Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 359. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 664  —  359. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna,
nr. 91/2010, með síðari breytingum.


Flm.: Jón Þór Ólafsson.


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 4. gr. skal fara fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.


Greinargerð.

    Með lögum nr. 23/2011, um breytingu á lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, nr. 91/2010, var felld brott heimild til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða kosningum til sveitarstjórna.
    Nú liggur fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar (344. mál) um að fram fari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí 2014. Með hliðsjón af mikilvægi málsins skiptir sköpum að fá skorið úr um vilja þjóðarinnar við fyrsta tækifæri. Því er nauðsynlegt að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu um málið samhliða sveitarstjórnarkosningum.