Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 373. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 434  —  373. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um réttarstöðu starfsmanna sendiráða.

Frá Merði Árnasyni.


     1.      Undanþiggur 3. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga um tryggingagjald, nr. 113/1990, erlend sendiráð á Íslandi frá greiðslu tryggingagjalds vegna innlendra starfsmanna sem starfa á þeirra vegum?
     2.      Er ríkinu heimilt að taka við greiðslu tryggingagjalds úr hendi íslenskra starfsmanna erlendra sendiráða á Íslandi og er slíkt fyrirkomulag í samræmi við 3. mgr. 33. gr. Vínarsamningsins um stjórnmálasamband, sbr. lög nr. 16/1971?
     3.      Má líta á slíkt fyrirkomulag sem ígildi skattlagningar þar sem íslenskir starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi eiga ekki annars kost en að standa skil á tryggingagjaldi vilji þeir halda rétti sínum hér á landi til sjúkratrygginga, atvinnuleysisbóta, fæðingarorlofs o.s.frv.?
     4.      Á hvaða lagagrundvelli er ríkinu heimilt að taka við greiðslu tryggingagjalds úr hendi íslenskra starfsmanna erlendra sendiráða á Íslandi?
     5.      Kemur til greina að ríkið standi skil á greiðslu tryggingagjalds fyrir íslenska starfsmenn erlendra sendiráða á Íslandi eða mun ráðuneytið beita sér fyrir lagabreytingu sem gerir hlutaðeigandi sendiráðum skylt að greiða gjaldið?


Skriflegt svar óskast.