Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 44. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Nr. 1/141.

Þingskjal 241  —  44. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun.


    Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra að setja á fót starfshóp sem athugi þróun og regluverk í póstverslun hér og erlendis og geri tillögur um lagabreytingar og aðrar ráðstafanir til að skapa póstverslun viðeigandi samkeppnisstöðu til hagsbóta fyrir neytendur og atvinnufyrirtæki. Í starfshópnum verði meðal annars starfsmenn úr fjármála- og efnahagsráðuneyti, innanríkisráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, og fulltrúar sem samtök kaupmanna, flutningsfyrirtækja og neytenda skipi. Starfshópurinn ljúki skýrslu um störf sín og tillögum um úrbætur fyrir 1. september 2013.

Samþykkt á Alþingi 11. október 2012.