Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 382. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 451  —  382. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um kennitöluútgáfu Þjóðskrár Íslands.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Hver er biðtími hjá Þjóðskrá Íslands frá því að útlendingur leggur fram beiðni um kennitölu og þar til hún er afgreidd? Hver var biðtíminn fyrir einu ári og hver hefur þróun biðtíma verið síðustu fimm ár?
     2.      Hver er árlegur fjöldi útgefinna kennitalna til útlendinga hjá Þjóðskrá Íslands árin 2003–2012?
     3.      Á grundvelli hvaða heimilda er útlendingi veitt kennitala, hvaða gögn þarf útlendingur að leggja fram til þess að fá kennitölu og hvaða heimildir hefur Þjóðskrá Íslands til að óska eftir gögnum frá viðkomandi?
     4.      Hver er kostnaður við útgáfu kennitölu? Eru heimildir til að innheimta raunkostnað við útgáfuna?


Skriflegt svar óskast.