Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 613. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1289  —  613. mál.




Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um samgöngusamninga við starfsmenn.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver er afstaða forseta til samgöngusamninga til að hvetja til umhverfisvæns ferðamáta starfsmanna?
     2.      Gerir Alþingi slíka samninga við starfsmenn sína og ef svo er, hvernig er þeim háttað?

    Skrifstofa Alþingis hefur samþykkt samgöngustefnu fyrir starfsmenn skrifstofunnar sem felur í sér m.a. að starfsmönnum verður gefinn kostur á að gera samning um umhverfisvænan ferðamáta til og frá vinnustað. Með umhverfisvænum ferðamáta er átt við að starfsmaður skrifstofunnar noti almenningsfarartæki, hjóli eða gangi til og frá vinnu. Þeim starfsmönnum sem aðild eiga að slíkum samningi verður greiddur samgöngustyrkur sem miðast við verð árskorts með almenningsfarartæki.
    Forseti er eindregið hlynntur þeirri samgöngustefnu sem skrifstofan hefur markað.