Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 345. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 791  —  345. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Haraldi Benediktssyni
um tollvernd landbúnaðarvara.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvert er mat ráðherra á verðgildi tollverndar í krónum talið á þeim landbúnaðarvörum sem eru framleiddar hérlendis:
     a.      ef miðað er við gildandi reglur um álagningu tolla árið 2013,
     b.      ef miðað er við gildandi reglur um álagningu tolla árið 1995, uppreiknað til verðlags ársins 2013,
     c.      ef miðað er við heimildir íslenskra stjórnvalda til hámarksálagningar samkvæmt tollskrá á vörur sem nutu tollverndar árið 2013, sbr. a-lið?
    Svar óskast sundurliðað eftir köflum tollskrár sem hér segir:
          2. kafli: 0201, 0202, 0203, 0204, 0205, 0206, 0207, 0208, 0209, 0210.
          4. kafli: 0401, 0402, 0403, 0404, 0405, 0406, 0407, 0408, 0409, 0410.
          6. kafli: 0601, 0602, 0603, 0604.
          7. kafli: 0701, 0702, 0703, 0704.


    Í ráðuneytinu er nú unnið að því að greina verðgildi tollverndar á landbúnaðarvörur sem framleiddar eru hér á landi. Í byrjun marsmánaðar var skipaður samstarfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar sem mun m.a. gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá árinu 1995. Í samstarfshópnum eiga sæti fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Bændasamtaka Íslands, Kaupfélags Skagfirðinga, Mjólkursamsölunnar, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusambands Íslands, Samtaka verslunar og þjónustu og Félags atvinnurekenda. Stefnt er að því að starfshópurinn skili niðurstöðum sínum til ráðherra fyrir 1. október 2014. Ráðherra mun upplýsa Alþingi um niðurstöður starfshópsins þegar þær liggja fyrir.