Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 699. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 19/140.

Þingskjal 1297  —  699. mál.


Þingsályktun

um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.


    Alþingi ályktar, með vísan til 2. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, að styðja fyrirhugaða breytingu á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem felur í sér að í stað iðnaðarráðuneytis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, umhverfisráðuneytis, efnahags- og viðskiptaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2012.