Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 683. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1472  —  683. mál.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998,
með síðari breytingum (aðstoðarmenn dómara).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Svanhildi Bogadóttur frá innanríkisráðuneyti. Nefndinni bárust umsagnir um málið frá dómstólaráði og Félagi löglærðra aðstoðarmanna dómara.
    Í 17. gr. laga um dómstóla er kveðið á um að til aðstoðar héraðsdómurum megi ráða lögfræðinga sem starfi þó ekki lengur en í fimm ár við sama dómstól. Í frumvarpi þessu er lagt til að ákvæði þetta verði gert fyllra og störf aðstoðarmanna afmörkuð með því að kveða á um að dómstjóri geti falið aðstoðarmönnum önnur dómstörf en þau að fara með og leysa efnislega úr einkamálum þar sem vörnum er haldið uppi og sakamálum frá því að þau koma til aðalmeðferðar. Þá er veitt heimild til að endurnýja einu sinni ráðningu aðstoðarmanns dómara.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Skúli Helgason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. maí 2012.



Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Þráinn Bertelsson.


Jónína Rós Guðmundsdóttir.



Árni Þór Sigurðsson.


Þorgerður K. Gunnarsdóttir.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.



Siv Friðleifsdóttir.


Birgitta Jónsdóttir.