Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 109. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 550  —  109. mál.

3. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (mismunun á grundvelli kynvitundar og viðbótarbókun
við samning Evrópuráðsins um tölvubrot).


Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar.


    Málið gekk til nefndar eftir 2. umræðu. Nefndin hefur fjallað um málið og ræddi hún sérstaklega álit minni hlutans (þskj. 396) þar sem lagt er til að fangelsisrefsing verði felld brott úr 233. gr. a almennra hegningarlaga sem og öðrum ákvæðum þeirra laga sem setja tjáningarfrelsinu skorður. Það er álit meiri hlutans að frumvarp þetta gefi ekki tilefni til slíkrar endurskoðunar á refsilöggjöfinni heldur verði að skoða það nánar á öðrum vettvangi.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 22. janúar 2014.Líneik Anna Sævarsdóttir,


varaform.


Vilhjálmur Árnason,


frsm.


Oddgeir Ágúst Ottesen.Guðlaug Elísabet Finnsdóttir.


Elsa Lára Arnardóttir.


Guðbjartur Hannesson.Haraldur Einarsson.


Svandís Svavarsdóttir.