Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 84. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 131  —  84. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur um sjúkraflug.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu oft á ári var farið í sjúkraflug árin 2007–2012? Svar óskast sundurliðað eftir brottfararstað, áfangastað og hvort um var að ræða bráðatilvik.

    Upplýsingar í svarinu taka til alls flugs sjúkraflugvélar á grundvelli samnings Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflug á Íslandi. Bæði er um að ræða sjúkraflug og flutning sjúklinga milli stofnana. Miðstöð sjúkraflugs er á Akureyri og hefjast flest flug þar. Upplýsingar í töflu miða við hvaðan flogið er með sjúkling.
    Fjöldi sjúkrafluga var alls 571 árið 2007 og 452 árið 2012. Auk þess er í gildi samningur við Landhelgisgæsluna um sjúkraflug þyrlu til Vestmannaeyja þegar aðstæður eru erfiðar. Á grundvelli samningsins hafa verið farin þrjú til sex flug á ári.

Tafla 1. Sjúkraflug eftir brottfararstað.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Í töflu 2 kemur fram forgangsflokkun sjúkraflugs eftir brottfararstöðum sem flogið er frá með sjúkling oftar en 20 sinnum á ári að meðaltali. Forgangur F1 og F2 teljast bráðatilvik. Flokkarnir eru: forgangur F1, um er að ræða lífsógn/bráðatilvik sjúklings, F2, um er að ræða mögulega lífsógn/bráðatilvik sjúklings, en ekki eins alvarlegt og samkvæmt F1, forgangur F3, um er að ræða stöðugt ástand sjúklings, F4 notað í stað áætlunarflugs, tími samkomulag.

Tafla 2. Brottfararstaður og forgangur.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    Í töflu 3 kemur fram forgangur sjúkraflugs í heild árin 2007–2012.

Tafla 3. Forgangur.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í töflu 4 er sjúkraflug flokkað eftir áfangastað árin 2007–2012.
    Áfangastaður er oftast Reykjavík og eru 64% sjúkraflugferða þangað í forgangsflokki F1 og F2. Í ferðum til Akureyrar er sambærilegt hlutfall 38% og 4% til Vestmannaeyja. Nær undantekningarlaust eru sjúkraflugferðir til staða neðar í töflunni en Vestmannaeyjar í forgangsflokkum F3 og F4.

Tafla 4. Sjúkraflug eftir áfangastað.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.