Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 612. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1362  —  612. mál.

Síðari umræða.


Nefndarálitum tillögu til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2012 um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergþór Magnússon og Guðbjörgu Evu H. Baldursdóttur frá utanríkisráðuneyti og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Málið var sent til efnahags- og viðskiptanefndar og henni gefinn kostur á að gefa álit sitt á tillögunni. Ekki bárust athugasemdir um málið.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 32/2012, frá 10. febrúar 2012, um breytingu á XXII. viðauka (Félagaréttur) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2011/30/ESB frá 19. janúar 2011 um jafngildi opinberra eftirlits-, gæðatryggingar-, rannsóknar- og viðurlagakerfa fyrir endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki í tilteknum þriðju löndum og umbreytingartímabil vegna endurskoðunarstarfsemi endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja í Evrópusambandinu sem eru frá tilteknum þriðju löndum. Sex mánaða frestur, samkvæmt EES-samningnum, til að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara var veittur til 10. ágúst 2012. Framsetning tillögunnar telst að mati nefndarinnar í samræmi við 4. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála frá 1. október 2010.
    Markmið ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar er að skapa gagnkvæmt traust milli lögbærra yfirvalda í aðildarríkjunum og tiltekinna þriðju ríkja hvað varðar opinbert eftirlit, gæðaeftirlit og rannsóknir, en jafnframt að tryggja að réttinda hlutaðeigandi aðila sé gætt.
    Innleiðing ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar kallar á lagabreytingar hér á landi og mun fyrirhugað frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra um breytingu á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008 fjalla um það efni. Eftir framlagningu kemur frumvarpið að líkindum til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd.
    Hvorki er gert ráð fyrir að væntanlegar lagabreytingar muni hafa verulegan kostnað í för með sér né stjórnsýslulegar afleiðingar hér á landi. Þá er ekki fyrirséð að breytingarnar hafi efnahagslegar afleiðingar fyrir einkaaðila hér á landi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Alþingi, 8. maí 2012.Árni Þór Sigurðsson,


form.


Árni Páll Árnason,


frsm.


Bjarni Benediktsson.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


Gunnar Bragi Sveinsson.


Helgi Hjörvar.Mörður Árnason.


Ragnheiður E. Árnadóttir.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.