Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 26. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 135  —  26. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller
um brunavarnagjald og stuðning við sveitarfélög.


     1.      Hversu hátt er svokallað brunavarnagjald, sem rann til brunavarna í hverju sveitarfélagi, í reikningum ríkissjóðs um síðustu áramót?
    Brunavarnagjald er 0,045 prómill af vátryggingarfjárhæð brunatrygginga og er innheimt af vátryggingarfélögunum hjá vátryggingartökum af brunatryggingum og er skilað til Mannvirkjastofnunar. Gjald þetta hefur breytt um nafn og heitir nú byggingaröryggisgjald og er jafnhátt og áður. Gjald þetta er einn af tekjustofnum stofnunarinnar.

     2.      Hefur þessum fjármunum verið ráðstafað? Ef ekki, hvar eru þeir geymdir, hvaða vaxtakjör eru á þeim og hvernig er ætlunin að ráðstafa þeim?
    Byggingaröryggisgjaldið (áður brunavarnagjaldið) skal standa undir verkefnum Mannvirkjastofnunar skv. 5. gr. laga nr. 160/2010 en þar segir að stofnunin skuli hafa eftirlit með framkvæmd laga um brunavarnir, tryggja samræmingu á byggingareftirliti og eldvarnaeftirliti og starfsemi slökkviliða um land allt í samráði við viðkomandi stjórnvöld. Mannvirkjastofnun skal gefa árlega út skýrslu um stöðu og þróun mannvirkjagerðar í landinu. Önnur helstu verkefni Mannvirkjastofnunar eru svo talin upp í sautján liðum. Rekstur stofnunarinnar er háður samþykki fjárlaga hverju sinni, ef innheimt byggingaröryggisgjald er hærra en sem því nemur færist það inn á bundinn höfuðstól stofnunarinnar. Ríkið fer með vörslu þeirra fjármuna sem færðir eru á bundinn höfuðstól stofnunarinnar og eru stofnuninni ekki reiknaðir vextir til tekna vegna hans.

     3.      Hversu hár var fjárstuðningur við sveitarfélögin á meðan á honum stóð, sundurliðað eftir sveitarfélögum og árum?
    Árið 2006 var veitt heimild til að ráðstafa 100 millj. kr. af bundnum höfuðstól til kaupa á ýmsum búnaði fyrir slökkvilið landsins. Nokkrum slökkviliðum höfðu þá verið veittir styrkir til að vinna skýrslur um mögulegar sameiningar slökkviliða og voru hverju landsvæði veittar á bilinu 300–400 þús. kr. til slíkrar skýrslugerðar. Samtals fengu slökkvilið (sveitarfélög) veitt 3,1 millj. kr. til þessa verkefnis, sjá töflu 1.

Tafla 1. Styrkveitingar vegna skýrslugerðar
um samvinnu eða sameiningu slökkviliða.

Nr. Aðilar Styrkur
1 Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar 300.000
Stjórn Brunavarna Suðurnesja
Grindavíkurkaupstaður
2 Bæjarstjórn Snæfellsbæjar 300.000
Bæjarstjórn Stykkishólms
Sveitarstjórn Grundarfjarðar
3 Bæjarstjórn Blönduósbæjar 300.000
Sveitarstjórn Húnaþings vestra
Sveitarstjórn Bæjarhrepps
Sveitarstjórn Höfðahrepps
4 Slökkvilið Akureyrar (Akureyrarbær) og Brunavarnir Eyjafjarðar (Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Arnarneshreppur, Hörgárbyggð) 400.000
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar
Sveitarstjórn Ólafsfjarðarbæjar
Sveitarstjórn Hríseyjarhrepps
5 Sveitarstjórn Fellahrepps 400.000
Bæjarstjórn Austur-Héraðs
Sveitarstjórn Norður-Héraðs
Sveitarstjórn Skeggjastaðahrepps
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps
Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps
Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar
Sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps
Sveitarstjórn Þórshafnarhrepps
6 Húsavíkurbær 400.000
Tjörneshreppur
Aðaldælahreppur
Öxarfjarðarhreppur
Þingeyjarsveit
Skútustaðahreppur
Kelduneshreppur
Raufarhafnarhreppur
7 Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 300.000
Bæjarstjórn Borgarbyggðar
Sveitarstjórn Borgarfjarðarsveitar
8 Sveitarfélagið Ölfus 300.000
Sveitarfélagið Hveragerðisbær
9 Rangárþing eystra 400.000
Mýrdalshreppur
Skaftárhreppur

    Á ráðstefnu slökkviliðsstjóra 2006 í Reykjavík var ákveðið hvaða búnaðar yrði aflað og síðar á sama ári var hann boðinn út á vegum Ríkiskaupa. Ári seinna, á ráðstefnu slökkviliðsstjóra sem haldin var í Reykjanesbæ í mars 2007, var fjallað um hvernig búnaðinum skyldi ráðstafað til slökkviliða landsins. Slökkviliðsstjórar ræddu málið í vinnuhópum og komu sér saman um tillögur um staðsetningu búnaðarins. Í mörgum tilfellum var samkomulag um að staðsetja búnaðinn hjá ákveðnu slökkviliði en hann væri þó í sameign fleiri slökkviliða á landsvæðinu.
    Fjárfest var í eftirfarandi búnaði:
    Búnaður A: 18 kerrur með búnaði til viðbragðs við mengunarslysum og eiturefnaslysum, hver kerra kostaði 2.254.849 kr.
    Búnaður B: 10 kerrur með reykköfunartækjum og loftbanka, hver kerra kostaði 2.070.547 kr.
    Búnaður C: 19 fartölvur sem búnar voru sérstökum gagnagrunnum fyrir eldvarnaeftirlit, hver tölva, uppsett með stýrikerfi og gagnagrunnum, kostaði 240.000 kr.
    Búnaður D: Þyrlutækur búnaður vegna stærri mengunar- og eiturefnaslysa, vistaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (innkaupsverð 12 millj. kr.) og Slökkviliði Akureyrar (innkaupsverð 7 millj. kr.).
    Búnaður E: Smíðaðir voru 12 æfingagámar fyrir slökkvilið og þeim dreift um landið. Kostnaður við smíði hvers gáms var 1.000.000 kr.
    Í töflu 2 kemur fram hvar búnaður af tegund A, B, C, D og E var vistaður. Athuga ber að sum slökkviliðin hafa síðan 2007 sameinast öðrum slökkviliðum eða breytt um nafn, en taflan sýnir nöfn slökkviliðanna eins og þau voru árið 2007.

Tafla 2: Staðsetning búnaðar A, B, C, D og E eftir slökkviliðum,
kostnaður í millj. kr.

Nr. Svæði Slökkvilið A B C D E Samtals
m.kr.
1 Höfuðborgarsvæðið SHS 12 m.kr. 12,0
2 Suðurnes Brunavarnir Suðurnesja
Slökkvilið Grindavíkur 1 1 1
Slökkvilið Sandgerðis 1 7,820
3 Suðvesturland Slökkvilið Akraness 1 1
Slökkvilið Borgarfjarðardala
Slökkvilið Borgarness og nágrennis 1 1 5,805
4 Snæfellsnes og Dalir Slökkvilið Grundarfjarðar
Slökkvilið Stykkishólms 1
Slökkvilið Snæfellsbæjar 1
Slökkvilið Búðardals 1 5,325
5 Vestfirðir Slökkvilið Bolungarvíkur 1
Slökkvilið Ísafjarðar 1
Slökkvilið Reykhóla
Slökkvilið Tálknafjarðar
Slökkvilið Vesturbyggðar 1 1 1 1
Slökkvilið Súðavíkur
Slökkvilið Hólmavíkur 1 1
Slökkvilið Drangsness 9,540
6 Húnavatnssýslur Slökkvilið Hvammstanga 1 1
Slökkvilið Blönduóss 1 1 1 1
Slökkvilið Skagastrandar 8,060
7 Skagafjörður, Siglufjörður Slökkvilið Siglufjarðar 1 1
Brunavarnir Skagafjarðar 2,495
8 Eyjafjarðarsvæðið Slökkvilið Akureyrar 1 1 7 m.kr.
Slökkvilið Ólafsfjarðar
Slökkvilið Dalvíkur 1
Slökkvilið Grímseyjar
Slökkvilið Hríseyjar
Slökkvilið Grenivíkur 12,565
9 Þingeyjarsýslur Slökkvilið Mývatns
Slökkvilið Þingeyjarsveitar
Slökkvilið Húsavíkur 1 1 1 1
Slökkvilið Kópaskers
Slökkvilið Raufarhafnar 5,565
10 Norðausturland Slökkvilið Þórshafnar 1 1
Slökkvilið Seyðisfjarðar
Slökkvilið Bakkafjarðar
Slökkvilið Vopnafjarðar 1
Brunavarnir á Héraði 1 1 1 1
Slökkvilið Borgarfjarðar eystri
Slökkvilið Mjóafjarðar 10,315
11 Suðausturland Slökkvilið Fjarðabyggðar 1 1 1
Slökkvilið Fáskrúðsfjarðar
Slökkvilið Breiðdalsvíkur
Slökkvilið Djúpavogs
Slökkvilið Hornafjarðar 1 1 1 8,060
12 Suðurland Slökkvilið Vestmannaeyja 1 1
Brunavarnir Árnessýslu 1
Slökkviliðið Vík í Mýrdal
Slökkvilið Kirkjubæjarklausturs
Brunavarnir Rangárvallasýslu 1 1
Slökkviliðið Flúðum 1
Slökkvilið Hveragerðis
Slökkvilið Þorlákshafnar 1 9,300
Samtals 18 10 19 19 m.kr. 12 96,850

    Samtals voru því veittar 96.850.000 + 3.100.000 = 99.950.000 kr. til sveitarfélaganna (slökkviliðanna) til að efla viðbúnað og samvinnu sveitarfélaganna á landsvísu, eða rétt um 100 millj. kr.