Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 351. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 21/140.

Þingskjal 1303  —  351. mál.


Þingsályktun

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2011 um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 83/2011, frá 1. júlí 2011, um breytingu á XVI. viðauka (Opinber innkaup) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn eftirtaldar gerðir:
     1.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1150/2009 frá 10. nóvember 2009 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1564/2005 að því er varðar stöðluð eyðublöð fyrir birtingu auglýsinga við opinber innkaup í samræmi við tilskipanir ráðsins 89/665/EBE og 92/13/EBE.
     2.      Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1177/2009 frá 30. nóvember 2009 um breytingu á tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2004/17/EB, 2004/18/EB og 2009/ 81/EB að því er varðar beitingu viðmiðunarfjárhæða við útboð og gerð samninga.
     3.      Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/66/EB frá 11. desember 2007 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/665/EBE og 92/13/EBE að því er varðar aukna skilvirkni í meðferð kærumála vegna gerðar opinberra samninga.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 2012.