Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 314. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 555  —  314. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur um hjúkrunarrými.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er áætluð þörf fyrir hjúkrunarrými á landinu öllu? Svar óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum miðað við biðlista annars vegar og hins vegar áætlaða þörf miðað við íbúafjölda og aldurssamsetningu.
     2.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um uppbyggingu hjúkrunarrýma á landinu, sundurliðað eftir sveitarfélögum?
     3.      Hver er fjöldi hjúkrunarrýma á landinu, sundurliðað eftir sveitarfélögum?


    Svar við 1. og 3. tölul. fyrirspurnarinnar:
    Reiknuð vistunarþörf er skilgreind sem fjöldi íbúa á hjúkrunarheimili að viðbættum fjölda einstaklinga á biðlista sem bíða eftir að fá pláss á hjúkrunarheimili. Biðlisti eftir hjúkrunarrými er frá embætti landlæknis og er án þeirra einstaklinga sem eru með svokallað flutningsmat. Flutningsmat er fyrir íbúa sem búa í hjúkrunarrými eða dvalarrými en vilja flytja á önnur hjúkrunarheimili.
    Miðað við framangreinda skilgreiningu er vistunarþörf fyrir hjúkrunarrými misjöfn eftir landsvæðum. Til að samræmi sé milli svæða, þá er vistunarþörf í meðfylgjandi töflu reiknuð út frá meðal vistunarþörf á öllu landinu. Þar sem vistunarþörf er reiknuð út frá meðaltali, þá myndast mismunur milli reiknaðrar vistunarþarfar og raunverulegs fjölda hjúkrunarrýma og biðlista.
    Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir heildarfjölda landsmanna sundurliðað eftir fjölda 67 ára og eldri, 67–74 ára, 75–79 ára og 80 ára og eldri. Yfirlitið nær yfir allt landið, heilbrigðisumdæmi og sveitarfélög. Þar sem sveitarfélög eru lítil eru nokkur sveitarfélög tekin saman í svokölluðum upptökusvæðum sem tengjast sveitarfélagi með hjúkrunarheimili. Í hverju yfirliti er reiknuð fyrir svæðið vistunarþörf fyrir hjúkrunarrými, raunverulegur biðlisti og fjöldi hjúkrunarrýma fyrir árið 2012. Fjöldi geðrýma á Fellsenda í Dalasýslu hefur verið dreginn frá fjölda hjúkrunarrýma á því svæði en á Fellsenda eru 26 rými.

    Svar við 2. tölul. fyrirspurnarinnar:
    Framkvæmdaáætlun um byggingu nýrra hjúkrunarrýma nær bæði til þess að fjölga hjúkrunarrýmum og til þess að bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin samþykkti 13. október 2009 að heimila félags- og tryggingamálaráðherra, í samstarfi við fjármálaráðherra, að leita eftir samstarfi við níu sveitarfélög um byggingu hjúkrunarheimila samkvæmt svokallaðri leiguleið. Það voru sveitarfélögin Akureyrarkaupstaður, Borgarbyggð, Fljótsdalshérað, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjanesbær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Til viðbótar þessum sveitarfélögum bættust Ísafjarðarbær og Bolungarvík nýlega í þennan hóp. Nú er því gert ráð fyrir að 11 sveitarfélög byggi eða hafi nýlokið við að byggja hjúkrunarheimili samkvæmt leiguleiðinni. Staða framkvæmdanna er mismunandi eftir sveitarfélögum og ýmist er þar verið að fjölga hjúkrunarrýmum, þar sem þess er þörf, eða fækka fjölbýlum og fjölga einbýlum í samræmi við viðmið ráðuneytisins um aðbúnað í hjúkrunarrýmum. Í viðmiðum ráðuneytisins eru gerðar miklar kröfur um gæði aðbúnaðar og ávallt miðað við að um einbýli sé að ræða.
    Til viðbótar framkvæmdum samkvæmt þessari áætlun er einnig verið að byggja ný hjúkrunarheimili/-rými eða nýlokið við byggingu þeirra á Eskifirði og Höfða á Akranesi.
          Akureyrarkaupstaður. Haustið 2012 var vígt nýtt hjúkrunarheimili með 45 hjúkrunarrýmum. Um er að ræða bættan aðbúnað og uppbyggingu einbýla, en rýmum ekki fjölgað.
          Borgarbyggð. Sumarið 2012 var vígt nýtt hjúkrunarheimili með 32 hjúkrunarrýmum. Um er að ræða bættan aðbúnað og uppbyggingu einbýla en rýmum ekki fjölgað.
          Fljótsdalshérað. Búið er að undirrita samning um byggingu 30 hjúkrunarrýma og 10 til viðbótar samkvæmt sérstöku samkomulagi, alls 40 hjúkrunarrými. Þar eru núna 24 hjúkrunarrými þannig að um fjölgun hjúkrunarrýma verður að ræða. Áætlað er að rýmin verði tilbúin um mitt ár 2014.
          Garðabær. Verið er að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili í Sjálandi. Áætlað er að byggingin verði tilbúin vorið 2013 og að þangað flytji íbúar hjúkrunarheimilisins sem nú er staðsett að Vífilsstöðum. Á Vífilsstöðum eru nú 40 rými svo um fjölgun rýma verður að ræða.
          Hafnarfjörður. Framkvæmdir þar eru enn á undirbúningsstigi en áætlað er að hjúkrunarrýmin á Sólvangi verði flutt í þetta nýja húsnæði þegar að því kemur. Á Sólvangi eru 55 hjúkrunarrými en á nýju heimili verða 60 rými þannig að um fjölgun verður að ræða.
          Kópavogur. Áætlað er að byggja 44 ný hjúkrunarrými að Boðaþingi og verður það viðbót við þau hjúkrunarrými sem fyrir eru. Ekki er komin tímasetning á þessa framkvæmd.
          Reykjanesbær. Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis er hafin. Það felur í sér fjölgun um 28 hjúkrunarrými til viðbótar við þau sem fyrir eru. Áætlað er að ný bygging verði tekin í notkun árið 2014.
          Mosfellsbær. Bygging 30 nýrra hjúkrunarrýma er langt komin. Þar er um viðbótarhjúkrunarrými að ræða. Áætlað er að opna nýtt hjúkrunarheimili í byrjun árs 2013.
          Seltjarnarnes. Áætlað er að byggja þar 30 ný hjúkrunarrými og er um viðbótarrými að ræða. Ekki er komin tímasetning á þá framkvæmd.
          Ísafjörður. Búið er að undirrita samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis með 30 hjúkrunarrýmum. Hönnun væntanlegs hjúkrunarheimilis stendur yfir og mun hjúkrunarrýmum fjölga um fimm frá því sem nú er.
          Bolungarvík. Búið er að undirrita samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis þar og framkvæmdir eru hafnar. Um er að ræða bættan aðbúnað og uppbyggingu einbýla en rýmum verður ekki fjölgað.
          Eskifjörður. Verið er að byggja nýtt 20 rýma hjúkrunarheimili og munu þau rými koma í stað þeirra sem fyrir eru. Áætlað er að opna nýja hjúkrunarheimilið árið 2013.
          Höfði. Ný hjúkrunareining með níu rýmum var vígð haustið 2012. Um er að ræða fækkun fjölbýla og bættan aðbúnað.
          Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur á Hellu. Í undirbúningi er að byggja átta rýma heilabilunardeild. Um er að ræða bættan aðbúnað og uppbyggingu einbýla en rýmum verður ekki fjölgað.
          Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um uppbyggingu húsnæðis Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi. Um er að ræða bættan aðbúnað, uppbyggingu einbýla en rýmum verður ekki fjölgað.
    Þessu til viðbótar er áætluð umfangsmikil uppbygging ríflega 200 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við sveitarfélögin, þar sem hvað brýnast er að fjölga rýmum. Ekki er komin tímasetning á þá framkvæmd.
    Því má bæta við að árið 2010 voru tekin í notkun 110 ný viðbótarrými í Mörk við Suðurlandsbraut, 44 viðbótarrými í Boðaþingi í Kópavogi og árið 2011 tíu ný rými að Jaðri í Snæfellsbæ. Samtals er því um að ræða framkvæmdir og fyrirhugaðar framkvæmdir við ríflega 850 rými.
    Í samræmi við þessa áætlun hefur mikil uppbygging átt sér stað og sérstök áhersla lögð á að bæta aðbúnað aldraðra. Í því felst að mikil áhersla hefur verið lögð á að taka úr notkun fjölbýli og byggja upp einbýli sem uppfylla viðmið ráðuneytisins um aðbúnað á hjúkrunarheimilum.


    Mannfjöldi, vistunarþörf, fjöldi hjúkrunarrýma og biðlistar.

                        
Árið 2012
Allt landið
Mannfjöldi samtals 319.575
67 ára og eldri 34.812
67 til 74 ára 15.878
75 til 79 ára 7.599
80 ára og eldri 11.335
Reiknuð vistunarþörf 2.686
Fjöldi hjúkrunarrýma 2.446
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 213
*Fjöldi rýma er án 26 rýma á Fellsenda
Heilbrigðisumdæmi höfuðborgarsvæðisins
Mannfjöldi samtals 202.878
67 ára og eldri 21.427
67 til 74 ára 9.642
75 til 79 ára 4.619
80 ára og eldri 7.166
Reiknuð vistunarþörf 1.597
Fjöldi hjúkrunarrýma 1.413
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 98
Heilbrigðisumdæmi Vesturlands
Mannfjöldi samtals 17.596
67 ára og eldri 2.094
67 til 74 ára 957
75 til 79 ára 493
80 ára og eldri 644
Reiknuð vistunarþörf 172
Fjöldi hjúkrunarrýma 168
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 14
Heilbrigðisumdæmi Vestfjarða
Mannfjöldi samtals 6.159
67 ára og eldri 752
67 til 74 ára 336
75 til 79 ára 180
80 ára og eldri 236
Reiknuð vistunarþörf 70
Fjöldi hjúkrunarrýma 49
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 13
Heilbrigðisumdæmi Norðurlands
Mannfjöldi samtals 35.336
67 ára og eldri 4.509
67 til 74 ára 2.005
75 til 79 ára 977
80 ára og eldri 1.527
Reiknuð vistunarþörf 360
Fjöldi hjúkrunarrýma 360
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 27
Heilbrigðisumdæmi Austurlands
Mannfjöldi samtals 10.294
67 ára og eldri 1.202
67 til 74 ára 573
75 til 79 ára 242
80 ára og eldri 388
Reiknuð vistunarþörf 114
Fjöldi hjúkrunarrýma 98
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 16
Heilbrigðisumdæmi Suðurlands
Mannfjöldi samtals 26.014
67 ára og eldri 3.066
67 til 74 ára 1.455
75 til 79 ára 694
80 ára og eldri 917
Reiknuð vistunarþörf 241
Fjöldi hjúkrunarrýma 244
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 21
Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja
Mannfjöldi samtals 21.298
67 ára og eldri 1.761
67 til 74 ára 910
75 til 79 ára 393
80 ára og eldri 457
Reiknuð vistunarþörf 131
Fjöldi hjúkrunarrýma 114
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 25
Reykjavík
Mannfjöldi samtals 119.140
67 ára og eldri 13.219
67 til 74 ára 5.575
75 til 79 ára 2.794
80 ára og eldri 4.851
Reiknuð vistunarþörf 1.131
Fjöldi hjúkrunarrýma 1.033
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 65
Kópavogur
Mannfjöldi samtals 30.829
67 ára og eldri 3.304
67 til 74 ára 1.552
75 til 79 ára 774
80 ára og eldri 979
Reiknuð vistunarþörf 193
Fjöldi hjúkrunarrýma 128
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 16
Seltjarnarnes
Mannfjöldi samtals 4.362
67 ára og eldri 556
67 til 74 ára 271
75 til 79 ára 130
80 ára og eldri 155
Reiknuð vistunarþörf 44
Fjöldi hjúkrunarrýma 0
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 3
Garðabær
Mannfjöldi samtals 10.957
67 ára og eldri 1.373
67 til 74 ára 707
75 til 79 ára 329
80 ára og eldri 337
Reiknuð vistunarþörf 54
Fjöldi hjúkrunarrýma 39
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 4
Hafnarfjörður
Mannfjöldi samtals 26.212
67 ára og eldri 2.260
67 til 74 ára 1.079
75 til 79 ára 466
80 ára og eldri 715
Reiknuð vistunarþörf 146
Fjöldi hjúkrunarrýma 213
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 7
Sveitarfélagið Álftanes
Mannfjöldi samtals 2.481
67 ára og eldri 127
67 til 74 ára 81
75 til 79 ára 25
80 ára og eldri 21
Reiknuð vistunarþörf 11
Fjöldi hjúkrunarrýma 0
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Mosfellsbær
Mannfjöldi samtals 8.692
67 ára og eldri 569
67 til 74 ára 363
75 til 79 ára 96
80 ára og eldri 110
Reiknuð vistunarþörf 20
Fjöldi hjúkrunarrýma 0
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 4
Akranes og Hvalfjarðarsveit
Mannfjöldi samtals 7.229
67 ára og eldri 787
67 til 74 ára 354
75 til 79 ára 188
80 ára og eldri 245
Reiknuð vistunarþörf 62
Fjöldi hjúkrunarrýma 48
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 5
Borgarbyggð og Skorradalshreppur
Mannfjöldi samtals 3.576
67 ára og eldri 441
67 til 74 ára 199
75 til 79 ára 98
80 ára og eldri 144
Reiknuð vistunarþörf 44
Fjöldi hjúkrunarrýma 32
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 4
Grundarfjarðarbær
Mannfjöldi samtals 909
67 ára og eldri 85
67 til 74 ára 37
75 til 79 ára 24
80 ára og eldri 24
Reiknuð vistunarþörf 7
Fjöldi hjúkrunarrýma 9
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Stykkishólmur og Helgafellssveit
Mannfjöldi samtals 1.166
67 ára og eldri 182
67 til 74 ára 85
75 til 79 ára 45
80 ára og eldri 52
Reiknuð vistunarþörf 13
Fjöldi hjúkrunarrýma 26
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Snæfellsbær og Eyja- og Miklaholtshreppur
Mannfjöldi samtals 1.862
67 ára og eldri 152
67 til 74 ára 77
75 til 79 ára 38
80 ára og eldri 37
Reiknuð vistunarþörf 9
Fjöldi hjúkrunarrýma 10
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Dalabyggð
Mannfjöldi samtals 692
67 ára og eldri 119
67 til 74 ára 57
75 til 79 ára 24
80 ára og eldri 37
Reiknuð vistunarþörf 10
Fjöldi hjúkrunarrýma 10
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Reykhólahreppur
Mannfjöldi samtals 281
67 ára og eldri 43
67 til 74 ára 21
75 til 79 ára 7
80 ára og eldri 15
Reiknuð vistunarþörf 4
Fjöldi hjúkrunarrýma 14
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Strandabyggð, Árnes- og Kaldrananeshreppir
Mannfjöldi samtals 669
67 ára og eldri 99
67 til 74 ára 39
75 til 79 ára 30
80 ára og eldri 30
Reiknuð vistunarþörf 7
Fjöldi hjúkrunarrýma 10
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 2
Húnaþing vestra og Bæjarhreppur í Strandasýslu
Mannfjöldi samtals 1.212
67 ára og eldri 187
67 til 74 ára 87
75 til 79 ára 39
80 ára og eldri 61
Reiknuð vistunarþörf 16
Fjöldi hjúkrunarrýma 18
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Bolungarvík
Mannfjöldi samtals 918
67 ára og eldri 108
67 til 74 ára 52
75 til 79 ára 23
80 ára og eldri 33
Reiknuð vistunarþörf 11
Fjöldi hjúkrunarrýma 13
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 5
Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur
Mannfjöldi samtals 4.032
67 ára og eldri 502
67 til 74 ára 225
75 til 79 ára 119
80 ára og eldri 158
Reiknuð vistunarþörf 48
Fjöldi hjúkrunarrýma 25
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 8
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur
Mannfjöldi samtals 1.209
67 ára og eldri 142
67 til 74 ára 59
75 til 79 ára 38
80 ára og eldri 44
Reiknuð vistunarþörf 12
Fjöldi hjúkrunarrýma 11
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Blönduósbær; Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd
Mannfjöldi samtals 1.939
67 ára og eldri 275
67 til 74 ára 113
75 til 79 ára 63
80 ára og eldri 99
Reiknuð vistunarþörf 25
Fjöldi hjúkrunarrýma 27
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur
Mannfjöldi samtals 4.306
67 ára og eldri 600
67 til 74 ára 270
75 til 79 ára 124
80 ára og eldri 206
Reiknuð vistunarþörf 50
Fjöldi hjúkrunarrýma 41
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 4
Akureyri
Mannfjöldi samtals 17.785
67 ára og eldri 2.030
67 til 74 ára 894
75 til 79 ára 435
80 ára og eldri 701
Reiknuð vistunarþörf 147
Fjöldi hjúkrunarrýma 175
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 14
Akureyri, Hörgárbyggð, Arnarneshreppur, Svalbarðstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppur
Mannfjöldi samtals 22.110
67 ára og eldri 2.506
67 til 74 ára 1.127
75 til 79 ára 537
80 ára og eldri 843
Reiknuð vistunarþörf 187
Fjöldi hjúkrunarrýma 241
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 17
Dalvíkurbyggð
Mannfjöldi samtals 1.948
67 ára og eldri 237
67 til 74 ára 108
75 til 79 ára 51
80 ára og eldri 78
Reiknuð vistunarþörf 19
Fjöldi hjúkrunarrýma 24
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 2
Fjallabyggð
Mannfjöldi samtals 2.064
67 ára og eldri 390
67 til 74 ára 183
75 til 79 ára 78
80 ára og eldri 129
Reiknuð vistunarþörf 33
Fjöldi hjúkrunarrýma 38
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 2
Norðurþing, Skútustaðahreppur, Tjörneshreppur, Þingeyjarsveit, Svalbarðshreppur
Mannfjöldi samtals 4.297
67 ára og eldri 668
67 til 74 ára 276
75 til 79 ára 160
80 ára og eldri 231
Reiknuð vistunarþörf 60
Fjöldi hjúkrunarrýma 40
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 4
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur
Mannfjöldi samtals 620
67 ára og eldri 71
67 til 74 ára 35
75 til 79 ára 15
80 ára og eldri 21
Reiknuð vistunarþörf 5
Fjöldi hjúkrunarrýma 11
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Seyðisfjörður
Mannfjöldi samtals 686
67 ára og eldri 113
67 til 74 ára 63
75 til 79 ára 25
80 ára og eldri 26
Reiknuð vistunarþörf 9
Fjöldi hjúkrunarrýma 18
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Fjarðabyggð og Breiðdalshreppur
Mannfjöldi samtals 4.822
67 ára og eldri 519
67 til 74 ára 251
75 til 79 ára 96
80 ára og eldri 172
Reiknuð vistunarþörf 46
Fjöldi hjúkrunarrýma 46
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 8
Vopnafjarðarhreppur
Mannfjöldi samtals 678
67 ára og eldri 119
67 til 74 ára 43
75 til 79 ára 30
80 ára og eldri 46
Reiknuð vistunarþörf 10
Fjöldi hjúkrunarrýma 11
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Fljótsdalshérað, Fljótdalshreppur, Djúpavogshreppur og Borgarfjarðarhreppur
Mannfjöldi samtals 4.108
67 ára og eldri 451
67 til 74 ára 217
75 til 79 ára 91
80 ára og eldri 144
Reiknuð vistunarþörf 50
Fjöldi hjúkrunarrýma 23
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 8
Sveitarfélagið Hornafjörður
Mannfjöldi samtals 2.123
67 ára og eldri 247
67 til 74 ára 96
75 til 79 ára 59
80 ára og eldri 92
Reiknuð vistunarþörf 19
Fjöldi hjúkrunarrýma 22
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Vestmannaeyjar
Mannfjöldi samtals 4.167
67 ára og eldri 488
67 til 74 ára 256
75 til 79 ára 103
80 ára og eldri 129
Reiknuð vistunarþörf 29
Fjöldi hjúkrunarrýma 36
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 4
Sveitarfélagið Árborg, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Flóahreppur
Mannfjöldi samtals 11.073
67 ára og eldri 1.227
67 til 74 ára 578
75 til 79 ára 282
80 ára og eldri 366
Reiknuð vistunarþörf 101
Fjöldi hjúkrunarrýma 85
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 9
Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur
Mannfjöldi samtals 930
67 ára og eldri 176
67 til 74 ára 76
75 til 79 ára 34
80 ára og eldri 66
Reiknuð vistunarþörf 17
Fjöldi hjúkrunarrýma 27
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 1
Rangárþing eystra
Mannfjöldi samtals 1.753
67 ára og eldri 225
67 til 74 ára 108
75 til 79 ára 46
80 ára og eldri 72
Reiknuð vistunarþörf 18
Fjöldi hjúkrunarrýma 16
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 2
Rangárþing ytra og Ásahreppur
Mannfjöldi samtals 1.729
67 ára og eldri 201
67 til 74 ára 98
75 til 79 ára 18
80 ára og eldri 84
Reiknuð vistunarþörf 18
Fjöldi hjúkrunarrýma 27
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 0
Hveragerði
Mannfjöldi samtals 2.306
67 ára og eldri 336
67 til 74 ára 146
75 til 79 ára 84
80 ára og eldri 106
Reiknuð vistunarþörf 27
Fjöldi hjúkrunarrýma 31
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 3
Sveitarfélagið Ölfus
Mannfjöldi samtals 1.932
67 ára og eldri 167
67 til 74 ára 98
75 til 79 ára 39
80 ára og eldri 29
Reiknuð vistunarþörf 13
Fjöldi hjúkrunarrýma 0
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 2
Reykjanesbær, Sandgerði, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar
Mannfjöldi samtals 18.458
67 ára og eldri 1.541
67 til 74 ára 789
75 til 79 ára 340
80 ára og eldri 412
Reiknuð vistunarþörf 117
Fjöldi hjúkrunarrýma 89
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 23
Grindavíkurbær
Mannfjöldi samtals 2.840
67 ára og eldri 220
67 til 74 ára 121
75 til 79 ára 53
80 ára og eldri 46
Reiknuð vistunarþörf 14
Fjöldi hjúkrunarrýma 25
Biðlisti eftir hjúkrunarrýmum 2