Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 222. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 355  —  222. mál.




Svar



atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu.


     1.      Hvar eru aðalstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu og hve margir starfa þar og í hve mörgum stöðugildum?
    Aðalstöðvar Hafrannsóknastofnunarinnar eru að Skúlagötu 4, Reykjavík. Í aðalstöðvunum starfa 94 starfsmenn í 90 stöðugildum.
    Aðalstöðvar Fiskistofu eru að Dalshrauni 1B, Hafnarfirði. Í aðalstöðvunum starfa 61 starfsmenn í 59,8 stöðugildum.

     2.      Hvað hafa þessar stofnanir mörg útibú? Hvar eru þau staðsett á landinu? Hve margir starfa þar og í hve mörgum stöðugildum?
    Hafrannsóknastofnunin hefur eftirfarandi sex útibú (starfsstöðvar):
Starfsmenn Stöðugildi
Útibú Ólafsvík 2 2
Útibú Ísafirði 7 7
Útibú Akureyri 3 3
Útibú Höfn, Hornafirði 1 1
Útibú Vestmannaeyjum 2 2
Tilraunaeldisstöð Stað, Grindavík 5 5
20 20

    Fiskistofa hefur eftirfarandi fimm útibú (starfsstöðvar):
Starfsmenn Stöðugildi
Útibú Vestmannaeyjum 3 3
Útibú Ísafirði 2 2
Útibú Akureyri 5 4,5
Útibú Höfn, Hornafirði 3 3
Útibú Stykkishólmi 3 3
16 15,5

     3.      Hyggst ráðherra leggja til að aðalstöðvar þessara stofnana verði færðar eða að verkefni verði færð frá aðalstöðvum til útibúa, sem væru nær þungamiðju sjávarútvegsins, á næstu mánuðum eða missirum?
    Ekki eru uppi áform um flutning aðalstöðva Hafrannsóknastofnunarinnar eða Fiskistofu, en mönnun og verkaskipting milli höfuðstöðva og starfsstöðva/útibúa er breytingum háð eftir aðstæðum. Bæði ráðuneytið og viðkomandi stofnanir eru vel meðvituð um gildi þess að efla starfsstöðvar og dreifa störfum sem mest um landið. Með sameinuðu ráðuneyti gefast aukin tækifæri á þessu sviði þar sem fleiri stofnanir með starfsemi á landsbyggðinni heyra undir hið nýja ráðuneyti.