Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 144. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 144  —  144. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um Náttúruminjasafn Íslands.

Frá Siv Friðleifsdóttur.


     1.      Hver er niðurstaða starfshóps sem skoðaði hvort Perlan gæti hentað undir starfsemi Náttúruminjasafns Íslands?
     2.      Eru aðrir staðir til skoðunar og ef svo er, hverjir og hvenær gæti safnið tekið til starfa í nýju húsnæði?
     3.      Hvar eru gripir Náttúrminjasafns Íslands nú geymdir?
     4.      Hvenær er von á frumvörpum til laga um breytingar á lögum um Náttúruminjasafn Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands til að greiða fyrir því að safnið eignist fleiri mikilvæga sýningargripi?
     5.      Telur ráðherra unnt að færa slíka gripi til Náttúruminjasafns Íslands án lagabreytinga, svo sem með samningum?
     6.      Hvenær stendur til að auglýsa starf forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands?