Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 296. máls.

Þingskjal 329  —  296. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um fullgildingu viðbótarbókunar við samning á sviði refsiréttar um spillingu.

(Lögð fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd viðbótarbókun við samning á sviði refsiréttar um spillingu sem gerð var í Strassborg 15. maí 2003.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins frá 27. janúar 1999 á sviði refsiréttar um spillingu sem gerð var í Strassborg 15. maí 2003. Viðbótarbókunin er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Ráðherranefnd Evrópuráðsins samþykkti aðgerðaáætlun gegn spillingu í nóvember 1996 í kjölfar tilmæla 19. ráðstefnu evrópskra dómsmálaráðherra sem haldin var í Valletta 1994. Meðal helstu liða áætlunarinnar var að leggja drög að einum eða fleiri alþjóðasamningum gegn spillingu og koma á laggirnar kerfi til að berjast gegn spillingu. Í kjölfarið hófst vinna við gerð samnings Evrópuráðsins á sviði refsiréttar gegn spillingu (spillingarsamningsins). Samningurinn var lagður fram til undirritunar í Strassborg 27. janúar 1999 og undirritaði Ísland hann sama dag. Hinn 11. febrúar 2004 var hann fullgiltur af hálfu Íslands og 1. júní sama ár öðlaðist hann gildi að því er Ísland varðar.
    Með spillingarsamningnum var stefnt að því að samræma ýmsar efnis- og formreglur aðildarríkjanna er tengjast tilteknum tegundum spillingarbrota og bæta alþjóðlegt samstarf í því skyni að gera saksókn vegna þessara brota mögulega og auðvelda hana. Þrátt fyrir að í samningnum sé ekki að finna almenna skilgreiningu á hugtakinu spilling var við gerð hans gengið út frá því að í spillingu fælust mútur eða önnur háttsemi sem bryti gegn skyldum manna sem falin hefur verið ábyrgð af opinberum eða viðskiptalegum toga, hvort sem um væri að ræða opinbera starfsmenn, embættismenn, launþega eða sjálfstæða umboðsmenn, og hefði þann tilgang að ná fram ávinningi af einhverju tagi fyrir þá sjálfa eða aðra sem þeir eiga ekki tilkall til.
    Ríkjahópur gegn spillingu (GRECO) hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd aðildarríkja á spillingarsamningnum og viðbótarbókuninni við samninginn en markmið hópsins er að gera aðildarríkin betur í stakk búinn til að berjast gegn spillingu. Þau voru stofnuð af Evrópuráðinu árið 1999 meðal annars í þeim tilgangi að fylgjast með því hvort framkvæmd aðildarríkja ráðsins að því er varðar varnir gegn spillingu væru í samræmi við áherslur þess. Árið 2008 fór fram þriðja úttekt GRECO hér á Íslandi og á fundi sínum 4. apríl samþykktu samtökin tvær skýrslur um Ísland. Önnur þeirra fjallar um innleiðingu á mútuákvæðum spillingarsamningsins en hin um gagnsæi fjármögnunar stjórnmálastarfsemi hér á landi. Í niðurstöðum fyrrnefndu skýrslunnar er því meðal annars beint til Íslands að fullgilda viðbótarbókunina við spillingarsamninginn.
    Með spillingarsamningnum náðust flest þau markmið sem sett höfðu verið í aðgerðaáætluninni gegn spillingu. Þrátt fyrir það töldu aðildarríki Evrópuráðsins að æskilegt væri að aukið væri við samninginn þannig að gildissvið hans væri rýmkað og hann tæki til fleiri brota. Í því skyni voru drög að viðbótarbókun við samninginn gerð árið 2001 og samþykkt af ráðherranefnd Evrópuráðsins í janúar 2003. Viðbótarbókunin var lögð fram til undirritunar í Strassborg 15. maí 2003 og undirrituð af hálfu Íslands sama dag. Bókunin felur í sér að spilling á sviði gerðar- og kviðdóma verði gerð refsiverð og rýmkar hún gildissvið samningsins að því er slík brot varðar. Hún gerir aðildarríkjum Evrópuráðsins einnig kleift að framkvæma áðurnefnda aðgerðaáætlun frá 1996 með víðfeðmari hætti, sbr. aðfararorð viðbótarbókunarinnar.
    Viðbótarbókunin skiptist í þrjá kafla sem samtals telja 14 greinar. Í I. kafla er gerð grein fyrir hugtakanotkun, í II. kafla eru hin eiginlegu efnisákvæði, þ.e. 2.–6. gr., þar sem kveðið er á um ráðstafanir sem grípa skal til innanlands, og í III. kafla eru ákvæði um eftirlit með framkvæmd viðbótarbókunarinnar auk lokaákvæða. Hvað efnisákvæðin varðar er í 2. gr. sú skylda lögð á aðila að gera mútuboð til innlendra gerðarmanna að refsiverðu athæfi. Í 3. gr. er sambærileg skylda lögð á aðila að því er varðar mútuþágu innlendra gerðarmanna. Með 4. gr. er aðilum gert að gera mútuboð til og mútuþágu erlendra gerðarmanna refsiverða. Í 5. gr. er sama skylda lögð á aðila þegar um mútuboð til og mútuþágu innlendra kviðdómara er að ræða og í 6. gr. þegar um erlenda kviðdómara er að ræða. Samkvæmt 2.–6. gr. skal í öllum tilvikum vera um ásetningsbrot að ræða svo brot teljist refsivert. Í 7. gr. er tilgreint að GRECO skuli fylgjast með framkvæmd aðila á viðbótarbókuninni.
    Til að uppfylla þær skuldbindingar sem viðbótarbókunin felur í sér þarf að gera breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Samhliða framlagningu þessarar tillögu til þingsályktunar leggur innanríkisráðherra því fram frumvarp til breytinga á almenningum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (mútubrot), þingskjal 130. Lagabreytingarnar sem þar eru lagðar til eru nauðsynlegar til að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem viðbótarbókunin felur í sér.


Fylgiskjal.


VIÐBÓTARBÓKUN
VIÐ SAMNING
Á SVIÐI REFSIRÉTTAR
UM SPILLINGU


Aðildarríki Evrópuráðsins og önnur ríki sem undirrita viðbótarbókun þessa,

sem hafa í huga að æskilegt er að auka við samninginn á sviði refsiréttar um spillingu (SES nr. 173, hér á eftir nefndur „samningurinn“) í því skyni að koma í veg fyrir og berjast gegn spillingu,

sem hafa einnig í huga að bókun þessi gerir kleift að framkvæma aðgerðaráætlun gegn spillingu frá 1996 með víðfeðmari hætti,

hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

I. kafli – Hugtakanotkun.
1. gr. – Hugtakanotkun.

Í bókun þessari hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem hér greinir:
     1.      Skilja ber hugtakið „gerðarmaður“ í samræmi við landslög þeirra ríkja sem eiga aðild að bókun þessari, en það skal í öllum tilvikum taka til einstaklings, sem samkvæmt gerðarsamningi, gegnir því hlutverki að kveða upp lagalega bindandi úrskurð í tilefni af réttarágreiningi sem aðilar að þeim samningi leggja fyrir hann.
     2.      Hugtakið „gerðarsamningur“ merkir samning, sem er viðurkenndur samkvæmt landslögum, þar sem samningsaðilar eru ásáttir um að leggja réttarágreining sín á milli til úrskurðar gerðarmanns.
     3.      Skilja ber hugtakið „kviðdómari“ með vísan til landslaga þeirra ríkja sem eiga aðild að bókun þessari, en það skal í öllum tilvikum taka til leikmanns sem kemur fram sem meðlimur í samábyrgum hópi sem skal skera úr um sekt ákærðs einstaklings í réttarhaldi.

     4.      Ríki, sem sækir mál, getur, í tilviki málsmeðferðar þar sem erlendur gerðarmaður eða kviðdómari kemur við sögu, aðeins notað skilgreiningu hugtakanna gerðarmaður eða kviðdómari að því leyti sem hún er samrýmanleg landslögum þess.

II. kafli – Ráðstafanir sem ber að gera innanlands.
2. gr. – Mútuboð til innlendra gerðarmanna.

Hver aðili skal setja lagaákvæði og gera aðrar ráðstafanir sem kunna að vera nauðsynlegar til að það teljist refsiverð háttsemi samkvæmt landslögum, þegar um ásetningsbrot er að ræða, að lofa, bjóða eða veita, með beinum eða óbeinum hætti, gerðarmanni, sem sinnir starfi sínu samkvæmt landslögum viðkomandi aðila um gerðardóma, ávinning sem hann á ekki tilkall til, honum eða einhverjum öðrum til handa, í því skyni að hann geri eitthvað eða láti eitthvað ógert í tengslum við skyldustörf sín.

3. gr. – Mútuþága innlendra gerðarmanna.

Hver aðili skal setja lagaákvæði og gera aðrar ráðstafanir sem kunna að vera nauðsynlegar til að það teljist refsiverð háttsemi samkvæmt landslögum, þegar um ásetningsbrot er að ræða, að gerðarmaður, sem sinnir starfi sínu samkvæmt landslögum viðkomandi aðila um gerðardóma, heimti eða taki við, með beinum eða óbeinum hætti, ávinningi sem hann á ekki tilkall til, honum eða einhverjum öðrum til handa, eða þiggi boð um slíkan ávinning eða loforð um hann, í því skyni að hann geri eitthvað eða láti eitthvað ógert í tengslum við skyldustörf sín.

4. gr. – Mútur til erlendra gerðarmanna.

Hver aðili skal setja lagaákvæði og gera aðrar ráðstafanir sem kunna að vera nauðsynlegar til að háttsemi, sem um getur í 2. og 3. gr., teljist refsiverð samkvæmt landslögum varði hún gerðarmann sem sinnir starfi sínu samkvæmt landslögum annars ríkis um gerðardóma.

5. gr. – Mútur til innlendra kviðdómara.

Hver aðili skal setja lagaákvæði og gera aðrar ráðstafanir sem kunna að vera nauðsynlegar til að háttsemi, sem um getur í 2. og 3. gr., teljist refsiverð samkvæmt landslögum varði hún einstakling sem gegnir hlutverki kviðdómara innan réttarkerfis hans.

6. gr. – Mútur til erlendra kviðdómara.

Hver aðili skal setja lagaákvæði og gera aðrar ráðstafanir sem kunna að vera nauðsynlegar til að háttsemi, sem um getur í 2. og 3. gr., teljist refsiverð samkvæmt landslögum varði hún einstakling sem gegnir hlutverki kviðdómara innan réttarkerfis annars ríkis.

III. kafli – Eftirlit með framkvæmd bókunarinnar og lokaákvæði.
7. gr. – Eftirlit með framkvæmd bókunarinnar.

Ríkjahópur gegn spillingu (GRECO) skal fylgjast með framkvæmd aðila á bókun þessari.


8. gr. – Tengsl við samninginn.

1.     Samningsaðilarnir skulu, í samskiptum sín á milli, líta svo á að ákvæði 2. til 6. gr. bókunar þessarar séu viðbótarákvæði við samninginn.
2.     Ákvæði samningsins gilda að því leyti sem þau eru samrýmanleg við ákvæði bókunar þessarar.


9. gr. – Yfirlýsingar og fyrirvarar.

1.     Hafi aðili gefið út yfirlýsingu skv. 36. gr. samningsins er honum heimilt að gefa út svipaða yfirlýsingu vegna 4. og 6. gr. bókunar þessarar, við undirritun eða þegar hann afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu.

2.     Hafi aðili gert fyrirvara skv. 1. mgr. 37. gr. samningsins, þar sem hann þrengir gildissvið ákvæðis um mútuþágubrot samkvæmt skilgreiningu í 5. gr. samningsins, er honum heimilt að gera svipaðan fyrirvara vegna 4. og 6. gr. bókunar þessarar, við undirritun eða þegar hann afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu. Sérhver annar fyrirvari, sem aðili gerir skv. 37. gr. samningsins, gildir einnig um bókun þessa, nema viðkomandi aðili lýsi öðru yfir við undirritun eða þegar hann afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu.

3.     Óheimilt er að gera aðra fyrirvara.

10. gr. – Undirritun og gildistaka.

1.     Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar fyrir þau ríki sem hafa undirritað samninginn. Þessi ríki geta lýst sig samþykk því að vera bundin af:
     a.      undirritun án fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki eða
     b.      undirritun með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki og eftirfarandi fullgildingu, staðfestingu eða samþykki.
2.     Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skal afhenda aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.
3.     Bókun þessi öðlast gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er fimm ríki hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af henni í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. og aðeins eftir að samningurinn sjálfur hefur öðlast gildi.




4.     Bókunin öðlast gildi gagnvart hverju undirritunarríki, sem síðar lýsir sig samþykkt því að vera bundið af henni, fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er það lýsir sig samþykkt því að vera bundið af bókuninni í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr.

5.     Undirritunarríki er óheimilt að fullgilda, staðfesta eða samþykkja bókun þessa nema það hafi, samtímis eða áður, lýst sig samþykkt því að vera bundið af samningnum.

11. gr. – Aðild að bókuninni.

1.     Hverju ríki eða Evrópubandalaginu er heimilt, eftir að hafa gerst aðili að samningnum, að gerast aðili að bókun þessari eftir að hún hefur öðlast gildi.
2.     Bókun þessi öðlast gildi gagnvart hverju ríki eða Evrópubandalaginu, gerist það aðili að henni, fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er skjal þess um aðild er afhent aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til vörslu.


12. gr. – Yfirráðasvæði þar sem bókunin gildir.

1.     Hverju ríki eða Evrópubandalaginu er heimilt, við undirritun eða þegar það afhendir skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild til vörslu, að tilgreina það eða þau yfirráðasvæði þar sem samningur þessi skal gilda.
2.     Hver aðili getur hvenær sem er síðar útvíkkað, með yfirlýsingu sem er send aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, gildissvið bókunar þessarar til þess að það megi ná til hvers annars yfirráðasvæðis eða -svæða sem eru tilgreind í yfirlýsingunni og hann er ábyrgur gagnvart að því er alþjóðasamskipti þess eða þeirra varðar eða sem hann hefur umboð frá til þess að undirgangast skuldbindingar fyrir þess eða þeirra hönd. Bókunin öðlast gildi, að því er slíkt yfirráðasvæði varðar, fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn tekur við slíkri yfirlýsingu.
3.     Heimilt er að afturkalla hverja þá yfirlýsingu sem er gefin samkvæmt tveimur undanfarandi málsgreinum og varðar hvert það yfirráðasvæði sem þar er tilgreint með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins. Afturköllunin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjórinn tekur við slíkri tilkynningu.


13. gr. – Uppsögn.

1.     Hver aðili getur hvenær sem er sagt upp bókun þessari með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins.
2.     Uppsögnin tekur gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að liðnir eru þrír mánuðir frá þeim degi er aðalframkvæmdastjóranum berst tilkynningin í hendur.

3.     Uppsögn samningsins felur sjálfkrafa í sér uppsögn bókunarinnar.

14. gr. – Tilkynningar.

Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal tilkynna aðildarríkjum Evrópuráðsins og hverju ríki eða Evrópubandalaginu, eftir að það hefur gerst aðili að bókun þessari, um:
     a.      hverja undirritun bókunar þessarar,
     b.      afhendingu hvers skjals um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild,
     c.      hvern gildistökudag bókunar þessarar skv. 10., 11. og 12. gr.,
     d.      hverja yfirlýsingu eða hvern fyrirvara skv. 9. og 12. gr.,
     e.      hvern annan gerning, tilkynningu eða orðsendingu er varðar bókun þessa.

Þessu til staðfestu hafa undirrituð, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað bókun þessa.

Gjört í Strassborg 15. maí 2003 í einu eintaki á ensku og einu eintaki á frönsku, sem verða afhent til vörslu í skjalasafni Evrópuráðsins, og eru báðir textarnir jafngildir. Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins skal senda hverjum þeim aðila sem undirritar bókun þessa og gerist aðili að henni staðfest endurrit.

ADDITIONAL PROTOCOL
TO THE CRIMINAL
LAW CONVENTION
ON CORRUPTION

The member States of the Council of Europe and the other States signatory hereto,

Considering that it is desirable to supplement the Criminal Law Convention on Corruption (ETS No. 173, hereafter “the Convention”) in order to prevent and fight against corruption;

Considering also that the present Protocol will allow the broader implementation of the 1996 Programme of Action against Corruption,

Have agreed as follows:

Chapter I – Use of terms
Article 1 – Use of terms

For the purpose of this Protocol:

    1     The term “ arbitrator” shall be understood by reference to the national law of the States Parties to this Protocol, but shall in any case include a person who by virtue of an arbitration agreement is called upon to render a legally binding decision in a dispute submitted to him/her by the parties to the agreement.
    2     The term “ arbitration agreement” means an agreement recognised by the national law whereby the parties agree to submit a dispute for a decision by an arbitrator.

    3     The term “ juror” shall be understood by reference to the national law of the States Parties to this Protocol but shall in any case include a lay person acting as a member of a collegial body which has the responsibility of deciding on the guilt of an accused person in the framework of a trial.
    4     In the case of proceedings involving a foreign arbitrator or juror, the prosecuting State may apply the definition of arbitrator or juror only in so far as that definition is compatible with its national law.


Chapter II – Measures to be taken at national level
Article 2 – Active bribery of domestic arbitrators

Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally, the promising, offering or giving by any person, directly or indirectly, of any undue advantage to an arbitrator exercising his/her functions under the national law on arbitration of the Party, for himself or herself or for anyone else, for him or for her to act or refrain from acting in the exercise of his or her functions.

Article 3 – Passive bribery of domestic arbitrators

Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law, when committed intentionally, the request or receipt by an arbitrator exercising his/her functions under the national law on arbitration of the Party, directly or indirectly, of any undue advantage for himself or herself or for anyone else, or the acceptance of an offer or promise of such an advantage, to act or refrain from acting in the exercise of his or her functions.


Article 4 – Bribery of foreign arbitrators

Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law the conduct referred to in Articles 2 and 3, when involving an arbitrator exercising his/her functions under the national law on arbitration of any other State.

Article 5 – Bribery of domestic jurors

Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law the conduct referred to in Articles 2 and 3, when involving any person acting as a juror within its judicial system.

Article 6 – Bribery of foreign jurors

Each Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences under its domestic law the conduct referred to in Articles 2 and 3, when involving any person acting as a juror within the judicial system of any other State.

Chapter III – Monitoring of implementation and final provisions
Article 7 – Monitoring of implementation

The Group of States against Corruption (GRECO) shall monitor the implementation of this Protocol by the Parties.

Article 8 – Relationship to the Convention

1     As between the States Parties the provisions of Articles 2 to 6 of this Protocol shall be regarded as additional articles to the Convention.
2     The provisions of the Convention shall apply to the extent that they are compatible with the provisions of this Protocol.

Article 9 – Declarations and reservations

1     If a Party has made a declaration in accordance with Article 36 of the Convention, it may make a similar declaration relating to Articles 4 and 6 of this Protocol at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession.
2     If a Party has made a reservation in accordance with Article 37, paragraph 1, of the Convention restricting the application of the passive bribery offences defined in Article 5 of the Convention, it may make a similar reservation concerning Articles 4 and 6 of this Protocol at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession. Any other reservation made by a Party, in accordance with Article 37 of the Convention shall be applicable also to this Protocol, unless that Party otherwise declares at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession.
3     No other reservation may be made.

Article 10 – Signature and entry into force

1     This Protocol shall be open for signature by States which have signed the Convention. These States may express their consent to be bound by:
    a     signature without reservation as to ratification, acceptance or approval; or
    b     signature subject to ratification, acceptance or approval, followed by ratification, acceptance or approval.
2     Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary General of the Council of Europe.
3     This Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiry of a period of three months after the date on which five States have expressed their consent to be bound by the Protocol in accordance with the provisions of paragraphs 1 and 2, and only after the Convention itself has entered into force.
4     In respect of any signatory State which subsequently expresses its consent to be bound by it, the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiry of a period of three months after the date of the expression of its consent to be bound by the Protocol in accordance with the provisions of paragraphs 1 and 2.
5     A signatory State may not ratify, accept or approve this Protocol without having, simultaneously or previously, expressed its consent to be bound by the Convention.

Article 11 – Accession to the Protocol

1     Any State or the European Community having acceded to the Convention may accede to this Protocol after it has entered into force.
2     In respect of any State or the European Community acceding to the Protocol, it shall enter into force on the first day of the month following the expiry of a period of three months after the date of the deposit of an instrument of accession with the Secretary General of the Council of Europe.

Article 12 – Territorial application

1     Any State or the European Community may, at the time of signature or when depositing its instrument of ratification, acceptance, approval or accession, specify the territory or territories to which this Protocol shall apply.
2     Any Party may, at any later date, by declaration addressed to the Secretary General of the Council of Europe, extend the application of this Protocol to any other territory or territories specified in the declaration and for whose international relations it is responsible or on whose behalf it is authorised to give undertakings. In respect of such territory the Protocol shall enter into force on the first day of the month following the expiry of a period of three months after the date of receipt of such declaration by the Secretary General.

3     Any declaration made in pursuance of the two preceding paragraphs may, in respect of any territory mentioned in such declaration, be withdrawn by means of a notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe. Such withdrawal shall become effective on the first day of the month following the expiry of a period of three months after the date of receipt of the notification by the Secretary General.

Article 13 – Denunciation

1     Any Party may, at any time, denounce this Protocol by means of a notification addressed to the Secretary General of the Council of Europe.
2     Such denunciation shall become effective on the first day of the month following the expiry of a period of three months after the date of receipt of the notification by the Secretary General.
3     Denunciation of the Convention automatically entails denunciation of this Protocol.

Article 14 – Notification

The Secretary General of the Council of Europe shall notify the member States of the Council of Europe and any State, or the European Community, having acceded to this Protocol of:
    a     any signature of this Protocol;
    b     the deposit of any instrument of ratification, acceptance, approval or accession;
    c     any date of entry into force of this Protocol in accordance with Articles 10, 11 and 12;
    d     any declaration or reservation made under Articles 9 and 12;
    e     any other act, notification or communication relating to this Protocol.

In witness whereof the undersigned, being duly authorised thereto, have signed this Protocol.

Done at Strasbourg, this 15th day of May 2003, in English and in French, both texts being equally authentic, in a single copy which shall be deposited in the archives of the Council of Europe. The Secretary General of the Council of Europe shall transmit certified copies to each of the signatory and acceding Parties.