Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 376. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1591  —  376. mál.

3. umræða.


Frávísunartillagaí málinu: Frumvarp til laga um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja
úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


    Þar sem fram hefur komið að:
     a.      mörg álitaefni og gallar eru á málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar við þinglega meðferð málsins auk þingsályktunartillögu um staðfestingu samningsins, og
     b.      efnahagsvandi ríkja Suður-Evrópu, einkum Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar hefur dýpkað á undanförnum mánuðum,
er lagt til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og henni falið að beina því til Evrópusambandsins að féð verði nýtt til aðstoðar almenningi í Grikklandi og víðar í Suður- Evrópu.