Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 109. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 556  —  109. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940,
með síðari breytingum (mismunun á grundvelli kynvitundar og viðbótarbókun
við samning Evrópuráðsins um tölvubrot).

Frá minni hluta allsherjar- og menntamálanefndar (HHG).


     1.      Á undan 1. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
        a.     (1. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 95. gr. laganna:
                a.    Orðin „eða fangelsi allt að 2 árum“ í 1. málsl. falla brott.
                b.    2. málsl. fellur brott.
        b.     (2. gr.)
                     Orðin „eða fangelsi allt að 3 mánuðum“ í 125. gr. laganna falla brott.
     2.      Orðin „eða fangelsi allt að 2 árum“ í 2. gr. falli brott.
     3.      Á eftir 2. gr. komi fimm nýjar greinar, svohljóðandi:
        a.     (5. gr.)
                     Í stað orðanna „fangelsi allt að tveimur árum“ í 233. gr. b laganna kemur: sektum.
        b.     (6. gr.)
                     Orðin „eða fangelsi allt að 1 ári“ í 234. gr. laganna falla brott.
        c.     (7. gr.)
                     Orðin „eða fangelsi allt að 1 ári“ í 235. gr. laganna falla brott.
        d.     (8. gr.)
                     Í stað orðanna „fangelsi allt að 2 árum“ í 1. mgr. 236. gr. laganna kemur: sektum; og orðin „eða fangelsi allt að 2 árum“ í 2. mgr. sömu greinar falla brott.
        e.     (9. gr.)
                     Orðin „eða fangelsi allt að 1 ári“ í 240. gr. laganna falla brott.
     4.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (afnám fangelsisrefsinga fyrir tjáningu skoðana, mismunun á grundvelli kynvitundar og viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot).