Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1247  —  148. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna,
nr. 21/1992 (úthlutunarreglur).

(Eftir 2. umræðu, 16. maí.)


1. gr.

    3. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Stjórn sjóðsins setur nánari úthlutunarreglur um útfærslu á lögum þessum, þ.m.t. fjárhæð og úthlutun námslána, sem og ákvæði um kröfur um lágmarksnámsframvindu. Reglurnar skulu lagðar fram til kynningar og staðfestar af ráðherra eigi síðar en 1. apríl ár hvert.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2015.