Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 569. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 967  —  569. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um verðtryggð lán íslenskra heimila og fyrirtækja.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hve mikið hafa verðtryggð lán íslenskra heimila hækkað síðan 1. febrúar 2010, í krónum annars vegar og prósentum hins vegar, vegna skattahækkana og annarra aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs?
     2.      Hve mikið hafa verðtryggð lán íslenskra fyrirtækja hækkað síðan 1. febrúar 2010, í krónum annars vegar og prósentum hins vegar, vegna skattahækkana og annarra aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs?


Skriflegt svar óskast.