Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1043, 141. löggjafarþing 162. mál: Byggðastofnun (takmörkun kæruheimildar).
Lög nr. 13 6. mars 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 106/1999, um Byggðastofnun, með síðari breytingum (takmörkun kæruheimildar).


1. gr.

     Við 10. tölul. 4. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Reglur stjórnar Byggðastofnunar um lán- og ábyrgðarveitingar skulu hafa hlotið staðfestingu ráðherra áður en þær öðlast gildi.

2. gr.

     Við 11. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ákvarðanir Byggðastofnunar sem lúta að veitingu lána eða ábyrgða og umsýslu tengdri þeim, sbr. 1. mgr., eru endanlegar á stjórnsýslustigi.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. febrúar 2013.