Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 567. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Nr. 18/141.

Þingskjal 1223  —  567. mál.


Þingsályktun

um hvernig minnast skuli 100 ára afmælis kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015.


    Alþingi ályktar í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar og kjörgengis kvenna 19. júní 2015 að fela forsætisnefnd þingsins:
     a.      að kalla saman til undirbúningsfundar fulltrúa sem flestra samtaka íslenskra kvenna, svo og stofnana sem fást við jafnréttismál kvenna og karla, til þess að safna hugmyndum og gera tillögur um hvernig minnast skuli tímamótanna, auka jafnréttis- og lýðræðisvitund og blása til nýrrar sóknar í jafnréttis- og mannréttindamálum. Fulltrúarnir kjósi fimm manna framkvæmdanefnd sem móti endanlegar tillögur og annist frekari undirbúning fyrir afmælisárið 2015,
     b.      að ráða framkvæmdastjóra verkefnisins og annað starfslið eftir þörfum,
     c.      að sjá framkvæmdanefnd og framkvæmdastjóra fyrir starfsaðstöðu,
     d.      að undirbúa tillögur um fjárframlög til verkefnisins 2013–2015.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 2013.