Ferill 348. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 443  —  348. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um framlög til rannsókna í þágu
sjávarútvegs og landbúnaðar.

Frá Brynhildi Pétursdóttur.


     1.      Hve há framlög veitti ríkissjóður árlega á árunum 2010–2013 til rannsókna í þágu sjávarútvegs annars vegar og landbúnaðar hins vegar, skipt eftir fjárlagaliðum?
     2.      Hvert er áætlað að hafi verið árlegt framlag hvorrar atvinnugreinar fyrir sig til þjóðarframleiðslunnar sömu ár?
     3.      Hvað telur ráðherra eðlilegt að framlög ríkissjóðs til rannsókna vegna fyrrgreindra atvinnugreina séu há sem hlutfall af framlagi atvinnugreinanna til þjóðarframleiðslunnar eða telur ráðherra réttara að miða við eitthvað annað í þessu sambandi og ef svo er, þá hvað?
     4.      Hvað hafa verið veitt hlutfallslega há framlög til rannsókna í þágu sjávarútvegs og landbúnaðar sl. tvö ár í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi?
     5.      Hvað telur ráðherra einkum að rannsaka þurfi í þágu sjávarútvegs og landbúnaðar á næstu árum fyrir framlög úr ríkissjóði?


Skriflegt svar óskast.