Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 45  —  45. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um tekjur af sölu hreindýraveiðileyfa
og framlög til hreindýrarannsókna.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hverjar voru heildartekjur af sölu hreindýraveiðileyfa og hreindýraafurða á árinu 2013?
     2.      Hvernig skiptust tekjurnar milli Umhverfisstofnunar, Náttúrustofu Austurlands og landeigenda/ábúenda?
     3.      Hver var á árinu 2013 annars vegar kostnaður Umhverfisstofnunar við stjórn og eftirlit með hreindýraveiðum og hins vegar kostnaður Náttúrustofu Austurlands við vöktun og rannsóknir á hreindýrastofninum?
     4.      Hversu margir landeigendur eða umráðamenn lands fengu greiddan arð, hver var meðaltalsupphæð arðgreiðslu, hæsta upphæð og lægsta upphæð?
     5.      Hvernig skiptist arður sem greiddur er til landeigenda eða umráðamanna lands milli einstaklinga, lögaðila, sveitarfélaga og ríkis?
     6.      Hefur öðru fé en tekjum af leyfum til hreindýraveiða verið varið til rannsókna á hreindýrastofninum á síðustu fimm árum? Ef svo er, hvaðan hefur það fé komið?
     7.      Hver var kostnaður ríkissjóðs við rekstur hreindýraráðs á árinu 2013?


Skriflegt svar óskast.