Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 297. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 574  —  297. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um tillögur starfshóps um póstverslun.

Frá Merði Árnasyni.

     1.      Hver er afstaða ráðherra til þeirra tillagna starfshóps um póstverslun frá desember 2013 að:
                  a.      erlendum fyrirtækjum sem selja vörur og póstleggja til Íslands verði heimilt að innheimta og skila virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum af þeim vörum sem seldar eru til landsins,
                  b.      aðflutningsgjöld verði felld niður af hrað- og póstsendingum sem teljast undir 2.000 kr. að fob-verðmæti,
                  c.      skil, skipti og viðgerðir póstsendra vara án endurálagningar aðflutningsgjalds verði gerð auðveldari með reglugerðarbreytingu,
                  d.      ráðist verði í átak til að tryggja skilvirka upplýsingagjöf um umsýslugjöld flutningafyrirtækja,
                  e.      heimild hraðflutningafyrirtækja til niðurfellingar aðflutningsgjalda á hraðsendingum sem teljast undir 2.000 kr. að fob-verðmæti taki bæði til fyrirtækja og einstaklinga í hópi viðskiptavina, ef ekki verður farið að tillögunni í b-lið,
                  f.      með reglugerðarbreytingu og nýjum vinnureglum hjá tollstjóra verði tryggt að einstaklingar og fyrirtæki sitji við sama borð og greiði sama gjald vegna tollafgreiðslu í póstverslun,
                  g.      útfylling útflutningsskýrslna fyrir útflytjendur sem ekki hafa mikil umsvif verði einfölduð?
     2.      Við hvaða ráðstöfunum má búast af hálfu ráðuneytisins eða undirstofnana þess í framhaldi af tillögum starfshópsins?



Skriflegt svar óskast.