Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 422. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 529  —  422. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um opinber innkaup og Ríkiskaup.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Hvaða úrræðum getur Ríkiskaup beitt gegn þeim ríkisstofnunum sem virða ekki rammasamninga?
     2.      Hafa ríkisstofnanir sagt sig frá rammasamningum Ríkiskaupa? Ef svo er, hversu margar og á hvaða forsendum?
     3.      Hafa ríkisstofnanir, fyrir utan Ríkiskaup, tekið að sér útboð fyrir einstakar stofnanir?
     4.      Er heimilt samkvæmt lögum um opinber innkaup að stofna sérstök innkaupasambönd innan ráðuneyta?
     5.      Er verið að færa útboðsmál úr höndum Ríkiskaupa yfir til stofnana?
     6.      Hver er stefna ráðherra í þessum málum?


Skriflegt svar óskast.