Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 482. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 620  —  482. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um heimildir Íbúðalánasjóðs til að veita óverðtryggð lán.

Frá Lilju Mósesdóttur.


     1.      Hvers vegna hefur reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, einkum 13. gr. hennar, ekki verið breytt til samræmis við þær breytingar sem gerðar voru á 19. og 21. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með lögum nr. 134/2011, um heimild sjóðsins til að veita óverðtryggð lán?
     2.      Hvenær er fyrirhugað að gera þær breytingar á framangreindri reglugerð sem gera Íbúðalánasjóði kleift að veita óverðtryggð lán í samræmi við breytingar á lánsheimildum sjóðsins samkvæmt lögum nr. 134/2011?
     3.      Hefur það verið metið hvort gera þurfi aðrar breytingar á lögum og reglugerðum svo að Íbúðalánasjóður geti veitt óverðtryggð lán og fjármagnað þau, t.d. með útgáfu óverðtryggðra skuldabréfa til fjárfesta og annarra aðila?
     4.      Hefur verið lagt mat á þá aðferð að fjármagna óverðtryggð útlán Íbúðalánasjóðs með sértryggðum skuldabréfum í því skyni að takmarka áhættu fjárfesta vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stöðu sjóðsins?


Skriflegt svar óskast.