Vernd og orkunýting landsvæða
Framkvæmd þingsályktunarinnar
- Framkvæmd ályktana Alþingis frá árinu 2022 — 448. mál á 154. þingi
- Meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2016 — 80. mál á 148. þingi
- Meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2015 — 31. mál á 146. þingi
- Meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2014 — 451. mál á 145. þingi
- Meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2013 — 342. mál á 144. þingi
Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 89. máls.
Þingskjal 892 — 89. mál.
Alþingi ályktar, í samræmi við lög nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd eftirfarandi áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætluninni verði tryggt að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið verði tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Í verndar- og orkunýtingaráætluninni skal í samræmi við markmið laga nr. 48/2011 lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.
Eftirfylgni og framkvæmd verndar- og orkunýtingaráætlunarinnar verði tryggð og hugað að undirbúningi og framkvæmd friðlýsingar á verndarsvæðum áætlunarinnar. Starfsemi Umhverfisstofnunar á verksviði friðlýsingar verði styrkt.
Alþingi ályktar að eftirfarandi virkjunarkostir sem falla undir lög nr. 48/2011 skuli flokkaðir í eftirfarandi flokka:
1. Orkunýtingarflokkur.
2. Biðflokkur.
3. Verndarflokkur.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Nr. 13/141.
Þingskjal 892 — 89. mál.
Þingsályktun
um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Alþingi ályktar, í samræmi við lög nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd eftirfarandi áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætluninni verði tryggt að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið verði tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Í verndar- og orkunýtingaráætluninni skal í samræmi við markmið laga nr. 48/2011 lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.
Eftirfylgni og framkvæmd verndar- og orkunýtingaráætlunarinnar verði tryggð og hugað að undirbúningi og framkvæmd friðlýsingar á verndarsvæðum áætlunarinnar. Starfsemi Umhverfisstofnunar á verksviði friðlýsingar verði styrkt.
VERNDAR- OG ORKUNÝTINGARÁÆTLUN
Alþingi ályktar að eftirfarandi virkjunarkostir sem falla undir lög nr. 48/2011 skuli flokkaðir í eftirfarandi flokka:
1. Orkunýtingarflokkur.
A. Vatnasvið | ||
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur |
Vestfirðir | Ófeigsfjörður | 4 Hvalárvirkjun |
Norðurland | Blanda | 5 Blönduveita |
B. Háhitasvæði | ||
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur |
Reykjanesskagi | Reykjanessvæði | 61 Reykjanes |
Reykjanesskagi | Reykjanessvæði | 62 Stóra-Sandvík |
Reykjanesskagi | Svartsengissvæði | 63 Eldvörp |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | 64 Sandfell |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | 66 Sveifluháls |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 69 Meitillinn |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 70 Gráuhnúkar |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 71 Hverahlíð |
Norðausturland | Námafjallssvæði | 97 Bjarnarflag |
Norðausturland | Kröflusvæði | 98 Krafla I, stækkun |
Norðausturland | Kröflusvæði | 99 Krafla II, 1. áfangi |
Norðausturland | Kröflusvæði | 103 Krafla II, 2. áfangi |
Norðausturland | Þeistareykjasvæði | 102 Þeistareykir |
Norðausturland | Þeistareykjasvæði | 101 Þeistareykir, vestursvæði |
2. Biðflokkur.
A. Vatnasvið | ||
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur |
Vesturland | Hvítá í Borgarfirði | 1 Kljáfossvirkjun |
Vestfirðir | Hestfjörður | 2 Glámuvirkjun |
Vestfirðir | Þverá, Langadalsströnd | 3 Skúfnavatnavirkjun |
Norðurland | Jökulsár í Skagafirði | 6 Skatastaðavirkjun B |
Norðurland | Jökulsár í Skagafirði | 7 Skatastaðavirkjun C |
Norðurland | Jökulsár í Skagafirði | 8 Villinganesvirkjun |
Norðausturland | Skjálfandafljót | 9 Fljótshnúksvirkjun |
Norðausturland | Skjálfandafljót | 10 Hrafnabjargavirkjun A |
Suðurland | Þjórsá | 31 Urriðafossvirkjun |
Suðurland | Þjórsá | 29 Hvammsvirkjun |
Suðurland | Þjórsá | 30 Holtavirkjun |
Suðurland | Hverfisfljót | 15 Hverfisfljótsvirkjun |
Suðurland | Skaftá | 40 Búlandsvirkjun |
Suðurland | Hólmsá | 19 Hólmsárvirkjun við Einhyrning, án miðlunar |
Suðurland | Hólmsá | 21 Hólmsárvirkjun neðri við Atley |
Suðurland | Kaldakvísl | 26 Skrokkölduvirkjun |
Suðurland | Farið við Hagavatn | 39 Hagavatnsvirkjun |
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | 34 Búðartunguvirkjun |
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | 35 Haukholtsvirkjun |
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | 36 Vörðufellsvirkjun |
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | 37 Hestvatnsvirkjun |
Suðurland | Ölfusá | 38 Selfossvirkjun |
B. Háhitasvæði | ||
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | 65 Trölladyngja |
Reykjanesskagi | Krýsuvíkursvæði | 67 Austurengjar |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 73 Innstidalur |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 75 Þverárdalur |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 76 Ölfusdalur |
Suðurland | Hágöngusvæði | 91 Hágönguvirkjun, 1. áfangi |
Suðurland | Hágöngusvæði | 104 Hágönguvirkjun, 2. áfangi |
Norðausturland | Hrúthálsasvæði | 95 Hrúthálsar |
Norðausturland | Fremrinámasvæði | 96 Fremrinámar |
A. Vatnasvið | ||
Landshluti | Vatnasvið | Virkjunarkostur |
Norðausturland | Jökulsá á Fjöllum | 12 Arnardalsvirkjun |
Norðausturland | Jökulsá á Fjöllum | 13 Helmingsvirkjun |
Suðurland | Djúpá, Fljótshverfi | 14 Djúpárvirkjun |
Suðurland | Hólmsá | 20 Hólmsárvirkjun við Einhyrning, með miðlun |
Suðurland | Markarfljót | 22 Markarfljótsvirkjun A |
Suðurland | Markarfljót | 23 Markarfljótsvirkjun B |
Suðurland | Tungnaá | 24 Tungnaárlón |
Suðurland | Tungnaá | 25 Bjallavirkjun |
Suðurland | Þjórsá | 27 Norðlingaölduveita, 566–567,5 m.y.s. |
Suðurland | Jökulfall í Árnessýslu | 32 Gýgjarfossvirkjun |
Suðurland | Hvítá í Árnessýslu | 33 Bláfellsvirkjun |
B. Háhitasvæði | ||
Landshluti | Háhitasvæði | Virkjunarkostur |
Reykjanesskagi | Brennisteinsfjallasvæði | 68 Brennisteinsfjöll |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 74 Bitra |
Reykjanesskagi | Hengilssvæði | 77 Grændalur |
Suðurland | Geysissvæði | 78 Geysir |
Suðurland | Kerlingarfjallasvæði | 79 Hverabotn |
Suðurland | Kerlingarfjallasvæði | 80 Neðri-Hveradalir |
Suðurland | Kerlingarfjallasvæði | 81 Kisubotnar |
Suðurland | Kerlingarfjallasvæði | 82 Þverfell |
Norðausturland | Gjástykkissvæði | 100 Gjástykki |
Samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013.