Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 242. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 500 — 242. mál.
1. Hvaða jarðir voru það sem ríkið fékk formlega eignarheimildir yfir skv. 1. gr. samkomulags íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997?
2. Hverjar jarðanna voru þinglýst eign þjóðkirkjunnar?
3. Hvert var þá metið verðmæti þeirra jarða sem gengu til ríkisins samkvæmt samkomulaginu?
4. Hafa einhverjar þessara jarða verið seldar og ef svo er, hvaða jarðir eru það? Óskað er eftir að í svarinu komi fram söludagur og söluverð jarðanna, bæði að þávirði og núvirði.
5. Hvert er heildarfasteignamat þeirra jarða sem enn eru í eigu ríkisins?
6. Hvaða tekjur hefur ríkið haft af umræddum jörðum frá yfirfærslu þeirra til ríkisins?
7. Hvaða kostnað hefur ríkið borið af jörðunum frá yfirfærslunni?
Íslenska ríkið tók á árinu 1907 við umsýslu á öllum jörðum kirkjunnar, sbr. lög nr. 46/ 1907, um laun sóknarpresta, og lög nr. 50/1907, um sölu kirkjujarða. Íslenska ríkið fór með umræddar eignir að mestu leyti eins og hefðbundnar ríkisjarðir stærstan hluta tuttugustu aldar. Þessi forsaga og þau álitaefni sem komið hafa upp vegna þessa máls, ásamt þeim eignum sem um var að ræða, eru ítarlega rakin í áliti kirkjueignanefndar sem skilað var til þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hinn 14. desember 1984. Í álitinu er komist að þeirri niðurstöðu „að jarðeignir sem kirkjur hafi átt og eigi hafa verið seldar frá þeim með lögmætri heimild eða gengið undan þeim með öðrum sambærilegum hætti væru enn kirkjueignir.“
Þegar viðræður fóru fram milli fulltrúa íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju á seinni hluta síðustu aldar komu fram kröfur frá kirkjunni, á grundvelli álitsins, um að jafnframt færi fram uppgjör eða afhending á þeim jörðum sem enn væru á hendi ríkisins eða hefðu verið seldar eða látnar af hendi með öðrum hætti frá 1907. Hér var um að ræða mikinn fjölda jarða, lóða og eigna um allt land. Við gerð samkomulags frá 10. janúar 1997, milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar, var horft til hins ítarlega álits kirkjueignanefndar og þeirrar umfjöllunar á eignum sem þar kemur fram. Ekki var farið í sjálfstæða rannsókn eða verðmat á öllum þeim eignum sem til álita komu enda hefði þurft að rannsaka sögu hverrar landspildu eða jarðar fyrir sig, í sumum tilvikum jafnvel margar aldir aftur í tímann. Þegar forsagan lægi fyrir hefði síðan þurft að taka ákvörðun um lögfræðilega stöðu viðkomandi eignar og komast svo að sameiginlegri niðurstöðu fulltrúa ríkis og þjóðkirkjunnar hvorum megin einstakar eignir áttu að lenda og hvert væri áætlað verðmæti þeirra. Forræði þessara eigna var á hendi fleiri ráðuneyta svo sem landbúnaðar-, menntamála- og dóms- og kirkjumálaráðuneyta. Ómögulegt er því að segja til um verðmæti allra þeirra landspildna, fasteigna og jarða sem tilheyra ríkissjóði samkvæmt samkomulaginu. Þetta á bæði við um verðmæti þessara eigna á þeim tíma og virði þeirra nú.
Af framangreindu er ljóst að það er vandkvæðum bundið að veita tæmandi yfirlit yfir ríkiseignir sem áður voru eign kirkjunnar. Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um allar þær jarðir, lóðir og fasteignir sem ríkið hefur selt á þessu tímabili en þar er ekki tilgreint hvort einstakar eignir hafi áður talist kirkjueignir. Hægt væri að ráðast í greiningu á því, en hætt er við að það yrði aldrei tæmandi listi sem gæfi heildstæða mynd af fjölda og verðmæti seldra kirkjueigna.
Í samkomulaginu frá 1997 var ákveðið að gegn greiðslu á launum tiltekins fjölda presta þjóðkirkjunnar hefðu ríkið og þjóðkirkjan náð fullnaðaruppgjöri allra kirkjujarða og kirkjueigna annarra en prestssetrajarða. Með umræddu samkomulagi var jafnframt staðfest að eignarhald og ráðstöfunarréttur ríkisins á umræddum jörðum væri þar með ótvíræður.
Í næsta áfanga þessara viðræðna var síðan horft sérstaklega til prestssetra og prestssetrajarða. Samningum þar um lauk síðari hluta árs 2006 með undirritun á samkomulagi um prestssetur og afhendingu þeirra til þjóðkirkjunnar. Í samkomulaginu fólst að þjóðkirkjunni voru afhent formlega þau prestssetur og prestssetrajarðir sem höfðu verið nýtt til búsetu og ábúðar presta og voru þá þegar á forræði Prestssetrasjóðs við undirritun samkomulagsins. Auk fjármálaráðuneytisins komu fulltrúar Biskupsstofu og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að vinnu við þessi samkomulög frá 1997 og 2006.
Enginn ákveðinn listi liggur fyrir yfir þær jarðir og kirkjueignir sem urðu eftir hjá íslenska ríkinu og ríkið fékk við samning sinn við þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997, þótt vísa megi í umfjöllun í áliti kirkjueignanefndar um kirkjujarðir. Þar sem ekki er hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir sem ákveðið eignasafn er óhjákvæmilega ekki hægt að svara efni 1.–7. tölul. fyrirspurnar þessarar.
8. Hverjar hafa verið heildargreiðslur ríkisins á grundvelli 2. og 3. gr. samkomulagsins, sundurliðað eftir árum?
Samkvæmt samkomulagi ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar er um að ræða annars vegar greiðslur til Biskupsstofu og hins vegar greiðslur til Kristnisjóðs og eru þessar fjárhæðir aðgreindar. Heildarframlögin á tímabilinu 1998–2013 eru orðin rúmlega 29 milljarðar kr. á uppreiknuðu verðlagi miðað við árið 2013. Samkomulagið er ótímabundið og verður því að óbreyttu greitt áfram samkvæmt forsendum þess. Árlegar greiðslur nema nú tæplega 1,5 milljörðum kr.
Samkomulagið miðast við að greidd séu laun þriggja biskupa, 138 presta, 18 starfsmanna Biskupsstofu, tiltekinn rekstrarkostnaður o.fl. miðað við meðlimafjölda í þjóðkirkjunni í desember 1996, sem var um það bil 245 þúsund manns. Sá fjöldi er nánast óbreyttur í dag. Greiðslur hækka eða lækka sem nemur einu starfi prests fyrir hver fimm þúsund manns sem fjölgar eða fækkar í þjóðkirkjunni og viðmið um störf á Biskupsstofu hækkar eða lækkar um eitt starf fyrir hverja tíu presta sem fjölgar eða fækkar. Framlög til safnaða þjóðkirkjunnar í formi sóknargjalda eru alveg fyrir utan þessar greiðslur. Þessir skilmálar fela í sér að ef meðlimum í þjóðkirkjunni fjölgaði svo mjög að allir landsmenn tilheyrðu henni þyrfti ríkið að greiða fyrir 15 störf presta og eitt starf á Biskupsstofu til viðbótar en á hinn bóginn að ef meðlimum þjóðkirkjunnar fækkaði svo mjög að þeir yrðu engir þá þyrfti ríkið að óbreyttu eftir sem áður að greiða fyrir störf þriggja biskupa, um 90 presta og 13 starfsmanna á Biskupsstofu.
Hér á eftir fara tvær töflur sem sýna framlög samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu vegna tímabilsins 1998–2013. Þegar um svo langt tímabil er að ræða eru fjárhæðir einstakra ára ekki samanburðarhæfar og heildarsumman gefur ekki rétta mynd vegna verðlagsbreytinga. Uppreikna þarf því allar tölurnar á fast verðlag. Árlegar greiðslur eru uppreiknaðar á verðlag dagsins í dag miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs. Fyrri taflan sýnir þessar fjárhæðir 1998–2013 á verðlagi hvers árs, en síðari taflan sýnir þessar fjárhæðir á verðlagi fjárlaga 2013 miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs.
9. Af hverju gerði fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis í kostnaðarumsögn sinni um frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem varð að lögum nr. 78/ 1997, engar athugasemdir við það að í samkomulaginu væru eignirnar hvorki tilgreindar nákvæmlega né gefnar upplýsingar um þær úr fasteignaskrá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bar þó að miða við, sbr. 15. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 94/1976?
Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins um frumvarp það sem þá lá fyrir um stöðu og starfshætti Þjóðkirkjunnar, m.a. til innleiðingar á umræddu samkomulagi, var fjallað um fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð af lögfestingu frumvarpsins þar sem vakin er athygli á helstu kostnaðarbreytingum og ýmsum óvissum atriðum í því sambandi. Í niðurlagi umsagnarinnar segir: „Að lokum skal áréttað að þó svo að ýmis atriði fjármálalegra samskipta ríkis og kirkju séu gerð skýrari með þessu frumvarpi eru enn nokkur atriði sem þarf að greina enn frekar til þess að gerlegt sé að meta kostnaðaráhrif frumvarpsins sem skyldi.“
Starfsmenn ráðuneytisins sem komu að gerð þeirrar umsagnar fyrir 16 árum hafa fyrir löngu látið af störfum og liggja ekki fyrir önnur gögn hjá ráðuneytinu en umsögnin sem lúta að því hvaða umfjöllun fór fram á þeim tíma um yfirlit um jarðeignirnar eða upplýsingar um þær úr fasteignaskrá. Vera má að ekki hafi verið talið tilefni til að fjalla í sjálfu sér um jarðeignirnar sem í samkomulaginu töldust nú til eigna ríkisins þar sem þær höfðu verið færðar í umsjá ríkisins árið 1907 og þar sem að ríkið hafði um langt árabil fjármagnað laun presta og ýmsan annan rekstrarkostnað þjóðkirkjunnar þannig að áhrif lagasetningarinnar á útgjöld ríkissjóðs voru ekki talin verða veruleg frá því sem verið hafði.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 500 — 242. mál.
Svar
fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um kirkjujarðir o.fl.
1. Hvaða jarðir voru það sem ríkið fékk formlega eignarheimildir yfir skv. 1. gr. samkomulags íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997?
2. Hverjar jarðanna voru þinglýst eign þjóðkirkjunnar?
3. Hvert var þá metið verðmæti þeirra jarða sem gengu til ríkisins samkvæmt samkomulaginu?
4. Hafa einhverjar þessara jarða verið seldar og ef svo er, hvaða jarðir eru það? Óskað er eftir að í svarinu komi fram söludagur og söluverð jarðanna, bæði að þávirði og núvirði.
5. Hvert er heildarfasteignamat þeirra jarða sem enn eru í eigu ríkisins?
6. Hvaða tekjur hefur ríkið haft af umræddum jörðum frá yfirfærslu þeirra til ríkisins?
7. Hvaða kostnað hefur ríkið borið af jörðunum frá yfirfærslunni?
Íslenska ríkið tók á árinu 1907 við umsýslu á öllum jörðum kirkjunnar, sbr. lög nr. 46/ 1907, um laun sóknarpresta, og lög nr. 50/1907, um sölu kirkjujarða. Íslenska ríkið fór með umræddar eignir að mestu leyti eins og hefðbundnar ríkisjarðir stærstan hluta tuttugustu aldar. Þessi forsaga og þau álitaefni sem komið hafa upp vegna þessa máls, ásamt þeim eignum sem um var að ræða, eru ítarlega rakin í áliti kirkjueignanefndar sem skilað var til þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hinn 14. desember 1984. Í álitinu er komist að þeirri niðurstöðu „að jarðeignir sem kirkjur hafi átt og eigi hafa verið seldar frá þeim með lögmætri heimild eða gengið undan þeim með öðrum sambærilegum hætti væru enn kirkjueignir.“
Þegar viðræður fóru fram milli fulltrúa íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um fjárhagslegan aðskilnað ríkis og kirkju á seinni hluta síðustu aldar komu fram kröfur frá kirkjunni, á grundvelli álitsins, um að jafnframt færi fram uppgjör eða afhending á þeim jörðum sem enn væru á hendi ríkisins eða hefðu verið seldar eða látnar af hendi með öðrum hætti frá 1907. Hér var um að ræða mikinn fjölda jarða, lóða og eigna um allt land. Við gerð samkomulags frá 10. janúar 1997, milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar, var horft til hins ítarlega álits kirkjueignanefndar og þeirrar umfjöllunar á eignum sem þar kemur fram. Ekki var farið í sjálfstæða rannsókn eða verðmat á öllum þeim eignum sem til álita komu enda hefði þurft að rannsaka sögu hverrar landspildu eða jarðar fyrir sig, í sumum tilvikum jafnvel margar aldir aftur í tímann. Þegar forsagan lægi fyrir hefði síðan þurft að taka ákvörðun um lögfræðilega stöðu viðkomandi eignar og komast svo að sameiginlegri niðurstöðu fulltrúa ríkis og þjóðkirkjunnar hvorum megin einstakar eignir áttu að lenda og hvert væri áætlað verðmæti þeirra. Forræði þessara eigna var á hendi fleiri ráðuneyta svo sem landbúnaðar-, menntamála- og dóms- og kirkjumálaráðuneyta. Ómögulegt er því að segja til um verðmæti allra þeirra landspildna, fasteigna og jarða sem tilheyra ríkissjóði samkvæmt samkomulaginu. Þetta á bæði við um verðmæti þessara eigna á þeim tíma og virði þeirra nú.
Af framangreindu er ljóst að það er vandkvæðum bundið að veita tæmandi yfirlit yfir ríkiseignir sem áður voru eign kirkjunnar. Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um allar þær jarðir, lóðir og fasteignir sem ríkið hefur selt á þessu tímabili en þar er ekki tilgreint hvort einstakar eignir hafi áður talist kirkjueignir. Hægt væri að ráðast í greiningu á því, en hætt er við að það yrði aldrei tæmandi listi sem gæfi heildstæða mynd af fjölda og verðmæti seldra kirkjueigna.
Í samkomulaginu frá 1997 var ákveðið að gegn greiðslu á launum tiltekins fjölda presta þjóðkirkjunnar hefðu ríkið og þjóðkirkjan náð fullnaðaruppgjöri allra kirkjujarða og kirkjueigna annarra en prestssetrajarða. Með umræddu samkomulagi var jafnframt staðfest að eignarhald og ráðstöfunarréttur ríkisins á umræddum jörðum væri þar með ótvíræður.
Í næsta áfanga þessara viðræðna var síðan horft sérstaklega til prestssetra og prestssetrajarða. Samningum þar um lauk síðari hluta árs 2006 með undirritun á samkomulagi um prestssetur og afhendingu þeirra til þjóðkirkjunnar. Í samkomulaginu fólst að þjóðkirkjunni voru afhent formlega þau prestssetur og prestssetrajarðir sem höfðu verið nýtt til búsetu og ábúðar presta og voru þá þegar á forræði Prestssetrasjóðs við undirritun samkomulagsins. Auk fjármálaráðuneytisins komu fulltrúar Biskupsstofu og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að vinnu við þessi samkomulög frá 1997 og 2006.
Enginn ákveðinn listi liggur fyrir yfir þær jarðir og kirkjueignir sem urðu eftir hjá íslenska ríkinu og ríkið fékk við samning sinn við þjóðkirkjuna sem undirritaður var 10. janúar 1997, þótt vísa megi í umfjöllun í áliti kirkjueignanefndar um kirkjujarðir. Þar sem ekki er hægt að skoða tilteknar eignir eða jarðir sem ákveðið eignasafn er óhjákvæmilega ekki hægt að svara efni 1.–7. tölul. fyrirspurnar þessarar.
8. Hverjar hafa verið heildargreiðslur ríkisins á grundvelli 2. og 3. gr. samkomulagsins, sundurliðað eftir árum?
Samkvæmt samkomulagi ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar er um að ræða annars vegar greiðslur til Biskupsstofu og hins vegar greiðslur til Kristnisjóðs og eru þessar fjárhæðir aðgreindar. Heildarframlögin á tímabilinu 1998–2013 eru orðin rúmlega 29 milljarðar kr. á uppreiknuðu verðlagi miðað við árið 2013. Samkomulagið er ótímabundið og verður því að óbreyttu greitt áfram samkvæmt forsendum þess. Árlegar greiðslur nema nú tæplega 1,5 milljörðum kr.
Samkomulagið miðast við að greidd séu laun þriggja biskupa, 138 presta, 18 starfsmanna Biskupsstofu, tiltekinn rekstrarkostnaður o.fl. miðað við meðlimafjölda í þjóðkirkjunni í desember 1996, sem var um það bil 245 þúsund manns. Sá fjöldi er nánast óbreyttur í dag. Greiðslur hækka eða lækka sem nemur einu starfi prests fyrir hver fimm þúsund manns sem fjölgar eða fækkar í þjóðkirkjunni og viðmið um störf á Biskupsstofu hækkar eða lækkar um eitt starf fyrir hverja tíu presta sem fjölgar eða fækkar. Framlög til safnaða þjóðkirkjunnar í formi sóknargjalda eru alveg fyrir utan þessar greiðslur. Þessir skilmálar fela í sér að ef meðlimum í þjóðkirkjunni fjölgaði svo mjög að allir landsmenn tilheyrðu henni þyrfti ríkið að greiða fyrir 15 störf presta og eitt starf á Biskupsstofu til viðbótar en á hinn bóginn að ef meðlimum þjóðkirkjunnar fækkaði svo mjög að þeir yrðu engir þá þyrfti ríkið að óbreyttu eftir sem áður að greiða fyrir störf þriggja biskupa, um 90 presta og 13 starfsmanna á Biskupsstofu.
Hér á eftir fara tvær töflur sem sýna framlög samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu vegna tímabilsins 1998–2013. Þegar um svo langt tímabil er að ræða eru fjárhæðir einstakra ára ekki samanburðarhæfar og heildarsumman gefur ekki rétta mynd vegna verðlagsbreytinga. Uppreikna þarf því allar tölurnar á fast verðlag. Árlegar greiðslur eru uppreiknaðar á verðlag dagsins í dag miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs. Fyrri taflan sýnir þessar fjárhæðir 1998–2013 á verðlagi hvers árs, en síðari taflan sýnir þessar fjárhæðir á verðlagi fjárlaga 2013 miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs.
Framlög úr ríkissjóði samkvæmt kirkjujarðasamkomulagi á árunum 1998–2013 (árin 1998–2012 samkvæmt ríkisreikningi, árið 2013 samkvæmt fjárlögum).
Tafla 1. Fjárhæðir á verðlagi hvers árs.
Ár | Biskup Íslands | Kristnisjóður | Samtals |
1998 | 590,8 | 35,2 | 626,0 |
1999 | 692,6 | 40,0 | 732,6 |
2000 | 732,2 | 41,2 | 773,4 |
2001 | 801,6 | 46,9 | 848,5 |
2002 | 914,6 | 47,7 | 962,3 |
2003 | 1.073,3 | 69,1 | 1.142,4 |
2004 | 1.143,0 | 65,1 | 1.208,1 |
2005 | 1.275,2 | 72,8 | 1.348,0 |
2006 | 1.290,3 | 87,3 | 1.377,6 |
2007 | 1.395,2 | 82,8 | 1.478,0 |
2008 | 1.478,8 | 89,7 | 1.568,5 |
2009 | 1.445,8 | 97,3 | 1.543,1 |
2010 | 1.335,2 | 82,2 | 1.417,4 |
2011 | 1.294,4 | 76,3 | 1.370,7 |
2012 | 1.425,5 | 74,0 | 1.499,5 |
2013 | 1.412,0 | 73,1 | 1.485,1 |
Alls | 18.300,5 | 1.080,7 | 19.381,2 |
Tafla 2. Fjárhæðir á verðlagi fjárlaga 2013 m.v. vísitölu neysluverðs.
Ár | Biskup Íslands | Kristnisjóður | Samtals | Vísitala |
1998 | 1.329,2 | 79,2 | 1.408,4 | 183,3 |
1999 | 1.506,5 | 87,0 | 1.593,5 | 189,6 |
2000 | 1.516,6 | 85,3 | 1.601,9 | 199,1 |
2001 | 1.556,4 | 91,1 | 1.647,5 | 212,4 |
2002 | 1.694,4 | 88,4 | 1.782,8 | 222,6 |
2003 | 1.947,3 | 125,4 | 2.072,7 | 227,3 |
2004 | 2.009,3 | 114,4 | 2.123,7 | 234,6 |
2005 | 2.154,4 | 123,0 | 2.277,4 | 244,1 |
2006 | 2.041,9 | 138,2 | 2.180,0 | 260,6 |
2007 | 2.102,2 | 124,8 | 2.227,0 | 273,7 |
2008 | 1.982,0 | 120,2 | 2.102,2 | 307,7 |
2009 | 1.730,3 | 116,4 | 1.846,7 | 344,6 |
2010 | 1.516,1 | 93,3 | 1.609,4 | 363,2 |
2011 | 1.413,3 | 83,3 | 1.496,6 | 377,7 |
2012 | 1.479,7 | 76,8 | 1.556,5 | 397,3 |
2013 | 1.412,0 | 73,1 | 1.485,1 | 412,4 |
Alls | 27.391,4 | 1.619,9 | 29.011,3 |
9. Af hverju gerði fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis í kostnaðarumsögn sinni um frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem varð að lögum nr. 78/ 1997, engar athugasemdir við það að í samkomulaginu væru eignirnar hvorki tilgreindar nákvæmlega né gefnar upplýsingar um þær úr fasteignaskrá sem dóms- og kirkjumálaráðuneytinu bar þó að miða við, sbr. 15. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 94/1976?
Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins um frumvarp það sem þá lá fyrir um stöðu og starfshætti Þjóðkirkjunnar, m.a. til innleiðingar á umræddu samkomulagi, var fjallað um fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð af lögfestingu frumvarpsins þar sem vakin er athygli á helstu kostnaðarbreytingum og ýmsum óvissum atriðum í því sambandi. Í niðurlagi umsagnarinnar segir: „Að lokum skal áréttað að þó svo að ýmis atriði fjármálalegra samskipta ríkis og kirkju séu gerð skýrari með þessu frumvarpi eru enn nokkur atriði sem þarf að greina enn frekar til þess að gerlegt sé að meta kostnaðaráhrif frumvarpsins sem skyldi.“
Starfsmenn ráðuneytisins sem komu að gerð þeirrar umsagnar fyrir 16 árum hafa fyrir löngu látið af störfum og liggja ekki fyrir önnur gögn hjá ráðuneytinu en umsögnin sem lúta að því hvaða umfjöllun fór fram á þeim tíma um yfirlit um jarðeignirnar eða upplýsingar um þær úr fasteignaskrá. Vera má að ekki hafi verið talið tilefni til að fjalla í sjálfu sér um jarðeignirnar sem í samkomulaginu töldust nú til eigna ríkisins þar sem þær höfðu verið færðar í umsjá ríkisins árið 1907 og þar sem að ríkið hafði um langt árabil fjármagnað laun presta og ýmsan annan rekstrarkostnað þjóðkirkjunnar þannig að áhrif lagasetningarinnar á útgjöld ríkissjóðs voru ekki talin verða veruleg frá því sem verið hafði.