Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 41. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 103  —  41. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um brunavarnagjald og stuðning við sveitarfélög.



Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hversu hátt er svokallað brunavarnagjald, sem rann til brunavarna í hverju sveitarfélagi, í reikningum ríkissjóðs um síðustu áramót?
     2.      Hefur þessum fjármunum verið ráðstafað? Ef ekki, hvar eru þeir geymdir, hvaða vaxtakjör eru á þeim og hvernig er ætlunin að ráðstafa þeim?
     3.      Hversu hár var fjárstuðningur við sveitarfélögin á meðan á honum stóð, sundurliðað eftir sveitarfélögum og árum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Með lögum nr. 160/2010, um mannvirki, var brunavarnagjald lagt af en svokallað byggingaröryggisgjald tekið upp í staðinn. Sveitarfélög höfðu þá getað samkvæmt lögum um brunavarnir, nr. 75/2000, og eldri lögum nr. 41/1992, fengið fjárstuðning af gjaldinu til brunavarna og styrkveitinga til náms á sviði brunamála.