Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 20. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 80  —  20. mál.

3. umræða.


Tillaga til rökstuddrar dagskrár


í málinu: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands,
með síðari breytingum (varúðarreglur, aðgangur að upplýsingum o.fl.).

Frá Jóni Þór Ólafssyni, Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni.


    Með hliðsjón af eftirfarandi:
          afmarka þarf ákvæði frumvarpsins nánar þar sem núverandi orðalag gæti falið í sér opnar heimildir til að vinna með víðfeðmar upplýsingar um einstaklinga,
          meiri tíma þarf fyrir nauðsynlega vinnu við ný ákvæði um upplýsingaöflun Seðlabankans svo að tekið sé fullt tillit til persónuverndarsjónarmiða,
          þingmenn hafa undirritað drengskaparheit um að halda stjórnarskrána, þ.m.t. 71. gr. um að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs sem aðeins megi takmarka ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra,
samþykkir Alþingi að málinu verði vísað frá og tekið verði fyrir næsta mál á dagskrá.