Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 210  —  189. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um framkvæmd á samningi Sjúkratrygginga Íslands
og Tannlæknafélags Íslands um gjaldfrjálsar tannlækningar barna.

Frá Guðbjarti Hannessyni.


     1.      Hversu margir tannlæknar hafa skráð sig til þátttöku í samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands frá 11. apríl 2013 um gjaldfrjálsar tannlækningar barna og þar með skráð sig sem heimilistannlækna, sundurliðað eftir búsetu? Hversu hátt hlutfall er það af tannlæknum sem skráðir eru í Tannlæknafélagi Íslands?
     2.      Hversu mörg börn og unglingar hafa verið skráð hjá heimilistannlækni samkvæmt samningnum, sundurliðað eftir aldri og búsetu? Hversu hátt hlutfall er það af þeim árgöngum sem eiga nú þegar kost á gjaldfrjálsum tannlækningum?
     3.      Hversu mörg þessara barna og unglinga hafa nýtt sér þjónustu skráðs heimilistannlæknis, sundurliðað eftir aldri og búsetu?
     4.      Hver er meðalkostnaður á hvert barn eða ungling sem hefur nýtt sér samninginn? Er heildarkostnaður við samninginn í samræmi við áætlun?
     5.      Hversu mörg börn og unglingar, í þeim árgöngum sem enn falla ekki að fullu undir samninginn, hafa nýtt sér ákvæði samningsins og fengið þjónustu sem börn í bráðavanda og/eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, sundurliðað eftir aldri og búsetu?
     6.      Hver er reynslan af því ákvæði samningsins að heimilistannlæknar boði börn í reglulegt eftirlit eftir þörfum hvers og eins? Hversu marga hafa heimilistannlæknar boðað í slíkt eftirlit, sundurliðað eftir aldri barna og búsetu?
     7.      Hvert er samstarf heimilistannlækna við heilsugæsluna eða skólahjúkrunarfræðinga?


Skriflegt svar óskast.