Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 45. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 45  —  45. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um Vestfjarðaveg.

Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Hver er staðan á fyrirhuguðum framkvæmdum við Vestfjarðaveg nr. 60 eftir að Skipulagsstofnun hafnaði leið B1 um Teigsskóg?
     2.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við synjun Skipulagsstofnunar?
     3.      Mun synjun Skipulagsstofnunar hafa þau áhrif að framkvæmdum við veginn muni seinka?
     4.      Telur ráðherra að fara verði aðra leið en leið B1? Ef svo er, hvaða leið er hagkvæmust með tilliti til fjármagns og tíma?
     5.      Hvenær má búast við að framkvæmdum ljúki á Vestfjarðavegi nr. 60?


Skriflegt svar óskast.