Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 564. máls.

Þingskjal 954  —  564. mál.


Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2012
um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir
og vottun) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2012, frá 7. desember 2012, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 frá 27. janúar 2012 um breytingu á I. viðauka, til að fella inn nýtt heiti textíltrefja, og VIII. og IX. viðauka, í þeim tilgangi að laga þá að tækniframförum, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

1.     Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 210/2012, frá 7. desember 2012, um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 frá 27. janúar 2012 um breytingu á I. viðauka, til að fella inn nýtt heiti textíltrefja, og VIII. og IX. viðauka, í þeim tilgangi að laga þá að tækniframförum, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.
    Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 er tiltekinni trefjategund bætt við á skrá yfir textíltrefjar í reglugerð (ESB) nr. 1007/2011 varðandi heiti textíltrefja og merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðarinnar sem hér um ræðir, en hún felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2.     Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 frá 27. janúar 2012 um breytingu á I. viðauka, til að fella inn nýtt heiti textíltrefja, og VIII. og IX. viðauka, í þeim tilgangi að laga þá að tækniframförum, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara.
    Í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara er kveðið á um að það sé skilyrði markaðssetningar textílvara að trefjasamsetning viðkomandi vöru hafi verið merkt í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Einungis er heimilað að nota textíltrefjaheiti sem tilgreind eru í viðauka I við reglugerðina. Í reglugerðinni er jafnframt kveðið á um skyldu eftirlitsaðila á markaði í einstökum aðildarríkjum að framkvæma prófanir til að staðreyna hvort trefjasamsetning textílvara á markaði sé í samræmi við upplýsingar á merkimiða vöru. Meginástæða þess að settar hafa verið samræmdar reglur á þessu sviði er að það er talið mundu valda hindrunum á eðlilegri starfsemi innri markaðar Evrópusambandsins ef ákvæði aðildarríkjanna um heiti, samsetningu og merkingu textílvara væru breytileg frá einu aðildarríki til annars.
    Með reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 er trefjategundinni polypropylene/polyamide bætt við skrá yfir textíltrefjar í viðaukum I og IX við fyrrgreinda reglugerð (ESB) nr. 1007/2011. Jafnframt eru skilgreindar samræmdar prófunaraðferðir fyrir trefjategundina.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing reglugerðar (ESB) nr. 1007/2011 hér á landi kallar á að sett verði lög hér á landi um textílheiti, textílmerkingar ofl. Fyrirhugað er að innanríkisráðherra leggi fram frumvarp til slíkra laga til innleiðingar á reglugerðinni á komandi löggjafarþingi og að í því lagafrumvarpi verði jafnframt kveðið á um innleiðingu reglugerðar (ESB) nr. 286/2012. Ekki er gert ráð fyrir því að innleiðing reglugerðanna muni hafa í för með sér neinar efnahagslegar og stjórnsýslulegar afleiðingar hér á landi.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 210/2012

frá 7. desember 2012

um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „EES-samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        Fella ber inn í EES-samninginn framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 frá 27. janúar 2012 um breytingu á I. viðauka, til að fella inn nýtt heiti textíltrefja, og VIII. og IX. viðauka, í þeim tilgangi að laga þá að tækniframförum, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara ( 1 ).

2)        II. viðauki við EES-samninginn breytist því í samræmi við það.

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Eftirfarandi bætist við í lið 4d (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1007/2011) í XI. kafla II. viðauka við EES-samninginn:

„eins og henni var breytt með:

–     32012 R 0286: Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012 frá 27. janúar 2012 (Stjtíð. ESB L 95, 31.3.2012, bls. 1).“

2. gr.


Íslenskur og norskur texti reglugerðar (ESB) nr. 286/2012, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 8. desember 2012, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. EES-samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ), eða gildistökudag ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 158/2012 frá 28. september 2012 ( 2), hvort sem ber upp síðar.

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 7. desember 2012.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar

Atle Leikvoll

formaður.



Fylgiskjal II.


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2012
frá 27. janúar 2012
um breytingu á I. viðauka, til að fella inn nýtt heiti textíltrefja, og VIII. og IX. viðauka, í þeim tilgangi að laga þá að tækniframförum, reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara

FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1007/2011 frá 27. september 2011 um heiti textíltrefja og viðkomandi merkimiða og merkingar varðandi trefjasamsetningu textílvara og um niðurfellingu á tilskipun ráðsins 73/44/EBE og tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 96/73/EB og 2008/121/EB ( 1 ), einkum 21. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)        Í reglugerð (ESB) nr. 1007/2011 eru settar reglur um merkingu á vörum, með tilliti til innihalds textíltrefja í þeim, sem eiga að tryggja að hagsmunir neytenda séu varðir. Óheimilt er að bjóða fram textílvörur á markaði innan Sambandsins nema þær uppfylli ákvæði þeirrar reglugerðar.
2)        Í reglugerð (ESB) nr. 1007/2011 er þess krafist að í merkingum komi fram trefjasamsetning textílvara og kanna skal með greiningu hvort þær séu í samræmi við upplýsingar á merkimiða.
3)        Nauðsynlegt er að bæta tvíþættri trefju úr pólýprópýleni/pólýamíði við skrána með textíltrefjaheitum sem sett er fram í I. og IX. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 1007/2011, í þeim tilgangi að laga reglugerðina að tækniframförum.
4)        Í VIII. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 1007/ 2011 er kveðið á um samræmdar aðferðir við magngreiningu textíltrefjablandna úr tveimur efnum.
5)        Því er nauðsynlegt að skilgreina samræmdar prófunaraðferðir fyrir tvíþætta trefju úr pólýprópýleni/pólýamíði.
6)        Í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 96/73/EB ( 2 ), eins og henni var breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/74/ESB ( 3 ), og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/121/EB ( 4 ), eins og henni var breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2011/73/ESB ( 5 ), er að finna textíltrefjaheitið tvíþætt trefja úr pólýprópýleni/pólýamíði. Þar sem tilskipanir 96/73/EB og 2008/121/EB eru felldar úr gildi með reglugerð (ESB) nr. 1007/2011 frá og með 8. maí 2012 er nauðsynlegt að fella þetta textíltrefjaheiti inn í reglugerð (ESB) nr. 1007/2011 frá og með þeirri dagsetningu.
7)        Því ber að breyta reglugerð (ESB) nr. 1007/ 2011 til samræmis við það.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

1. gr.

Ákvæðum I., VIII. og IX. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 1007/2011 er breytt eins og fram kemur í viðaukanum við þessa reglugerð.

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Hún kemur til framkvæmda frá og með 8. maí 2012.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 27. janúar 2012.

    Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
    forseti.

    José Manuel BARROSO


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 95, 31.3.2012, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 2
(*) Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
(2) Stjtíð. ESB L 341, 13.12.2012, bls. 8, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 70, 13.12.2012, bls. 9.
Neðanmálsgrein: 3
(1)    Stjtíð. ESB L 272, 18.10.2011, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
(2)    Stjtíð. EB L 32, 3.2.1997, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 5
(3)    Stjtíð. ESB L 198, 30.7.2011, bls. 32.
Neðanmálsgrein: 6
(4)    Stjtíð. ESB L 19, 23.1.2009, bls. 29.
Neðanmálsgrein: 7
(5)    Stjtíð. ESB L 198, 30.7.2011, bls. 30.