Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 676. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1085  —  676. mál.
Fyrirspurntil mennta- og menningarmálaráðherra um verkefni Fornleifaverndar ríkisins.

Frá Magnúsi M. Norðdahl.


     1.      Hvaða verkefni hefur Fornleifavernd ríkisins unnið fyrir einkaaðila (bændur, landeigendur, rekstraraðila o.s.frv.) og opinberar stofnanir (Vegagerðina, Landsvirkjun, sveitarfélög o.s.frv.) árin 2010 og 2011?
     2.      Hverjir eru verkbeiðendur/kaupendur?
     3.      Hver hefur verið tilgangur og umfang umræddra verkefna?
     4.      Hefur skýrslum verið skilað um verkefnin? Ef svo er ekki, er það fyrirhugað?
     5.      Hver hefur gjaldtaka vegna þessara verkefna verið?


Skriflegt svar óskast.