttir.

Nefnd um fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins
    Skipuð 16. júní 2011. Lauk störfum 16. september 2011.
Fjöldi nefndarmanna: 3, launuð
Starfsmenn: 1
    Fara yfir og meta tilnefningar sem berast vegna fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins sem veitt verða á degi íslenskrar náttúru og leggja fram rökstudda tillögu að verðlaunahafa.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: María Ellingsen, formaður, Valgerður A. Jóhannsdóttir, varaformaður, Jónatan Garðarsson. Starfsmaður nefndar, ólaunaður: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, umhverfisráðuneyti.

Nefnd um endurskoðun skógræktarlaga
    Skipuð 18. apríl 2011. Á að ljúka störfum fyrir lok árs 2012.
Fjöldi nefndarmanna: 6, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin hefur það hlutverk að undirbúa gagngera endurskoðun á lögum um skógrækt, nr. 3/1955, með áorðnum breytingum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Valgerður Jónsdóttir, formaður, Brynhildur Davíðsdóttir, Jón Loftsson, Þröstur Ólafsson, Jón Geir Pétursson, Glóey Finnsdóttir. Þröstur Eysteinsson, Skógrækt ríkisins, starfar með nefndinni.

Nefnd um endurskoðun laga um landgræðslu
    Skipuð 18. apríl 2011. Á að ljúka störfum fyrir lok árs 2012.
Fjöldi nefndarmanna: 6, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin hefur það hlutverk að undirbúa gagngera endurskoðun á lögum um landgræðslu, nr. 17/1965, með áorðnum breytingum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Daði Már Kristófersson, formaður, Ása Aradóttir, Elín Heiða Valsdóttir, Sveinn Runólfsson, Jón Geir Pétursson, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir. Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins, starfar með nefndinni.

Samstarfshópur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum
    Skipaður 20. janúar 2011, ótímabundið.
Fjöldi nefndarmanna: 7, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin hefur það hlutverk að hafa umsjón með að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og lykilverkefnum hennar sé hrint í framkvæmd, setja ný verkefni á fót eftir atvikum og veita umhverfisráðherra reglulega skýrslugjöf og ráðgjöf um eftirfylgni aðgerðaáætlunarinnar og skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Hugi Ólafsson, formaður, samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis: Sigrún Ólafsdóttir, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis: Angantýr Einarsson, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Helga Barðadóttir, samkvæmt tilnefningu innanríkisráðuneytis: Valgerður Guðmundsdóttir, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Þorsteinn Tómasson, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Ellý Katrín Guðmundsdóttir.

Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins
    Skipuð 10. febrúar 2012. Mun starfa til 25. apríl 2012.
Fjöldi nefndarmanna: 4, launuð
Starfsmenn: 1
    Nefndin hefur það hlutverk að vera umhverfisráðherra til aðstoðar við ákvörðun á umhverfisviðurkenningu ráðuneytisins til fyrirtækis eða stofnunar fyrir fyrirmyndar umhverfisstarf sem veitt verður á degi umhverfisins 25. apríl 2012.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigþrúður Jónsdóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka atvinnulífsins: Guðfinnur G. Johnsen, samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands: Guðmundur Gunnarsson, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka á sviði umhverfismála: Jóna Fanney Friðriksdóttir. Starfsmaður nefndar, ólaunaður: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, umhverfisráðuneyti

Viðbragðsteymi við landgöngu hvítabjarna á Íslandi
    Skipað 17. janúar 2012, ótímabundið.
Fjöldi nefndarmanna: 4, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Hlutverk teymisins er að undirbúa viðbrögð við hugsanlegri landgöngu hvítabjarna hér á landi og skal teymið setja sér sérstakar starfsreglur í því sambandi. Skulu ráðuneytinu kynntar starfsreglur teymisins þegar þær liggja fyrir. Teymið skal ávallt kallað saman þegar hvítabjörn gengur á land eða vænta má landgöngu hvítabjarna og skal teymið sjá um að samræma fyrstu viðbrögð og aðgerðir við þær aðstæður.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri UST, formaður, samkvæmt tilnefningu Landhelgisgæslu Íslands: Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður VSS, samkvæmt tilnefningu ríkislögreglustjóra: Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, samkvæmt tilnefningu Matvælastofnunar: Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir.

Samráðshópur um málefni tengd uppboðum á loftslagsheimildum Íslands vegna viðskiptakerfis ESB
    Skipaður 27. janúar 2012, ótímabundið.
Fjöldi nefndarmanna: 5, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Samráðshópur um málefni tengd uppboðum og viðskiptum með loftslagsheimildir vegna viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, sbr. reglugerð (EB) nr. 1031/2010. Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS) snertir fleiri en eitt ráðuneyti og stofnanir. Til þess að auðvelda innleiðingu kerfisins á Íslandi var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar 4. nóvember sl. að koma á fót samráðshópi helstu ráðuneyta og stofnana sem munu koma að innleiðingu kerfisins.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Glóey Finnsdóttir, formaður, samkvæmt tilnefningu fjármálaráðuneytis: Lilja Sturludóttir, samkvæmt tilnefningu efnahags- og viðskiptaráðuneytis: Anna Borgþórsdóttir Olsen, samkvæmt tilnefningu Ríkiskaupa: Guðmundur Hannesson, samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Ágúst Angantýsson.

Lögbundnar nefndir skipaðar frá árinu 2009:
Skólaráð Brunamálaskólans
    Skipað 16. nóvember 2009. Endurskipun. Lagt af með mannvirkjalögum 1. janúar 2011.
Fjöldi nefndarmanna:
3, launuð
Starfsmenn: 0
    Hlutverk skólaráðsins var að vera Brunamálastofnun til ráðgjafar um fagleg og rekstrarleg málefni skólans og bar ábyrgð gagnvart brunamálastjóra á framkvæmd og starfsemi Brunamálaskólans.
    Skólaráð Brunamálaskólans var skipað til fjögurra ára í senn skv. 9. gr. laga um brunavarnir, nr. 75/2000.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Kristín Jónsdóttir, formaður, Ólafur Ástgeirsson, til vara, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga: Herdís Sigurjónsdóttir, Kristján Einarsson til vara, tilnefndir af Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna: Sverrir Björn Björnsson, Steinn Jónasson, til vara.

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
    Skipuð 18. október 2009. Endurskipun. Lögð af 1. janúar 2012 en lýkur þeim verkefnum sem komin voru til meðferðar hjá nefndinni.
Fjöldi nefndarmanna: 5, launuð
Starfsmenn: 0
    Úrskurðarnefnd er skipuð til fjögurra ára í senn skv. 8. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, með síðari breytingum. Nefndin kveður upp úrskurði í ágreiningsmálum um skipulags- og byggingarmál samkvæmt þessum lögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim. Jafnframt skal hún kveða upp úrskurði í ágreiningsmálum sem henni er falið að skera úr um á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000, með síðari breytingum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Hjalti Steinþórsson, formaður, nefndarmenn skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands: Ásgeir Magnússon, Aðalheiður Jóhannsdóttir, til vara, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigurður Erlingsson, til vara, Hildigunnur Haraldsdóttir, Hörður Harðarson, til vara, Geir Oddsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, til vara.

Ráðgjafarnefnd þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
    Skipuð 3. maí 2010 til fjögurra ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 4, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin er skipuð til fjögurra ára í senn í samræmi við 51. gr. náttúruverndarlaga, nr. 44/1999, og 2. gr. reglugerðar nr. 568/2001 um þjóðgarðinn Snæfellsjökul, með síðari breytingu nr. 928/2005. Ráðgjafarnefndin er Umhverfisstofnun til ráðgjafar um málefni er varða rekstur og skipulag þjóðgarðsins.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Samkvæmt tilnefningu Umhverfisstofnunar: Hjalti J. Guðmundsson, formaður, samkvæmt tilnefningu Snæfellsbæjar: Ólína Bj. Kristinsdóttir, samkvæmt tilnefningu Ferðamálasamtaka Snæfellsness: Skúli Alexandersson, samkvæmt tilnefningu Fornleifaverndar ríkisins: Kristín Huld Sigurðardóttir.

Prófnefnd mannvirkjahönnuða
    Skipuð 11. janúar 2010. Endurskipun. Lögð af með nýjum mannvirkjalögum 1. janúar 2011.
Fjöldi nefndarmanna:
3, launuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin var skipuð skv. 48. gr. skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997, með breytingu nr. 135/1997, sbr. og reglugerð nr. 747/1997 um störf prófnefndar mannvirkjahönnuða og breytingu á henni nr. 354/2004.
    Hlutverk nefndarinnar var að hafa umsjón með og ákveða tilhögun námskeiða fyrir væntanlega mannvirkjahönnuði, þ.m.t. að ákveða námsgreinar og prófkröfur, semja kennsluskrá, útbúa kennsluefni og ráða leiðbeinendur. Hún fjallaði einnig um umsókn mannvirkjahönnuðar um löggildingu áður en hún var veitt.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Sigurður Thoroddsen, arkitekt, formaður, varamaður: Jóhannes Þórðarson, arkitekt, Þórarinn Hjaltason, verkfræðingur, varamaður: Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, Ólafur Helgi Árnason, lögfræðingur, varamaður: Elín Smáradóttir, lögfræðingur.

Tilraunadýranefnd

    Skipuð 26. febrúar 2010 til fjögurra ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 3, launuð
Starfsmenn: 0
    Tilraunadýranefnd starfar skv. 16. gr. laga nr. 15/1994, um dýravernd. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar við umsjón þeirra mála sem taka til tilrauna á dýrum og meðferðar á tilraunadýrum. Jafnframt skal nefndin tryggja að þeir sem nota dýr í tilraunaskyni hafi hlotið þjálfun og menntun í meðferð tilraunadýra.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Lögbundinn formaður: Halldór Runólfsson, yfirdýralæknir, samkvæmt tilnefningu Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands: Jón Kalmansson, án tilnefningar: Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir.

Úrskurðarnefnd hollustuhátta- og mengunarvarnamála
    Skipuð 1. júní 2011. Endurskipun. Lögð af 1. janúar 2012 en mun ljúka þeim verkefnum sem komin voru til meðferðar hjá nefndinni.
Fjöldi nefndarmanna: 6, launuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin er skipuð skv. 31. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
    Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í ágreiningsmálum um framkvæmd laganna, reglugerða settra samkvæmt þeim eða heilbrigðissamþykkta sveitarfélaga eða um ákvarðanir yfirvalda.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands: Steinunn Guðbjartsdóttir, hrl., formaður, Ása Ólafsdóttir, hrl., varaformaður, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Gunnar Eydal, hrl., Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður, til vara, án tilnefningar: Arndís Soffía Sigurðardóttir, hrl., Valgerður Valdimarsdóttir, lögmaður, til vara.

Stýrinefnd raf- og raftækjaúrgangs
    Skipuð 1. júlí 2011 til fjögurra ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 6, launuð
Starfsmenn: 0
    Í samræmi við 2. mgr. 35. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum nr. 58/2011, gegnir stjórn Úrvinnslusjóðs, sbr. lög nr. 162/2002, um úrvinnslugjald, hlutverki stýrinefndar og starfar hún sjálfstætt. Um hlutverk stýrinefndar fer samkvæmt 4. mgr. 25. gr. laga um meðhöndlun úrgangs.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Guðmundur G. Þórarinsson, formaður, samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva: Guðfinnur G. Johnsen, samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins: Bryndís Skúladóttir, samkvæmt tilnefningu Samtaka verslunar og þjónustu: Ólafur Reynir Guðmundsson, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Ögmundur Einarsson, samkvæmt tilnefningu Félags atvinnurekenda: Halldór Haraldsson.

Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur
    Skipuð 7. mars 2011 til þriggja ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 9, launuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin er skipuð skv. 6.gr. laga nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur.
    Nefndin skal veita umsagnir samkvæmt lögunum auk þess sem hún skal veita eftirlits- og framkvæmdaraðilum ráðgjöf um framkvæmd laganna og beita sér fyrir fræðslu um erfðabreytingar. Þá ber nefndinni að gera tillögur til ráðherra um allt það sem horfir til betri vegar í málaflokki þessum.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Ragnhildur Sigurðardóttir, formaður, varamaður skipaður síðar, Bjarni K. Kristjánsson, varaformaður, Hilmar Malmquist, til vara, samkvæmt tilnefningu Matís: Anna Kristín Daníelsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, til vara, samkvæmt tilnefningu Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands: Jón Á. Kalmansson, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, til vara, samkvæmt tilnefningu Líffræðistofnunar Háskóla Íslands: Sigríður H. Þorbjarnardóttir, Zophonías O. Jónsson, til vara, samkvæmt tilnefningu Læknadeildar Háskóla Íslands: Guðrún Skúladóttir, Vilmundur Guðnason, til vara, samkvæmt tilnefningu frjálsra félagasamtaka: Stefán Gíslason, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, til vara, samkvæmt tilnefningu Neytendasamtakanna: Gunnar Á. Gunnarsson, Jórunn Edda Helgadóttir, til vara, samkvæmt tilnefningu Háskólans á Hólum: Stefán Óli Steingrímsson, Skúli Skúlason, til vara.

Samræmingarnefnd um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar
    Skipuð 8. nóvember 2011 til þriggja ára.
Fjöldi nefndarmanna:
10, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin er skipuð samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 44/2011, um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Hlutverk nefndarinnar er að vinna að fyrstu aðgerðaáætlun við uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar upplýsingar um Ísland og aðstoða stjórnvöld við frekari stefnumótun á þessu sviði. Aðgerðaáætlunin skal vera tilbúin til staðfestingar 1. janúar 2014 og vera til fimm ára í senn. Umhverfisráðherra staðfestir aðgerðaáætlunina.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sesselja Bjarnadóttir, formaður, Áki Ármann Jónsson, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Borgar Páll Bragason, samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis: Sif Guðjónsdóttir, samkvæmt tilnefningu innanríkisráðuneytis: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, samkvæmt tilnefningu mennta- og menningarmálaráðuneytis: Þorgeir Ólafsson, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Þorvaldur Bragason, samkvæmt tilnefningu LÍSU samtaka um landupplýsingar á Íslandi: Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Karólína Guðjónsdóttir, samkvæmt tilnefningu Landmælinga Íslands: Magnús Guðmundsson.

Ráðgjafarnefnd um gerð landsskipulagsstefnu
    Skipuð 13. desember 2011. Starfi nefndarinnar lýkur þegar þingsályktun um landsskipulagsstefnu hefur verið samþykkt á Alþingi.
Fjöldi nefndarmanna: 8, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin er skipuð skv. 3. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu nr. 1001/2011 sem sett er á grundvelli skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin skal vera ráðherra og Skipulagsstofnun til ráðgjafar og samráðs við undirbúning og við gerð lýsingar ásamt vinnslu landsskipulagsstefnu.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigríður Auður Arnardóttir, formaður, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, samkvæmt tilnefningu forsætisráðuneytis: Héðinn Unnsteinsson, samkvæmt tilnefningu innanríkisráðuneytis: Þorsteinn R. Hermannsson, samkvæmt tilnefningu iðnaðarráðuneytis: Helga Barðadóttir, samkvæmt tilnefningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis: Dorothee Katrín Lubecki, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Valtýr Valtýsson, Albertína F. Elíasdóttir.

Stjórn Kvískerjasjóðs
    Skipuð 17. febrúar 2011 til fjögurra ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 3, ólaunuð
Starfsmenn: 0
    Kvískerjasjóður starfar á grundvelli laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 1606, sbr. lög nr. 19/1988.
    Sjóðurinn er stofnaður til heiðurs Kvískerjabræðrum fyrir framlag þeirra til öflunar þekkingar og rannsókna á náttúru og sögu Austur-Skaftafellssýslu. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að og styrkja rannsóknir á menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu. Markmiðum sjóðsins skal ná með veitingu rannsóknarstyrkja til stofnana og einstaklinga til rannsókna á náttúru og menningarminjum í Austur-Skaftafellssýslu.
    Stjórnin skal veita sjóðnum forstöðu og ber ábyrgð á fjárvörslu hans. Stjórnin tekur ákvarðanir á fundum sínum og skal haldin gerðabók um alla fundi og bóka skilgreinilega þær ákvarðanir sem teknar eru.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Sigurlaug Gissurardóttir, formaður, Erling Ólafsson, samkvæmt tilnefningu menntamálaráðuneytisins: Hellen Magnea Gunnarsdóttir.

Stjórn Úrvinnslusjóðs
    Skipuð 20. janúar 2011 til fjögurra ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 6, launuð
Starfsmenn: 0
    Stjórn Úrvinnslusjóðs er skipuð skv. 16. gr. laga nr. 162 frá 2002, um úrvinnslugjald. Stjórnin hefur það hlutverk að móta stefnu um starfsemi sjóðsins, svo sem um helstu áherslur, verkefni og starfshætti hans, og leggur fyrir ráðherra til staðfestingar.
    Stjórnin staðfestir skýrslur og áætlanir skv. 15. gr. og hefur eftirlit með því að þær séu gerðar og leggur þær fyrir ráðherra fyrir 1. júní ár hvert. Þá staðfestir stjórnin einnig samninga skv. 3. mgr. 8. gr., að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar.
    Stjórnin skal eftir því sem við á leggja fram tillögu til umhverfisráðherra um breytingar á fjárhæð úrvinnslugjalds, nýjar gjaldskyldar vörur og fjárhæð úrvinnslugjalds á þær. Telji stjórnin þörf á að leggja skilagjald á vöru til að ná fram auknum skilum hennar skal hún jafnframt leggja fram tillögu um það til ráðherra og fjárhæð þess. Við gerð tillögu að nýjum gjaldskyldum vörum og undanþágu frá gjaldskyldu skal stjórnin taka mið af skuldbindingum og stefnumörkun stjórnvalda í úrgangsmálum.
    Stjórn Úrvinnslusjóðs ræður framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Guðmundur G. Þórarinsson, formaður, samkvæmt tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva: Guðfinnur G. Johnsen, samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins: Bryndís Skúladóttir, varaformaður, samkvæmt tilnefningu Samtaka verslunar og þjónustu: Lárus M.K. Ólafsson, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Ögmundur Einarsson, samkvæmt tilnefningu Félags atvinnurekenda: Halldór Haraldsson.

Hreindýraráð
    Skipað 21. nóvember 2011 til fjögurra ára. Endurskipun.
Fjöldi nefndarmanna: 4, launað af Umhverfisstofnun
Starfsmenn: 0
    Hreindýraráð starfar skv. 14. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 100/2000 og nr. 164/2002.
    Hlutverk ráðsins er að vera Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra til ráðgjafar um vernd, veiðar og nýtingu hreindýrastofnsins. Fulltrúum Náttúrustofu Austurlands og Náttúrufræðistofnunar Íslands er heimilt að sitja fundi hreindýraráðs og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Ráðið skal ár hvert gera tillögu til Umhverfisstofnunar um skilgreiningu ágangssvæða hreindýra, árlegan veiðikvóta og skiptingu hans milli veiðisvæða.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Án tilnefningar: Hákon Hansson, formaður, samkvæmt tilnefningu sveitarfélaga á veiðisvæðum hreindýra: Þórunn Egilsdóttir, samkvæmt tilnefningu Búnaðarsambands Austur- Skaftafellssýslu: Fjölnir Torfason, samkvæmt tilnefningu Búnaðarsambands Austurlands: Hafliði Sævarsson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
    Skipuð 5. janúar 2012. Formaður til fimm ára aðrir nefndarmenn til fjögurra ára.
Fjöldi nefndarmanna: 7, launuð
Starfsmenn: 0
    Nefndin er skipuð skv. 2. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hlutverk nefndarinnar er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði.
Nefndarmenn og tilnefningaraðilar:
    Hjalti Steinþórsson, formaður og forstöðumaður, Ómar Stefánsson, varamaður formanns, samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands: Ásgeir Magnússon, Aðalheiður Jóhannsdóttir til vara, Þorsteinn Þorsteinsson, Sigurður Erlingsson til vara, Hildigunnur Haraldsdóttir, Hörður Harðarson til vara, Geir Oddsson, Helga Jóhanna Bjarnadóttir til vara, Kristín Svavarsdóttir, Jón Ólafsson til vara, Þóra Árnadóttir, Freysteinn Sigmundsson til vara.

Kostnaður vegna launaðra nefnda.

2009 2010 2011 2012
Nefnd um umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins 120.000 120.000 120.000
Nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga 2.611.000 4.765.500 1)
Starfshópur til að kanna rekstrargrundvöll félagasamtaka
Hættumatsnefnd Reykjavíkur 58.790 2)
Hættumatsnefnd Mosfellsbæjar 41.250 424.135 3)
Nefnd um fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins 160.000
Skólaráð Brunamálaskólans 451.768
Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála 2.762.100 2.461.031 2.632.226
Prófanefnd mannvirkjahönnuða 2.109.240 2.109.240 175.770
Tilraunadýranefnd 334.800 837.000 263.250
Úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnamála 8.009.543 7.071.492 13.425.596
Stýrinefnd raf- og raftækjaúrgangs
Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur 258.796 882.866
Hreindýraráð
Stjórn Úrvinnslusjóðs 4.804.920 4.804.920 5.455.330 934.290
Sérfræðinefnd um framandi lífverur
Fagráð um málefni Brunamálaskólans
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs 1.749.648 587.574 3.266.996 160.000
1) Aagot Vigdís Óskarsdóttir
2) GT Ráðgjöf ehf.
3) GT Ráðgjöf ehf.