Ferill 314. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 385  —  314. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um plastúrgang.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hvað má gera ráð fyrir að árlega falli til mikill plastúrgangur hér á landi?
     2.      Hversu mikið af þeim úrgangi skilar sér árlega til endurvinnslu og endurnýtingar?
     3.      Hvaða aðgerðir eru í gangi til að tryggja að allt plast skili sér til endurvinnslustöðva?
     4.      Hvað er gert við þann plastúrgang sem skilar sér til endurvinnslu og endurnýtingar og er annars vegar endurvinnanlegur og hins vegar ekki?
     5.      Hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að lágmarka þann plastúrgang sem ekki er endurvinnanlegur og ef svo er, með hvaða hætti?
     6.      Fer fram endurvinnsla á plastúrgangi hér á landi og hver er líkleg þróun í því máli?


Skriflegt svar óskast.