Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 209. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 417  —  209. mál.




Svar



fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um kostnað við málarekstur ríkisins vegna kröfu um ógildingu ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er áætlaður kostnaður ríkissjóðs við málarekstur ríkisins fyrir EFTA-dómstólnum gegn Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, vegna kröfu ríkisins um ógildingu á hluta ákvörðunar ESA um ríkisaðstoð er varðar sölu ríkisins á fasteignum á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til fyrirtækisins Verne ehf. árið 2008?

    Í september 2012 höfðaði íslenska ríkið mál fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg (mál E-9/12) til ógildingar á hluta ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) nr. 261/12/COL frá 4. júlí 2012. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna málarekstursins geti numið allt að 15 millj. kr.
    Ráðuneytið telur þó líklegt að endanlegur kostnaður verði töluvert lægri en matið gerir ráð fyrir, en hann veltur m.a. á málsvörn ESA og þeim kostnaði sem kann að falla til vegna andsvara sem lögð verða fram vegna hennar. ESA hefur frest til 19. nóvember nk. til að skila vörnum í málinu og getur einnig lagt fram gagnsvör að fengnum andsvörum ríkisins.
    Um málshöfðunina er nánar fjallað í frétt á vef ráðuneytisins 17. september 2012.