Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 679. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1235  —  679. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um starfsemi Evrópustofu.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Á hvaða lögum byggist starfsemi Evrópustofu?
     2.      Greiða starfsmenn Evrópustofu skatta hér á landi?
     3.      Hvað eru starfsmenn Evrópustofu margir?
     4.      Hvernig er tryggt samkvæmt íslenskum rétti að Evrópustofa stundi hlutlausan málflutning í kynningarstarfi sínu?
     5.      Eiga andstæðingar Evrópusambandsaðildar hér á landi þess kost að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í kynningarstarfi Evrópustofu?
     6.      Ef Evrópustofa byggir starfsemi sína á ákvæðum Vínarsamningsins, er þá eðlilegt að Evrópusambandið hafi einnig sendiráð hér á landi (sem er kallað sendinefnd en hefur stöðu sendiráðs)?


Skriflegt svar óskast.