Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 15. máls.
140. löggjafarþing 201–2012.
Nr. 49/140.

Þingskjal 1648  —  15. mál.


Þingsályktun

um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að skipa nefnd níu fulltrúa sem fjalli um grundvallarskilgreiningar á löggæslu og geri löggæsluáætlun fyrir Ísland. Þeir þingflokkar sem eiga sæti á Alþingi tilnefni hver sinn fulltrúa, Landssamband lögreglumanna tilnefni einn fulltrúa, ríkislögreglustjóri tilnefni einn fulltrúa og innanríkisráðherra tilnefni tvo fulltrúa og verði annar þeirra formaður nefndarinnar.
    Nefndin hafi eftirfarandi hlutverk:
     1.      Að skilgreina öryggisstig á Íslandi.
     2.      Að skilgreina þjónustustig lögreglu.
     3.      Að skilgreina mannaflaþörf lögreglu.
     4.      Að skilgreina þörf lögreglunnar fyrir fjármagn.
    Stjórnvöld skulu leitast við að veita nefndinni alla nauðsynlega aðstoð sem hún óskar eftir við störf sín, svo sem með því að veita upplýsingar og aðgang að gögnum og skýrslum stjórnvalda um málefni sem falla undir störf nefndarinnar. Jafnframt skal nefndin geta ráðfært sig við þá sérfræðinga sem hún telur þörf á.
    Ráðherra leggi tillögu til þingsályktunar um löggæsluáætlun fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 2013.

Samþykkt á Alþingi 19. júní 2012.