Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 317. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 361  —  317. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um rannsókn og saksókn kynferðisbrota.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.


     1.      Hvað tekur langan tíma hjá lögreglu, greint eftir umdæmum, að hefja rannsókn þegar kæra kemur fram um kynferðisbrot, t.d. frá barnaverndarnefnd?
     2.      Hvað tekur langan tíma fyrir lögreglu að óska eftir skýrslutöku af brotaþolanum fyrir dómi, greint eftir umdæmum?
     3.      Hvað líður langur tími þar til dómurinn tekur skýrslu af brotaþolanum, greint eftir umdæmum?
     4.      Hvað tekur langan tíma þar til yfirheyrsla dómsins yfir brotaþola berst lögreglu þannig að hægt sé að vinna með hana, greint eftir umdæmum?
     5.      Hvað tekur rannsókn kynferðisbrota að jafnaði langan tíma hjá lögreglu, þ.e. frá því að kæra berst og þar til ákærusvið viðkomandi lögreglustjóraembættis fær málið til afgreiðslu? Óskað er eftir upplýsingum um árin 2009, 2010 og 2011, greint eftir umdæmum.
     6.      Hvað er ákærusvið viðkomandi embættis lengi að afgreiða málin, annaðhvort með því að hætta rannsókn eða senda málið áfram til ríkissaksóknara, miðað við framangreind ár, greint eftir umdæmum?
     7.      Í hve mörgum tilvikum á framangreindum árum hefur ríkissaksóknari snúið við ákvörðun lögregluembættis um að hætta rannsókn kynferðisbrota, greint eftir umdæmum?
     8.      Hve mörg mál hefur ríkissaksóknari endursent lögregluembættum á framangreindum árum til frekari rannsóknar? Hve lengi hefur sú viðbótarrannsókn staðið og hver hefur niðurstaða ríkissaksóknara verið í málunum, greint eftir umdæmum?
     9.      Í hve mörgum málum hefur ríkissaksóknari ákært á árunum 2009, 2010 og 2011, flokkað eftir umdæmum?
     10.      Hver er niðurstaða mála fyrir dómstólum á fyrrgreindum árum, flokkað eftir umdæmum?


Skriflegt svar óskast.