Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 567  —  1. mál.

2. umræða.


Nefndarálitum frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2013.

Frá meiri hluta fjárlaganefndar.


    Nefndin hefur haft frumvarpið til umfjöllunar eftir að málið gekk til fjárlaganefndar 14. september sl. Nefndin hefur haldið 19 fundi og kallað á sinn fund fjölmarga gesti, m.a. fulltrúa allra ráðuneyta, nokkurra stofnana og sveitarfélaga. Tekið hefur verið upp breytt verklag að því leyti að ekki var sérstaklega óskað eftir álitum annarra fastanefnda þingsins.
    Nefndin hefur lokið afgreiðslu því sem næst allra þeirra erinda sem henni bárust. Meiri hlutinn gerir breytingartillögu við tekjuáætlun frumvarpsins sem nemur 9.276,4 m.kr. til hækkunar og einnig er breytingartillaga við sundurliðun 2, þ.e. fjármál ríkisaðila í A-hluta, sem nemur samtals 7.755,3 m.kr. til hækkunar gjalda. Á rekstrargrunni verða því heildartekjur ársins 579.621,8 m.kr. og heildargjöld 580.900,3 m.kr. Nú er því gert ráð fyrir heldur minni halla á A-hluta ríkissjóðs en var í frumvarpinu, eða 1.278,5 m.kr. í samanburði við 2.799,6 m.kr. sem áætlað var í frumvarpinu. Fjárlaganefnd hefur í störfum sínum leitast við að festa í sessi forsendur ríkisfjármálastefnunnar sem fram komu í frumvarpinu en til þess að markmið um hallalausan ríkisrekstur árið 2014 náist má ekki mikið út af bera. Þróun frumjafnaðar án óreglulegra tekna og gjalda er þó jákvæð og ef ekki koma til frekari áföll sem rekja má til afleiðinga bankahrunsins er ekki ástæða til annars en að ríkisfjármálaáætlunin geti gengið eftir.
    Tillögur til hækkunar tekna byggjast alfarið á endurmati fjármálaráðuneytisins á tekjum næsta árs. Arðgreiðslur eru nú áætlaðar 13,5 milljörðum kr. hærri en í frumvarpinu og munar þar langmestu um áætlaðan arð Landsbanka Íslands. Þá er áætlað að skattar á tekjur og hagnað hækki um 4,8 milljarða kr., en á móti vega 4,1 milljarðs kr. lægri vaxtatekjur, 4 milljarða kr. lækkun á söluhagnaði af eignasölu og 1,5 milljarða kr. lægri áætlun um innheimtu tryggingargjalda. Önnur frávik á tekjuhlið fjárlaga eru lægri.
    Á gjaldahlið munar mestu um fjárfestingaráætlun sem boðuð var í frumvarpinu og kynnt 8. nóvember sl. Gjaldaheimildir hækka um 5,6 milljarða kr. vegna áætlunarinnar, auk heimildar til þess að veita 500 m.kr. stofnframlag til stofnunar græns fjárfestingarsjóðs. Aðrar hækkanir eru af ýmsum tilefnum. Sérstakar ákvarðanir um útgjöld vega þar þyngst, 2,2 milljarðar kr., og þar munar mest um 650 m.kr. hækkun til tækjakaupa hjá Landspítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, auk 325 m.kr. til að styrkja rekstrargrunn framhaldsskóla. Breyttar forsendur kalla á 2,2 milljarða kr. hækkanir, þar af vega þyngst 1.000 m.kr. hækkun lífeyrisskuldbindinga og 785 m.kr. til sjúkratrygginga vegna S-merktra lyfja. Á móti hækkunartilefnum er endurskoðuð áætlun um vaxtagjöld ríkissjóðs þar sem gert er ráð fyrir 3,3 milljarða kr. lægri gjöldum en var í frumvarpinu.
    Þá er lagt til að nokkur ákvæði bætist við 6. gr. frumvarpsins sem varða heimildir til fjármálaráðherra um kaup og sölu eigna, auk áðurnefndrar heimildar til þess að veita 500 m.kr. stofnframlag til stofnunar græns fjárfestingarsjóðs í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.
    Loks eru lagðar til breytingar á tveimur liðum í B-hluta ríkissjóðs. Annars vegar er gert ráð fyrir að framlag Happdrættis Háskólans til Háskóla Íslands hækki um 333 m.kr. vegna byggingar Húss íslenskra fræða. Hins vegar er gert ráð fyrir breytingum hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins vegna áforma um hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum og er nú miðað við að arðgreiðslur í ríkissjóð verði 1.200 m.kr. og hækki því um 200 m.kr. frá frumvarpinu.

SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR
Á GJALDAHLIÐ FRUMVARPSINSHér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum þeim sem skýrðar hafa verið og gerð er tillaga um í sérstökum þingskjölum.

Alþingi, 26. nóvember 2012.Björn Valur Gíslason,


form., frsm.


Björgvin G. Sigurðsson.


Guðrún Erlingsdóttir.Lúðvík Geirsson.


Magnús Orri Schram.