Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 130  —  51. mál.




Svar



fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur um
framlög til eftirlitsstofnana.


     1.      Hvaða stofnanir sem sinna eftirlitshlutverki eru reknar fyrir framlög úr ríkissjóði og afla ekki sjálfar tekna fyrir stærsta hluta rekstrarkostnaðar og hver eru áætluð útgjöld hverrar stofnunar fyrir sig á árinu 2013?
     2.      Hvaða stofnanir sem sinna eftirlitshlutverki eru reknar fyrir framlög sem koma annars staðar frá en úr ríkissjóði eða fyrir tekjur sem þær afla sjálfar og hver eru áætluð útgjöld hverrar þessara stofnana fyrir sig á árinu 2013? Upplýsingar um hvaðan framlög koma til hverrar stofnunar fylgi.


    Í fyrirspurninni er bæði talað um stofnanir sem sinna eftirlitshlutverki og eftirlitsstofnanir. Engin skýr skilgreining eða afmörkun er til á þessum stofnum hér á landi en þó má horfa til skilgreininga laga nr. 27/1999, um opinberar eftirlitsreglur. Í 1. gr. laganna segir að lögin nái „… til reglna um sérstakt eftirlit á vegum hins opinbera með starfsemi einstaklinga og fyrirtækja, þar með taldra reglna sem er ætlað að stuðla að öryggi og heilbrigði almennings, öryggi eigna, umhverfisvernd, neytendavernd, samkeppni, eðlilegum viðskiptaháttum og getu fyrirtækja til að standa við skuldbindingar sínar“. Einnig kemur fram að lögin taki ekki til „… stjórnsýslueftirlits og innra eftirlits hins opinbera, þar með talins fjárhagslegs eftirlits, löggæslu, tollgæslu og eftirlits í tengslum við skatta og gjöld, sifjamál, vernd barna og ungmenna, reynslulausn og ákærufrestun“. Fáar stofnanir sinna meira eftirliti en lögreglan en hún mundi vart teljast eftirlitsstofnun í skilningi laganna.
    Erlendis er eftirlitshlutverkið sem slíkt ekki talið afmarka heildstæðan hóp stofnana heldur er talað um stofnanir sem sinna regluvæðingu, þ.e. „Regulatory Agencies“. Þó að flestar slíkar stofnanir sinni umfangsmiklu eftirlitshlutverki þarf það ekki að vera meginverkefni þeirra. Sem dæmi má nefna að Úrvinnslusjóður fellur ótvírætt undir hugtakið „Regulatory Agency“ en gegnir takmörkuðu eftirlitshlutverki. Sama má segja um umboðsmann skuldara sem er augljóslega ekki eftirlitsstofnun í þröngri merkingu þess orðs en yfirleitt falla allar stofnanir sem sinna neytendavernd undir hugtakið „Regulatory Agency“.
    Það er því háð skilgreiningu hvaða stofnanir teljast eftirlitsstofnanir. Til viðbótar þessu má nefna að nokkrar stofnanir sem sinna skýru eftirlitshlutverki sinna einnig annars konar viðfangsefnum. Sem dæmi má nefna að fyrir stofnsetningu Samgöngustofu sinntu bæði Siglingastofnun og Vegagerðin eftirlitshlutverki þó að þær væru framkvæmda- og rekstrarstofnanir. Ferðamálastofa sem sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum er annað dæmi.
    Með fyrirvara um óvissu varðandi skilgreiningar teljast eftirfarandi stofnanir örugglega eftirlitsstofnanir:
    –          Fjölmiðlanefnd
    –          Fiskistofa
    –          Matvælastofnun
    –          Orkustofnun
    –          Póst- og fjarskiptastofnun
    –          Samkeppniseftirlitið
    –          Persónuvernd
    –          Neytendastofa
    –          Samgöngustofa
    –          Embætti landlæknis
    –          Lyfjastofnun
    –          Geislavarnir ríkisins
    –          Vinnueftirlit ríkisins
    –          Fjármálaeftirlitið
    –          Umhverfisstofnun
    –          Skipulagsstofnun
    –          Mannvirkjastofnun
    Stofnanir sem fallið geta undir hugtakið „Regulatory Agency“ en eru að takmörkuðu leyti eftirlitsstofnanir eru:
    –          Talsmaður neytenda
    –          Einkaleyfastofan
    –          Ferðamálastofa
    –          Jafnréttisstofa
    –          Umboðsmaður skuldara
    Í fyrirspurninni er beðið um að stofnunum sé skipt í þær sem eru „reknar fyrir framlög úr ríkissjóði og afla ekki sjálfar tekna fyrir stærsta hluta rekstrarkostnaðar“ og þær sem eru „reknar fyrir framlög sem koma annars staðar frá en úr ríkissjóði eða fyrir tekjur sem þær afla sjálfar“. Í sjálfu sér koma allar tekjur stofnana í A-hluta úr ríkissjóði, enda eru stofnanirnar ekki sjálfstæðir lögaðilar og fjárhagur þeirra hluti ríkissjóðs. Sértekjur teljast þó ekki til ríkistekna og færast til lækkunar á gjöldum skv. 12. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins. Undir ríkistekjur sem tengst geta rekstri stofnana falla skv. 9. gr. sömu laga:
     1.      Skattar og gjöld sem ríkið leggur á og innheimtir á grundvelli laga án þess að á móti komi beint framlag eða þjónusta í réttu hlutfalli við greiðslur.
     2.      Aðrar rekstrartekjur, þ.e. lögbundnar tekjur fyrir veitta þjónustu eða starfsemi á vegum ríkisins, auk tekna af eignum, viðurlögum og sektum.
    Þeir skattar eða gjöld sem ríkið leggur á skv. 1. tölulið hér að framan og áskilið er í lögum að tekjur af þessu tagi skuli renna til afmarkaðra verkefna eða stofnana eru nefndar markaðar tekjur. Þar sem þær eru lögþvingaðar er ekki rétt að líta á þær sem sjálfsaflafé stofnana. Á hinn bóginn eru ákvarðanir um gjaldtöku í ýmsum tilfellum teknar í samráði við hagsmunaaðila sem geta því haft nokkur áhrif á framlög til viðkomandi stofnana.
    Í ljósi þessa verður gerð grein fyrir fjárframlögum til eftirlitsstofnana og þeim skipt í:
Fjárheimildir:
    –          Gjöld
    –          Sértekjur
              –          Gjöld umfram tekjur
    –          Fjármögnun:
              –          Greitt úr ríkissjóði
              –          Innheimt af ríkistekjum
    Í meðfylgjandi töflu er þessar tölur að finna og er stofnunum skipt upp eftir því hvort þær eru reknar að öllu leyti fyrir bein framlög úr ríkissjóði eða ekki. Meðfylgjandi svari þessu er svo einnig tafla sem sýnir sundurliðun á uppruna ríkistekna, bæði mörkuðum tekjustofnum og öðrum rekstrartekjum.
                             

Stofnanir sem njóta ekki innheimtra ríkistekna til reksturs, millj. kr.

Stofnun
                             
Gjöld Sértekjur Gjöld umfram tekjur Greitt úr ríkissjóði
Fjölmiðlanefnd 40,8 0,0 40,8 40,8
Orkustofnun 511,1 -156,6 354,5 354,5
Samkeppniseftirlitið 353,4 0,0 353,4 353,4
Persónuvernd 62,9 -2,9 60,0 60,0
Landlæknir 762,1 -99,4 662,7 662,7
Skipulagsstofnun 225,3 -12,1 213,2 213,2
Talsmaður neytenda 14,8 0,0 14,8 14,8
Jafnréttisstofa 94,9 -20,2 74,7 74,7
2.065,3 -291,2 1.774,1 1.774,1
                             

Stofnanir sem njóta innheimtra ríkistekna til reksturs, millj. kr.

Stofnun
                   
Gjöld Sértekjur Gjöld umfram tekjur Greitt úr ríkissjóði Innheimt af ríkistekjum
Fiskistofa 883,4 -79,3 804,1 736,8 67,3
Matvælastofnun 1.140,0 -32,0 1.108,0 844,4 263,6
Póst- og fjarskiptastofnun 336,7 -7,4 329,3 5,0 324,3
Neytendastofa 191,7 -13,7 178,0 154,0 24,0
Samgöngustofa 1.304,8 0,0 1.304,8 774,5 530,3
Lyfjastofnun 543,0 -104,9 438,1 0,0 438,1
Geislavarnir ríkisins 124,9 -47,5 77,4 72,2 5,2
Vinnueftirlit ríkisins 551,5 -83,8 467,7 274,8 192,9
Fjármálaeftirlitið 1.868,2 -50,0 1.818,2 122,2 1.696,0
Umhverfisstofnun 1.220,5 -182,4 1.038,1 873,1 165,0
Mannvirkjastofnun 489,6 -17,1 472,5 0,0 472,5
Einkaleyfastofa 217,0 -11,2 205,8 3,0 202,8
Ferðamálastofa 483,3 -21,2 462,1 461,2 0,9
Umboðsmaður skuldara 944,6 0,0 944,6 0,0 944,6
10.299,2 -650,5 9.648,7 4.321,2 5.327,5
                             
3.     Hvaða áhrif hefur það á ríkissjóð að lækka framlög til eftirlitsstofnana sem eru reknar          með framlögum frá öðrum en ríkissjóði?
    Svar við þessari spurningu er háð forsendum og stefnumótun um með hvaða hætti farið er með þá tekjuöflun sem tengist viðkomandi stofnunum. Ef markaðar tekjur eru lækkaðar um sömu upphæð og framlög til stofnana eru nettó áhrif á ríkissjóð engin. Ef tekjuöflunin heldur áfram en dregið er úr mörkun viðkomandi tekjustofns eru áhrifin jákvæð. Einnig má nefna að mörkuð skattlagning skerðir almennt svigrúm ríkisins til skattlagningar. Lækkun framlaga á grunni markaðra tekjustofna getur því haft óbein jákvæð áhrif á ríkissjóð með því að auka svigrúm til almennrar skattlagningar.

Sundurliðun á uppruna ríkistekna, millj.kr.

Stofnun

Markaðar tekjur Aðrar rekstrartekjur
Fiskistofa 66,9 0,4
    Gjald fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni 22,2
    Tilkynningar til Fiskistofu um flutning aflamarks 19,8
    Gjald vegna eftirlits um borð í fiskiskipum 24,9
    Árlegt eftirlitsgjald með fiskeldisstöðvum 0,4
Matvælastofnun 53,5 210,1
    Eftirlitsgjöld með áburði og jarðvegsbætandi efnum 6,0
    Eftirlitsgjöld með innfluttri sáðvöru 2,0
    Eftirlitsgjald af innfluttum plöntum 22,0
    Vinnsluleyfi fiskvinnslustöðva 2,4
    Gjald fyrir landamæraeftirlit 6,1
    Fóðureftirlitsgjald af innflutningi 15,0
    Gjald af sláturleyfishöfum fyrir yfirmat á sláturafurðum 10,4
    Gjald vegna heilbrigðiseftirlits með sláturafurðum 115,5
    Gjald vegna eftirlits með innflutningi dýra 4,6
    Gjald vegna matvælaeftirlits 75,5
    Útflutningsvottorð Matvælastofnunar 2,8
    Vottorð yfirdýralæknis 1,3
Póst- og fjarskiptastofnun 313,3 11,0
    Leyfis- og árgjöld Póst- og fjarskiptastofnunar 147,0
    Rekstrargjald vegna starfsemi á sviði póst- og fjarskipta 128,3
    Gjald fyrir úthlutuð símanúmer til fjarskiptafélaga 38,0
    Eftirlits- og starfrækslugjöld fyrir radíótæki 11,0
Neytendastofa 16,0 8,0
    Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum til Neytendastofu 16,0
    Eftirlitsgjald til Neytendastofu 8,0
Samgöngustofa 290,0 240,3
    Leyfis- og eftirlitsgjöld af flutningum á landi 4,0
    Leyfisgjöld vegna leigubifreiða 6,0
    Skráningargjöld ökutækja 151,0
    Umferðaröryggisgjald 119,0
    Útgáfa lofthæfisskírteina 10,0
    Hluti sveitarfélaga í rekstri Umferðarskólans 13,0
    Skoðunargjöld skipa 1,3
    Gjald fyrir lögskráningu sjómanna 6,5
    Vottorð á sviði siglingamála 3,3
    Prófgjöld á sviði flugmála 10,6
    Árgjöld vegna framhaldsvottunar á sviði flugmála 176,1
    Ýmsar leyfisheimildir og vottanir á sviði flugmála 1,9
    Skráning loftfara 1,5
    Gjald vegna kvartana frá neytendum vegna flugþjónustuveitenda 17,6
    Útgáfa skírteina og heimilda einstaklinga á sviði flugmála 8,2
    Útgáfa starfsleyfa og skírteina lögaðila á sviði flugmála 0,3
Lyfjastofnun 179,5 258,6
    Gjald vegna innflutnings og sölu óskráðra lyfja 13,0
    Lyfjaeftirlitsgjald 96,5
    Árgjald lyfja til Lyfjastofnunar 70,0
    Markaðsleyfi Lyfjastofnunar 210,0
    Gjald fyrir markaðseftirlit og klínískar prófanir lækningatækja 42,0
    Vottorð Lyfjastofnunar 6,6
Geislavarnir ríkisins 0,0 5,2
    Eftirlitsgjöld vegna eftirlits á vegum Geislavarna ríkisins 4,5
    Vottorð frá Geislavörnum ríkisins 0,7
Vinnueftirlit ríkisins 4,5 188,4
    Skráning vinnuvéla 4,5
    Prófgjöld vegna verklegra prófa á vegum Vinnueftirlits ríkisins 10,8
    Skoðunargjöld til Vinnueftirlits ríkisins 171,1
    Útgáfa skírteina til að stjórna farandvinnuvélum 6,5
Fjármálaeftirlitið 1.696,0 0,0
    Eftirlitsgjald Fjármálaeftirlitsins 1.696,0
Umhverfisstofnun 149,0 16,0
    Gjöld vegna starfsleyfa Umhverfisstofnunar 4,0
    Gjald af veiðikorti 45,0
    Veiðileyfi hreindýraráðs 100,0
    Mengunareftirlitsgjald 12,0
    Gjöld fyrir eftirlit með losun gróðurhúsalofttegunda 4,0
Mannvirkjastofnun 472,5 0,0
    Gjald fyrir yfireftirlit með rafföngum á markaði 30,0
    Byggingaröryggisgjald 222,5
    Gjöld fyrir yfireftirlit og úrtaksskoðanir á rafveitum 220,0
Einkaleyfastofa 0,0 202,8
    Gjöld fyrir einkaleyfi 63,0
    Gjöld fyrir vörumerki 127,8
    Gjöld fyrir hönnunarvernd 2,0
    Faggilding hjá Einkaleyfastofunni 10,0
Ferðamálastofa 0,9 0,0
    Gjald vegna eftirlits með tryggingum og rekstri ferðaskrifstofa 0,9
Umboðsmaður skuldara 944,6 0,0
    Gjald á fjármálastofnanir til umboðsmanns skuldara 944,6