Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 128, 142. löggjafarþing 48. mál: skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (leyfilegur munur eignarliða og lífeyrisskuldbindinga o.fl.).
Lög nr. 106 26. september 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum (innri endurskoðun, meðferð framlags til starfsendurhæfingar, form og efni fjárfestingarstefnu, leyfilegur munur á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga o.fl.).


1. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þá er ráðherra heimilt að kveða í reglugerð nánar á um þau atriði sem eiga samkvæmt lögum þessum að koma fram í reglum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað.

2. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. júlí“ í 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: 15. maí.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr. laganna:
  1. 2. málsl. fellur brott.
  2. Á eftir orðinu „endurskoðanda“ í 3. málsl. kemur: aðila sem annast innri endurskoðun.


4. gr.

     2. tölul. 3. mgr. 29. gr. laganna orðast svo: að ákveða hvernig innri endurskoðun skuli háttað, annaðhvort með því að ráða forstöðumann endurskoðunardeildar eða semja við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila.

5. gr.

     Í stað orðanna „innra eftirlit“ í 1. og 2. málsl. 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: innri endurskoðun.

6. gr.

     Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Rekstur, innra eftirlit og innri endurskoðun.

7. gr.

     2. mgr. 37. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra setur reglugerð um form og efni fjárfestingarstefnu skv. 36. gr. og 36. gr. a og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar.

8. gr.

     3. málsl. 6. mgr. 40. gr. laganna fellur brott.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. Orðin „og innra eftirliti, sbr. 35. gr.“ í 2. mgr. falla brott.
  2. Í stað orðanna „VII. kafla laga um ársreikninga“ í 3. mgr. kemur: IX. kafla laga um ársreikninga.


10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VI í lögunum:
  1. Á undan ártalinu „2011“ í 2. mgr. koma ártölin: 2008, 2009, 2010.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 39. gr. og með vísan til 2. mgr. þessa ákvæðis er lífeyrissjóði heimilt að hafa meira en 10% mun á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga samfellt í allt að sex ár frá og með árinu 2008.


11. gr.

     Í stað orðanna „og 2015“ í ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 2015, 2016 og 2017.

12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 18. september 2013.