Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 188. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 236  —  188. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um stöðvun á nauðungarsölum.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hefur ráðherra aflað lögfræðiálits á þeirri fullyrðingu sinni að stöðvun á nauðungarsölum brjóti á stjórnarskrárvörðum eignarrétti kröfuhafa?
     2.      Ef slíkra álita hefur verið aflað, hverjir unnu þau og hvenær voru þau kynnt ráðherra?
     3.      Á hvaða réttarheimildum, þar á meðal ákvæðum Evrópuréttar, eru þessi álit reist?
     4.      Hvaða dómafordæmi eru lögð til grundvallar álitunum?
     5.      Á hvaða atriðum öðrum, ef einhverjum, byggir ráðherra mat sitt?
     6.      Bárust ráðuneytinu kvartanir frá kröfuhöfum þegar stöðvun á nauðungarsölum var í gildi um skeið í byrjun síðasta kjörtímabils og þá frá hvaða kröfuhöfum?


Skriflegt svar óskast.