Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 837. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1586  —  837. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa, nr. 99/2004, með síðari breytingum (eftirlitsgjald).

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


1. gr.

    Í stað ártalsins „2011“ tvívegis í ákvæði til bráðabirgða III í lögunum kemur: 2012.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar 23. maí sl. samþykkti nefndin að ósk efnahags- og viðskiptaráðuneytisins að flytja frumvarp sem varðar frestun á innheimtu eftirlitsgjalds skv. 2. mgr. 19. gr. laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
    Frumvarp af sama toga var flutt af hálfu ráðuneytisins á síðasta löggjafarþingi og varð það að lögum18. maí 2011, sbr. lög nr. 52/2011. Þar sem ljóst þykir að frumvarp til nýrra heildarlaga (þskj. 1134, 701. mál) verður ekki að lögum á yfirstandandi þingi leggur ráðuneytið áherslu á að gjaldtöku vegna ársins 2012 verði frestað.
    Um ástæður þessarar breytingar vísast að öðru leyti til athugasemda með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 52/2011.