Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 471. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Nr. 19/141.

Þingskjal 1224  —  471. mál.


Þingsályktun

um endurbætur björgunarskipa.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Landsbjörg um endurbætur og viðhald björgunarskipa á árunum 2014–2021. Einnig ályktar Alþingi að fela innanríkisráðherra að kanna þörf og möguleika á að fá enn öflugri skip á tiltekna staði á landinu.

Samþykkt á Alþingi 11. mars 2013.