Vernd og orkunýting landsvæða

Athugið að þessi ályktun hefur tekið breytingum.


Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 89. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Nr. 13/141.

Þingskjal 892  —  89. mál.


Þingsályktun

um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.


    Alþingi ályktar, í samræmi við lög nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun, að fela ríkisstjórninni að vinna að framkvæmd eftirfarandi áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
    Samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætluninni verði tryggt að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið verði tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
    Í verndar- og orkunýtingaráætluninni skal í samræmi við markmið laga nr. 48/2011 lagt mat á verndar- og orkunýtingargildi landsvæða og efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif nýtingar, þ.m.t. verndunar.
    Eftirfylgni og framkvæmd verndar- og orkunýtingaráætlunarinnar verði tryggð og hugað að undirbúningi og framkvæmd friðlýsingar á verndarsvæðum áætlunarinnar. Starfsemi Umhverfisstofnunar á verksviði friðlýsingar verði styrkt.

VERNDAR- OG ORKUNÝTINGARÁÆTLUN


    Alþingi ályktar að eftirfarandi virkjunarkostir sem falla undir lög nr. 48/2011 skuli flokkaðir í eftirfarandi flokka:

1. Orkunýtingarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti Vatnasvið Virkjunarkostur
Vestfirðir Ófeigsfjörður 4 Hvalárvirkjun
Norðurland Blanda 5 Blönduveita
B. Háhitasvæði
Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur
Reykjanesskagi Reykjanessvæði 61 Reykjanes
Reykjanesskagi Reykjanessvæði 62 Stóra-Sandvík
Reykjanesskagi Svartsengissvæði 63 Eldvörp
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði 64 Sandfell
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði 66 Sveifluháls
Reykjanesskagi Hengilssvæði 69 Meitillinn
Reykjanesskagi Hengilssvæði 70 Gráuhnúkar
Reykjanesskagi Hengilssvæði 71 Hverahlíð
Norðausturland Námafjallssvæði 97 Bjarnarflag
Norðausturland Kröflusvæði 98 Krafla I, stækkun
Norðausturland Kröflusvæði 99 Krafla II, 1. áfangi
Norðausturland Kröflusvæði 103 Krafla II, 2. áfangi
Norðausturland Þeistareykjasvæði 102 Þeistareykir
Norðausturland Þeistareykjasvæði 101 Þeistareykir, vestursvæði

2. Biðflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti Vatnasvið Virkjunarkostur
Vesturland Hvítá í Borgarfirði 1 Kljáfossvirkjun
Vestfirðir Hestfjörður 2 Glámuvirkjun
Vestfirðir Þverá, Langadalsströnd 3 Skúfnavatnavirkjun
Norðurland Jökulsár í Skagafirði 6 Skatastaðavirkjun B
Norðurland Jökulsár í Skagafirði 7 Skatastaðavirkjun C
Norðurland Jökulsár í Skagafirði 8 Villinganesvirkjun
Norðausturland Skjálfandafljót 9 Fljótshnúksvirkjun
Norðausturland Skjálfandafljót 10 Hrafnabjargavirkjun A
Suðurland Þjórsá 31 Urriðafossvirkjun
Suðurland Þjórsá 29 Hvammsvirkjun
Suðurland Þjórsá 30 Holtavirkjun
Suðurland Hverfisfljót 15 Hverfisfljótsvirkjun
Suðurland Skaftá 40 Búlandsvirkjun
Suðurland Hólmsá 19 Hólmsárvirkjun við Einhyrning, án miðlunar
Suðurland Hólmsá 21 Hólmsárvirkjun neðri við Atley
Suðurland Kaldakvísl 26 Skrokkölduvirkjun
Suðurland Farið við Hagavatn 39 Hagavatnsvirkjun
Suðurland Hvítá í Árnessýslu 34 Búðartunguvirkjun
Suðurland Hvítá í Árnessýslu 35 Haukholtsvirkjun
Suðurland Hvítá í Árnessýslu 36 Vörðufellsvirkjun
Suðurland Hvítá í Árnessýslu 37 Hestvatnsvirkjun
Suðurland Ölfusá 38 Selfossvirkjun
B. Háhitasvæði
Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði 65 Trölladyngja
Reykjanesskagi Krýsuvíkursvæði 67 Austurengjar
Reykjanesskagi Hengilssvæði 73 Innstidalur
Reykjanesskagi Hengilssvæði 75 Þverárdalur
Reykjanesskagi Hengilssvæði 76 Ölfusdalur
Suðurland Hágöngusvæði 91 Hágönguvirkjun, 1. áfangi
Suðurland Hágöngusvæði 104 Hágönguvirkjun, 2. áfangi
Norðausturland Hrúthálsasvæði 95 Hrúthálsar
Norðausturland Fremrinámasvæði 96 Fremrinámar
3. Verndarflokkur.
A. Vatnasvið
Landshluti Vatnasvið Virkjunarkostur
Norðausturland Jökulsá á Fjöllum 12 Arnardalsvirkjun
Norðausturland Jökulsá á Fjöllum 13 Helmingsvirkjun
Suðurland Djúpá, Fljótshverfi 14 Djúpárvirkjun
Suðurland Hólmsá 20 Hólmsárvirkjun við Einhyrning, með miðlun
Suðurland Markarfljót 22 Markarfljótsvirkjun A
Suðurland Markarfljót 23 Markarfljótsvirkjun B
Suðurland Tungnaá 24 Tungnaárlón
Suðurland Tungnaá 25 Bjallavirkjun
Suðurland Þjórsá 27 Norðlingaölduveita, 566–567,5 m.y.s.
Suðurland Jökulfall í Árnessýslu 32 Gýgjarfossvirkjun
Suðurland Hvítá í Árnessýslu 33 Bláfellsvirkjun
B. Háhitasvæði
Landshluti Háhitasvæði Virkjunarkostur
Reykjanesskagi Brennisteinsfjallasvæði 68 Brennisteinsfjöll
Reykjanesskagi Hengilssvæði 74 Bitra
Reykjanesskagi Hengilssvæði 77 Grændalur
Suðurland Geysissvæði 78 Geysir
Suðurland Kerlingarfjallasvæði 79 Hverabotn
Suðurland Kerlingarfjallasvæði 80 Neðri-Hveradalir
Suðurland Kerlingarfjallasvæði 81 Kisubotnar
Suðurland Kerlingarfjallasvæði 82 Þverfell
Norðausturland Gjástykkissvæði 100 Gjástykki


Samþykkt á Alþingi 14. janúar 2013.