Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 25. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 128  —  25. mál.
Leiðréttur texti.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn
frá Kristjáni L. Möller um veiðigjöld.


     1.      Hver var heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda, almenns veiðigjalds annars vegar og sérstaks veiðigjalds hins vegar, samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2012/2013? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
    Vegna þess hvernig úthlutun/álagningu er fyrir komið í smærri byggðarlögum, þar sem oft eru aðeins fáir aðilar í útgerð, þykir óeðlilegt vegna persónuverndarsjónarmiða að skipta álagningu veiðigjalda í svörum við þessari fyrirspurn niður á einstök sveitarfélög. Álagning eftir landshlutum er hins vegar eins og kemur fram í eftirfarandi töflu.

Innheimt veiðigjöld vegna úthlutaðs aflamarks 2012/2013
eftir landshlutum, millj. kr.

Almennt veiðigjald Sérstakt veiðigjald Til innheimtu
Austurland 457 1.110 1.567
Norðurland eystra 744 1.274 2.018
Norðurland vestra 223 500 723
Reykjanes 573 342 915
Suðurland 895 1.888 2.783
Vestfirðir 310 205 515
Vesturland 334 239 573
Reykjavík 1.014 2.251 3.265
Nágrenni Reykjavíkur („Kraginn“) 128 156 284
Samtals 4.678 7.965 12.643

     2.      Hver er áætluð heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda, almenns veiðigjalds annars vegar og sérstaks veiðigjalds hins vegar, samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2013/2014? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti ætlaðra greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Á þessu stigi er vandkvæðum bundið að áætla álagningu veiðigjalda sökum óvissu um úthlutun aflamarks í loðnu, makríl og fleiri stofnum sem koma til úthlutunar síðar á yfirstandandi fiskveiðiári (um almanaksáramót). Dreifa má áætluðum veiðigjöldum eins og upphafsúthlutun Fiskistofu 1. september 2013 gaf til kynna. Við nánari athugun þykir eðlilegra að dreifa áætluðum veiðigjöldum á sama hátt og niðurstaða síðasta árs var. Uppsjávartegundir og þær tegundir sem úthutað er um almanaksáramót dreifast á annan hátt en botnfisktegundir sem úthlutað er um kvótaáramót. Þó má telja að verði úthlutað aflamarki í þessum nytjastofnum í samræmi við áætlanir (og landfræðileg skipting úthlutunar óbreytt)

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


að álagning veiðigjalda eftir landshlutum fiskveiðiárið 2013/2014 verði eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Áætluð veiðigjöld vegna aflamarks 2013/2014 eftir landshlutum, millj. kr.

Almennt veiðigjald Sérstakt veiðigjald Alls veiðigjöld
Austurland 466 718 1.185
Norðurland eystra 759 824 1.584
Norðurland vestra 228 324 551
Reykjanes 585 221 806
Suðurland 914 1.222 2.135
Vestfirðir 316 133 449
Vesturland 341 155 496
Reykjavík 1.035 1.457 2.492
Nágrenni Reykjavíkur („Kraginn“) 131 101 232
Samtals 4.775 5.154 9.929

     3.      Hver var heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2012/ 2013? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti gjaldenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
    Heildarfjárhæð umræddrar lækkunar sérstaks veiðigjalds og skipting hennar á landshluta er eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Lækkun sérstaks veiðigjalds vegna vaxtakostnaðar við kaup
á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II.

Fiskveiðiárið 2012/2013

Lækkun, millj. kr.

Austurland
19
Norðurland eystra 369
Norðurland vestra 1
Reykjanes 976
Suðurland 278
Vestfirðir 416
Vesturland 478
Reykjavík 196
Nágrenni Reykjavíkur („Kraginn“) 88
Samtals 2.821

     4.      Hver er áætluð heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2013/2014? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti gjaldenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
    Með reglugerð nr. 838/2012, um tímabundna lækkun sérstaks veiðigjalds, er mælt fyrir um heimild Fiskistofu til að ákveða hverju sjávarútvegsfyrirtæki, að uppfylltum nánari skilyrðum, tiltekinn hámarksrétt, í krónum talið, til lækkunar sérstaks veiðigjalds. Reiknuð heildarfjárhæð lækkunar sérstaks veiðigjalds á hverju fiskveiðiári ræðst af því hversu hátt sérstaka veiðigjaldið er, enda getur lækkun álagningar á hvert útgerðarfélag að hámarki numið öllu álögðu sérstöku veiðigjaldi. Hámarksréttur hvers félags tekur breytingum milli fiskveiðiára í hlutfalli við breytingar á vísitölu neysluverðs.
    Vegna þeirra óvissuþátta um fjárhæð sérstaks veiðigjalds á yfirstandandi fiskveiðiári sem greinir í svari við 2. tölul. fyrirspurnarinnar er nokkrum vandkvæðum bundið að áætla umrædda lækkun. Til þess er þó að líta að langflest þeirra fyrirtækja sem njóta lækkunar stunda að stærstum hluta botnfiskveiðar. Álagt sérstakt veiðigjald á úthlutaðar aflaheimildir í botnfiski lækkaði úr 23,20 kr. á þorskígildi á síðasta fiskveiðiári í 7,38 kr. á sérstakt þorskígildi á yfirstandandi fiskveiðiári. Að þessu virtu og að því gefnu að landfræðileg skipting úthlutunar verði óbreytt, má áætla að álagning veiðigjalda eftir landshlutum fiskveiðiárið 2013/ 2014 verði eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Áætluð lækkun sérstaks veiðigjalds vegna vaxtakostnaðar við kaup
á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II.

Fiskveiðiárið 2013/2014 Lækkun, millj. kr.
Austurland 22
Norðurland eystra 208
Norðurland vestra 1
Reykjanes 429
Suðurland 131
Vestfirðir 184
Vesturland 197
Reykjavík 97
Nágrenni Reykjavíkur („Kraginn“) 33
Samtals 1.300

     5.      Hve mikið hærri hefði heildarfjárhæð sérstaks veiðigjalds verið fiskveiðiárið 2012/2013 ef fullt gjald hefði verið lagt á öll þorskígildiskíló það ár, þ.e. ef ekki hefði verið tekið tillit til gjaldfrelsis skv. a-lið 2. mgr. 9. gr. laga um veiðigjöld, nr. 74/2012, og afsláttar af gjaldi skv. b-lið hennar?
    Miðað við að mestur hluti „frítekjumarksins“ reiknist á botnfiskafla nemur umrætt gjaldfrelsi/afsláttur um 450 millj. kr. á fiskveiðiárinu 2012/2013. Ef þessa hefði ekki notið við hefði álagt sérstakt veiðigjald á fiskveiðiárinu 2012/2013 numið 7.965 + 450 = 8.415 millj. kr.

     6.      Hve mikið hærri yrði áætluð heildarfjárhæð sérstaks veiðigjalds fiskveiðiárið 2013/2014 ef fullt gjald væri lagt á öll þorskígildiskíló það ár, þ.e. ef ekki væri tekið tillit til gjaldfrelsis skv. a-lið 2. mgr. 9. gr. laganna og afsláttar af gjaldi skv. b-lið hennar?
    Miðað við að mestur hluti „frítekjumarksins“ reiknist á botnfiskafla nemur umrætt gjaldfrelsi/afsláttur um 250 millj. kr. á yfirstandandi fiskveiðiári. Ef þessa nyti ekki við mundi álagt sérstakt veiðigjalds nema 5.154 + 250 = 5.404 millj. kr.