Ferill 273. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 323  —  273. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur úr ríkissjóði til lækkunar höfuðstóls verðtryggðra fasteignalána eða fasteignaveðlána.


Frá Birni Val Gíslasyni.



     1.      Hversu hárri upphæð af þeim 80 milljörðum kr. sem greiða á úr ríkissjóði vegna lækkunar íbúðalána verður ráðstafað til að greiða:
              a.      fasteignaveðkröfur sem glatað hafa veðtryggingu sinni í kjölfar nauðungarsölu eða annarrar ráðstöfunar eignar eftir 1. janúar 2008 og ekki hafa verið felldar endanlega niður gagnvart umsækjanda, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 35/2014,
              b.      greiðslujöfnunarreikning skuldara hjá fjármálastofnunum,
              c.      vanskil skuldara við fjármálastofnanir (sundurliðað eftir fjármálastofnunum),
              d.      dráttarvexti skuldara vegna vanskila á greiðslum (sundurliðað eftir lánastofnunum),
              e.      skuldir af öðrum ástæðum, sbr. 11. gr. laga nr. 35/2014?
     2.      Er ríkisábyrgð á greiðslujöfnunarreikningum skuldara hjá fjármálastofnunum?


Skriflegt svar óskast.